Fjarfjör KFUM og KFUK er áskoranakeppni fyrir börn og unglinga í deildarstarfi KFUM og KFUK. Annan hvern dag setja leiðtogar í deildarstarfi inn áskorun fyrir alla þátttakendur í deildarstarfi félagsins (og aðra áhugasama). Hver deild fær eitt stig fyrir hvern þátttakanda sem tekur áskoruninni og sendir mynd eða myndband á Instagram merkt viðkomandi áskorun (#fjarfjorXX) og nafni starfsstöðvar.

Ef Instagram reikningurinn þinn er “private” eða þú ert ekki á Instragram, þá þarf að senda mynd eða myndband á fjarfjor@kfum.is til að taka þátt og fá stig.

Þau sem ekki eru virk í deildarstarfi en vilja taka þátt, geta gefið deild að eigin vali þau stig sem safnað er, nú eða stofnað gestadeild sem keppir við þær deildir sem fyrir eru. Ef þú vilt stofna gestadeild er nauðsynlegt að senda okkur tölvupóst á fjarfjor@kfum.is.

2020-04-27T18:57:30+00:00

Kópavogskirkja býður upp á #fjarfjor11

https://www.instagram.com/p/B_fruLJgOm6/ Ellefta fjarfjör-áskorunin kemur Fannari og Adda starfsmönnum Kópavogskirkju, en æskulýðsstarfið í Kópavogskirkju hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum með KFUM og KFUK á liðnum árum. Addi og Fannar hvetja [...]

2020-04-21T13:29:03+00:00

Gerðu eigið matreiðslumyndband – #fjarfjor10

https://www.instagram.com/p/B_PcebvgO3D/ Tíunda fjarfjör-áskorunin kemur frá Ella starfsmanni KFUM og KFUK á Holtavegi í Reykjavík. Hann hvetur þig til að útbúa eigið matreiðslumyndband og deila á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #fjarfjor10. Til [...]

2020-04-07T23:33:08+00:00

Leiðtogar í Hveragerði kynna #fjarfjor08

https://www.instagram.com/tv/B-sqx7ZgLyD/ Leiðtogar KFUM og KFUK í Hveragerðiskirkju hvetja þig til að reyna hvers kyns „trick-shots“. Til að fá stig fyrir deildina sína er hægt að taka upp sýnishorn af leiknum [...]

2020-03-30T20:27:56+00:00

Kústskaft – #fjarfjor04

https://www.instagram.com/tv/B-Xs-QNAtlt/ Fjórða áskorunin í fjarfjöri kemur frá leiðtogum í yngri-deildarstarfi KFUK í Lindakirkju. Rétt er að minna á að þennan leik er að svo stöddu aðeins hægt að leika með [...]

2020-03-26T23:10:57+00:00

Leikur úr Lindakirkju – #fjarfjor03

https://youtu.be/V0PbTr0aEdo   Þriðja #fjarfjor03 áskorunin er skemmtilegur leikur fyrir tvo úr Lindakirkju. Hægt er að spila hann með tilskilinni tveggja metra fjarlægð milli þátttakenda, nú eða yfir Facetime, á Google [...]

2020-03-24T23:58:23+00:00

Handstaða – #fjarfjor02

  Áskorun 2 í fjarfjöri kemur frá KFUM og KFUK á Akureyri. En hún Eydís æskulýðsfulltrúi á Akureyri skorar á okkur að standa á höndum meðan við teljum [...]

2020-03-26T20:31:13+00:00

Spilaborg – #fjarfjor01

  Fyrsta áskorun í fjarfjöri kemur frá æskulýðsfulltrúum KFUM og KFUK í Reykjavík sem fá það að láni frá KFUM í Hollandi. Verkefnið þitt er að byggja eins [...]