Minningarkort er gefið til minningar um einstakling. Um að ræða peningagjöf sem rennur til KFUM og KFUK á Íslandi og er aðstandenda sent minningarkort til staðfestingar.
Allar minningargjafir renna til æskulýðsstarfs félagsins.
Við pöntun á minningarkorti er hægt að millifæra gefna upphæð á reikning 0117-26-22206 og kt. 690169-0889 eða greiða með greiðslukorti símleiðis. Rétt er að taka fram að upphæð gjafarinnar kemur ekki fram á minningarkortinu sem sent er til aðstandenda.“
Til að senda minningarkort til styrkar starfsemi KFUM og KFUK er hægt að hringja í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK á Íslandi s. 588-8899.