Jörðin og allt sem henni tilheyrir er sköpun Guðs sem okkur er falin.

KFUM og KFUK vilja í allri starfsemi sinni stuðla að heilbrigðum lífsháttum, varðveislu náttúrunnar og sem bestri umgengni við umhverfið. Þessum markmiðum vill KFUM og KFUK ná með því að fræða ungt fólk um hlutverk okkar sem ráðsmenn á þessari jörð. Jafnframt í öllu starfi félagsins að stuðla að sjálfbærni og halda neikvæðum umhverfisáhrifum í lágmarki.

Markmið umhverfisstefnu KFUM og KFUK:

  • Fræða þátttakendur í starfi félagsins um mikilvægi þess að við göngum á allan hátt vel um umhverfi okkar sem okkur hefur verið falin ábyrgð á.
  • Draga sem mest úr notkun mengandi efna.
  • Stuðla að endurnýtingu úrgangs og flokkun þess sem ekki er hægt að nota.
  • Nýta vatn, mat, orku og önnur gæði eins vel og hægt er.
  • Vernda og efla náttúruna.

Fyrir árið 2020 hafi stjórn KFUM og KFUK og allar starfsstöðvar félagsins sett sér aðgerðaráætlun sem byggist á þessari stefnu. Í áætluninni komi fram markmið, aðgerðir, hver sé ábyrgur fyrir framkvæmd hverrar aðgerðar og hvernig árangur skuli metinn.