1.gr.

Stjórn KFUM og KFUK á Íslandi tekur ákvörðun um veitingu Gullmerkis KFUM og KFUK, í samræmi við reglur þessar.

2.gr.

Stjórn KFUM og KFUK tekur við tillögum annarra félagsmanna um einstaklinga sem taldir eru verðskulda Gullmerki KFUM og KFUK. Skal tillagan vera rökstudd og undirrituð af fullgildum félagsmanni. Stjórn KFUM og KFUK ber ekki skylda til þessa að veita Gullmerki á grundvelli slíkra tillaga. Stjórn KFUM og KFUK er jafnframt heimilt að veita Gullmerki að eigin frumkvæði.

3.gr.

Formaður stjórnar KFUM og KFUK skal að jafnaði afhenda Gullmerki KFUM og KFUK við hentugt og hátíðlegt tækifæri að mati stjórnar.

4.gr.

Stjórn KFUM og KFUK skal leitast við að líta til eftirfarandi atriða við veitingu Gullmerkis KFUM og KFUK:

  1. Einstaklingur hefur unnið óeigingjarnt starf í þágu KFUM og KFUK.
  2. Einstaklingur hefur sýnt trúfesti við markmið KFUM og KFUK.
  3. Einstaklingur hefur gegnt ábyrgðastöðu innan KFUM og KFUK.
  4. Önnur atriði sem stjórn tiltekur á hverjum tíma og gefa tilefni til veitingu Gullmerkis.

5.gr.

Í sérstökum kringumstæðum, er stjórn KFUM og KFUK heimilt að afturkalla Gullmerki KFUM og KFUK. Skal slík afturköllun vandlega rökstudd.