Vinadeildir eru fyrir 7-9 ára krakka. Vinadeildir hittast vikulega og gera ýmislegt skemmtilegt saman undir stjórn vanra leiðtoga í starfi KFUM og KFUK. Meira um vinadeildir…

Yngri deildir eru fyrir 9-12 ára krakka. Krakkarnir hittast einu sinni í viku í sinni deild og gera ýmislegt skemmtilegt saman t.d. fara í leiki, óvissuferðir, Pálínuboð, búa til nælur, mála á plexigler og ýmislegt fleira.  Á hverjum fundi er helgistund.  Yfir veturinn eru ýmsir sameiginlegir viðburðir s.s. fótbolta- og brennómót og stutt ferðalag í sumarbúðirnar. Meira um yngri deildir…

Unglingadeildir eru fyrir unglinga 13-16 ára. Þátttakendur hittast einu sinni í viku og er dagskráin í bæði skemmtileg, fróðleg og uppbyggjandi. Farið er að minnsta kosti í tvær helgarferðir á ári. Á haustin fara sumir hópar á landsmót kirkjunnar en aðrir taka þátt í gistinótt á Holtavegi í Reykjavík eða fara á Hólavatn fyrir norðan. Í febrúar halda síðan allir hópar á æskulýðsmót KFUM og KFUK í Vatnaskógi, Friðriksmótið. Meira um unglingadeildir…

KFUM og KFUK býður upp á starf fyrir eldri ungmenni – 16+ ára í tengslum við leiðtogaþjálfun félagsins.

Á höfuðborgarsvæðinu styður KFUM og KFUK við starf Kristilegu skólahreyfingarinnar en innan hennar starfa Kristileg skólasamtök fyrir 16 – 20 ára og Kristilegt stúdentafélag fyrir 20 – 30 ára.