KFUM og KFUK hefur sem hluti af Æskulýðsvettvangnum reglulega tekið þátt í að bjóða upp á námskeið í notkun á Kompás. Kompás er leiðbeinendabók í mannréttindum sem byggt er upp á leikjum og leikjafræði en bókin er gefin út af Evrópuráðinu (Council of Europe).
Bókin hefur nú verið þýdd á íslensku. Kompás er ætlað að stuðla að því að mannréttindafræðsla verði liður í almennu æskulýðsstarfi. Bókin býður upp á fjölbreyttar aðferðir og verkefni og tryggir þannig að efnið sé áhugavert, skemmtilegt og veki þátttakendur til umhugsunar um mannréttindi og mismunandi aðstæður fólks.