PersónuverndRitstjórn2022-05-19T17:53:20+00:00
Vefsvæði KFUM og KFUK á Íslandi notast við vafrakökur (e. cookies) til að vefsvæðið nýtist notendum sem best. Þessar vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsíðan virki og því er ekki hægt að slökkva á þeim. Vafrakökurnar safna í einhverjum tilfellum upplýsingum um hvaðan svæðið er heimsótt, um hvaða tæki og vafrar eru notaðir til að heimsækja vefsvæðið ásamt upplýsingum um hvaða svæði eru heimsótt. Upplýsingarnar auðkenna notendur ekki með beinum hætti.
KFUM og KFUK á Íslandi, notar upplýsingar frá vafrakökum einvörðungu til að bæta vefupplifun og greina hvernig hægt er að bæta upplýsingagjöf um starfið til notenda. Þau tól sem notuð eru við greiningu á notkun eru Google Analytics og umferðarupplýsingar frá hýsingaraðilum.
Þegar notendur síðunnar fylla út eyðublöð með persónugreinanlegum upplýsingum, þá eru þær upplýsingar aðgengilegar á stafrænu formi þeim sem hafa aðgang að innra vefsvæði KFUM og KFUK. Útfylltum eyðublöðum með persónulegum upplýsingum er eytt þegar viðburði lýkur. Atvinnuumsóknum í sumarbúðir er jafnframt eytt þegar endanlegar ákvarðanir hafa verið tekin um ráðningar.
Skráningar- og sölukerfi KFUM og KFUK á Íslandi er á vefnum www.sumarfjor.is. Skráningargögn sem félagið þarf að vista til að viðhalda starfsemi félagsins eru geymd. Ef þess er óskað er hægt er að leita til skrifstofu KFUM og KFUK og fara fram á að öllum persónugreinanlegum gögnum úr skráningarkerfinu sé eytt.
Í þeim tilfellum sem starfsfólk og sjálfboðaliðar útbúa aðgang á síðunni til að skrá upplýsingar eða taka þátt í námskeiðum, þá er grunngögnum safnað, ýmist frá Facebook eða með skráningu upplýsinga frá viðkomandi einstaklingi. Hægt er að láta eyða þessum gögnum með því að senda tölvupóstbeiðni á fjarfjor@kfum.is.