Innan KFUM og KFUK á Íslandi starfar Alþjóðaráð sem hefur neðangreind markmið.

  1. Skilgreina þá starfsemi innan KFUM og KFUK sem fellur undir Alþjóðaráð.
  2. Efla starf KFUM og KFUK á Íslandi á alþjóðavettvangi með því að taka þátt í námskeiðum, ráðstefnum og öðrum verkefnum sem bjóðast.
    • Auglýsa það sem í boði er fyrir félagsmenn og fá fólk á námskeið og aðra viðburði.
    • Skapa tækifæri með umsóknum um styrki fyrir einstök verkefni (Æskulýðssjóður, Evrópa Unga Fólksins o.fl.).
    • Velja verkefni sem eru þýðingarmikil fyrir félagið og varða hluta af starfsemi þess.
  3. Stuðla að betri miðlun þeirrar þekkingar sem fæst.
    • Sjá til þess að þátttakendur á ráðstefnum/námskeiðum á vegum félagsins fylli út matsblað þar sem þeir segja frá því hvers þeir hafa orðið vísari og hvernig það gæti komið félaginu til góða.
  4. Gera alþjóðlegt starf félagsins aðgengilegt almennum félagsmönnum og auka þannig meðvitund fólks um að félagið er hluti af stærri heild á heimsvísu.
    • Kynna alþjóðaráð með þátttöku í leiðtogaþjálfun á vegum félagsins.
    • Auka upplýsingar á heimasíðu.

Fyrir þátttakendur í alþjóðastarfi KFUM og KFUK

Hópar

Ýmsir hópar fara út á vegum KFUM og KFUK til að taka þátt í mótum og ýmsum viðburðum. Oftast eru slíkar ferðir skipulagðar af leiðtogum hópanna sem fara út. Af og til eru haldnir opnir viðburðir þar sem allir geta tekið þátt en gott dæmi um það eru Evrópumótin í Prag.  Hafðu samband við KFUM og KFUK hafir þú áhuga á að taka þátt í móti á vegum félagsins.

Einstaklingar

Á hverju ári sendir KFUM og KFUK aðila út til að taka þátt í námskeiðum eða ráðstefnum fyrir hönd félagsins.  Hafir þú áhuga á að vera fulltrúi KFUM og KFUK í ákveðnu verkefni getur þú sótt um það með því að hafa samband við Alþjóðaráð.

Matsblað vegna utanferðar

Í hvert sinn sem einstaklingur fer utan sem fulltrúi KFUM og KFUK á Íslandi þá ber þeim einstaklingi að fylla út matsblað. Hægt er að fylla út matsblaðið á slóðinni www.kfum.is/um-kfum-og-kfuk/erlent-samstarf/matsblad-vegna-utanferdar/. Matsblaðinu skal skila til alþjóðaráðs fljótlega eftir heimkomu.

Facebook síða alþjóðastarfs KFUM og KFUK

https://www.facebook.com/kfumandkfukiceland

Bloggsvæði Alþjóðaráðs KFUM og KFUK

https://althjodastarfkfumogkfuk.wordpress.com