Kæra félagsfólk.
Aðalfundur KFUM og KFUK á Íslandi verður haldinn laugardaginn 8. apríl í húsi félagsins Holtavegi 28 í Reykjavík. Formleg dagskrá hefst kl. 11:00.

Á aðalfundinum verða þrír félagar okkar heiðraðir. Það eru þau Ásgeir B. Ellertsson, Betsy R. Halldórsson og Sigurður Pálsson.
Sjá dagskrá aðafundar hér að neðan.

Ársskýrslu félagsins má finna hér:http://www.kfum.is/2017/03/31/arsskyrsla-kfum-og-kfuk-2016-2017/

Félagsfólk er hvatt til að fjölmenna.
Boðið verður upp á veitingar meðan á fundi stendur.
Áætlað er að fundinum verði lokið fyrir kl. 15:00.

Dagskrá Aðalfundar KFUM og KFUK:

10:30 Kjörgögn afhent – heitt á könnunni.
11:00 Ávarp formanns og setning aðalfundar
Auður Pálsdóttir, formaður KFUM og KFUK
Hugvekja og bæn
Sr. Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur í Grindavíkurprestakalli
Heiðursveitingar
Stutt hlé
Aðalfundarstörf
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Starfsskýrsla stjórnar.
3. Reikningar kynntir og lagðir fram til samþykktar.
4. Fjárhags- og starfsáætlun.
5. Stjórnarkjör.
6. Kynning á umræðum frá Landsþingi unga fólksins.
7. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
8. Tillaga til lagabreytinga.
9. Ákvörðun árgjalds.
10. Önnur mál.

Boðið verður upp á veitingar meðan á fundi stendur.
Áætlað er að fundinum verði lokið fyrir kl. 15:00.