Verndum þau

KFUM og KFUK Holtavegur Holtavegur 28, Reykjavík

Skyldunámskeið fyrir allt starfsfólk og sjálfboðaliða. Námskeiðið er haldið af Æskulýðsvettvangnum. Námskeiðið er byggt á efni bókarinnar Verndum þau og fjallar um hvernig bregðast á við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og unglingum. Námskeiðið er ætlað öllum þeim [...]

Svefn og svefnvenjur

KFUM og KFUK Holtavegur Holtavegur 28, Reykjavík

Fyrir allt starfsfólk, sjálfboðaliða og stjórnarfólk sumarbúðanna. Börn eru sofandi nærri þriðjung tímans sem þau eru í sumarbúðum KFUM og KFUK. Hvernig nýtum við þann tíma sem best?  Dr. Erla Björnsdóttir verður fyrirlesari kvöldsins og fjallar um svefn og svefnvenjur. [...]

Hvað gerist í sumarbúðum?

KFUM og KFUK Holtavegur Holtavegur 28, Reykjavík

Fyrir starfsfólk 18 ára og eldra. Starf í sumarbúðum er mjög fjölbreytt og um starfið gilda ekki bara reglur, starfsferlar og lög, heldur styðst starfið við fjölbreyttar hefðir og venjur sem móta starfið. Hjördís Rós Jónsdóttir félagsráðgjafi mun ásamt fleira [...]

Heimþrá og samskipti við foreldra

KFUM og KFUK Holtavegur Holtavegur 28, Reykjavík

Fyrir allt starfsfólk 18 ára og eldra. Hentar sérstaklega vel fyrir forstöðufólk! Á undanförnum árum hafa samskipti við heimili og fjölskyldur orðið mikilvægari þáttur í starfi sumarbúða. Í því felst meðal annars aukin upplýsingagjöf um daglegt starf sumarbúðanna yfir netið [...]

Samskipti á vinnustað

KFUM og KFUK Holtavegur Holtavegur 28, Reykjavík

Fyrir allt starfsfólk 18 ára og eldra. Spennandi og mikilvægur fræðslufyrirlestur um jákvæð samskipti frá Pálmari Ragnarssyni fyrirlesara og körfuboltaþjálfara. Pálmar hefur fyrirlestur sinn á mörgum af stærstu vinnustöðum landsins Í fyrirlestrinum fjallar hann  á skemmtilegan hátt um hvernig við [...]

Brunavarnir og skyndihjálp

KFUM og KFUK Holtavegur Holtavegur 28, Reykjavík

Skyldunámskeið fyrir allt starfsfólk og sjálfboðaliða. ATH: Námskeiðið hefst kl. 17:00. Öryggismálin eru í forgrunni í starfi KFUM og KFUK. Félagið vill að allt starfsfólk hafi grunn í skyndihjálp og brunavörnum og kunni að bregðast rétt við. Undir stjórn Jóns [...]

Samtal milli stjórnenda

KFUM og KFUK Holtavegur Holtavegur 28, Reykjavík

Samtal milli forstöðufólks Skyldumæting fyrir forstöðufólk allra sumarbúða. Umsjón með fundinum hefur Tómas Torfason framkvæmdastjóri KFUM og KFUK. Samtal milli matráða Skyldumæting fyrir matráða allra sumarbúða. Umsjón með fundinum hafa reyndar ráðskonur úr sumarbúðastarfi KFUM og KFUK.

Námskeið fyrir aðstoðarleiðtoga

KFUM og KFUK Holtavegur Holtavegur 28, Reykjavík

Skyldumæting fyrir alla sjálfboðaliða í sumarstarfinu undir 18 ára aldri Á námskeiðinu verður farið yfir grundvallarþætti þess að starfa í sumarbúðum, m.a. samskipti við börn og samstarfsfólk. Umsjón með námskeiðinu hefur Hjördís Rós Jónsdóttir félagsráðgjafi.