Fullorðinsstarf KFUM og KFUK á sér langa sögu. Fundir fyrir fullorðna, svo kallaðir aðaldeildarfundir (AD) hafa verið haldnir frá 1902 og sunnudagssamverur félagsins hafa í gegnum tíðina verið mikilvægur hluti starfsins. Þá hefur á stundum verið öflugt söng- og tónlistarstarf, íþróttastarf, bænastarf félagsins er og hefur verið mikið og hvers kyns samfélagshópar hittast reglulega í heimahúsum í mismiklum tengslum við starfið.

Þá bjóða Vindáshlíð og Vatnaskógur upp á karla- og kvennaflokka í sumarbúðunum fyrir fólk á aldrinum 18-99 ára.

Fullorðinsstarf KFUK hefur allt frá árinu 1909 skipulagt basar KFUK til styrktar æskulýðsstarfi félagsins.