KFUM í Evrópu

KFUM og KFUK á Íslandi er fullgildur aðili að KFUM í Evrópu (YMCA Europe), regnhlífasamtökum KFUM félaga á Evrópusvæðinu.  Mikið og líflegt samstarf er meðal Evrópsku félaganna og tekur íslenska félagið virkan þátt í þeirri vinnu. Þessi verkefni eru helst:

  • Aðalfundur KFUM í Evrópu. Aðalfundurinn er haldinn árlega ýmist í ákveðnu aðildarlandi eða í Kennslumiðstöð KFUM sem staðsett er í Litomysl í Tékklandi. Á aðalfundinum er fjallað um þætti sem snerta öll aðildarfélögin, línur eru lagðar í sameiginlegu starfi og kosið er til stjórnar samtakanna. Samhliða aðalfundinum funda framkvæmdastjórar félaganna, vinnuhópar og ungmennaráð (Yes group).
  • Yes Group er n.k. ungmennaráð KFUM í Evrópu. Yes group hefur það að markmiði að tryggja að sjónarmið ungs fólks sem tekur þátt í starfi KFUM félaga í Evrópu komi fram á aðalfundinum. Yes group vinnur líka að því að stuðla að nánara samstarfi ungmenna í ólíkum KFUM félögum í Evrópu.
  • Field Group Ukraine er stuðningshópur eldri KFUM félaga við KFUM í Úkraínu sem er tiltölulega ungt félag. KFUM í Úkraínu er enn að festa sig í sessi og aðstæður í landinu eru erfiðar fyrir félagsstarf. Þær sömu aðstæður gera það að verkum að gríðarleg þörf er fyrir félagsstarf eins og KFUM.
  • Jól í skókassa er samstarfsverkefni við KFUM í Úkraínu.  Hópur ungmenna innan KFUM og KFUK, biblíuleshópurinn Bleikjan, hefur umsjón með verkefninu sem hefur verið haldið árlega síðan 2004. Verkefnið felur það í sér að safna jólagjöfum í skókössum sem síðan eru sendir til Úkraínu og gefnir munaðarlausum börnum.  Meðlimir Bleikjunnar fylgja sjálfir kössunum eftir í hendur barnanna en KFUM í Ukraínu skipuleggur dreifingu kassanna.
  • Prag 2013Evrópumót KFUM var haldið í Prag 2013 í þriðja sinn.  Evrópumótin hafa verið haldin á fimm ára fresti og eru þau fyrst og fremst til að fagna öllu því frábæra starfi sem unnið er á vegum KFUM í Evrópu.  Þar koma saman ungmenni frá ólíkum löndum Evrópu og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá. Evrópumótin eru einstök upplifun.  Rúmlega 100 manna hópur fór frá Íslandi.

Evópusamband KFUK

KFUM og KFUK á Íslandi er ekki fullgildur aðili að KFUK í Evrópu en hefur áheyrnaraðild að félaginu. Félagar í KFUM og KFUK á Íslandi sækja ýmsa viðburði á vegum sambandsins.

  • KFUK námskeið í Búdapest. Árlega eru haldin námskeið fyrir ungar konur á vegum Evrópusambands KFUK. Námskeiðin fara fram í ungmennahúsinu í Búdapest og fjalla um ýmis málefni s.s. HIV/aids, kraft kvenna, samkirkjulegar samræður og fleira.