Verndum þau Forsíða

KFUM og KFUK á Íslandi hefur undanfarin misseri staðið fyrir Verndum þau – námskeiðum í samstarfi við UMFÍ, Bandalag íslenskra skáta og Slysavarnarfélagsins Landsbjörg undir merkjum Æskulýðsvettvangsins (ÆV). Verndum þau – námskeiðin fjalla um hvernig bregðast skuli við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og unglingum.

Kennarar námskeiðanna eru þær Ólöf Ásta Farestveit og Þorbjörg Sveinsdóttir, sem báðar hafa mikla reynslu af barnaverndarmálum.

KFUM og KFUK gerir kröfu um að allir starfsmenn og sjálfboðaliðar KFUM og KFUK sæki slíkt námskeið.

Nánari upplýsingar og skráning fer fram með því að hafa samband við skrifstofu KFUM og KFUK, í s. 588-8899 eða senda tölvupóst á skrifstofa@kfum.is. Námskeiðin eru þátttakendum að kostnaðarlausu.