Æskulýðsvettvangurinn (ÆV) var stofnaður árið 2007 og samanstendur hann af fjórum félagasamtökum, Ungmennafélagi Íslands, KFUM og KFUK á Íslandi og Bandalagi íslenskra skáta. Slysavarnarfélagið Landsbjörg eru fjórðu samtökin en þau komu inn í samstarfið árið 2011.

Markmið Æskulýðsvettvangsins er að stuðla að samræðu og samstarfi aðildarfélaganna á sviði leiðtogaþjálfunar, fræðslumála, útbreiðslu og kynninga og á öðrum sviðum eftir því sem þurfa þykir.

Meðal sameiginlegra verkefna Æskulýðsvettvangsins má nefna Verndum þau námskeið, Átak gegn einelti, Kompás – Leiðbeinendabók í mannréttindum og sameiginlegar siðareglur fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða hjá aðildarfélögunum.