Kristileg félög ungra manna leitast við að safna saman ungum mönnum, sem viðurkenna Jesú Krist sem Guð sinn og frelsara, samkvæmt heilagri ritningu, og vilja vera lærisveinar hans í trú og líferni og starfa í sameiningu að útbreiðslu ríkis hans meðal ungra manna.

Heimssamband KFUM var stofnað árið 1855. Á fyrsta heimsþingi félagsins í París var fyrsta markmiðsyfirlýsing KFUM samin, sem kölluð er Parísargrundvöllurinn.