Í meira en 100 ár eða frá árinu 1902 hefur KFUM og KFUK haldið vikulega fundi yfir vetrartímann fyrir fullorðna félagsmenn 18 ára og eldri í svokallaðri aðaldeild eða AD. Fundirnir eru kynjaskiptir og nefnast AD KFUK fyrir konur og AD KFUM fyrir karla.

Fundir í aðaldeild eru hefðbundnir og fylgja fundaformi sem hefur haldist að miklu leyti frá upphafi en fundarefni er nútímalegt og fjölbreytt. Almennur söngur og hugleiðing eru fastir liðir á hverjum fundi.

Aðaldeild KFUK heldur vikulega fundi í húsi KFUM og KFUK, Holtavegi 28 í Reykjavík. Allar konur eru velkomnar. Fundirnir eru að öðru jöfnu frá kl. 17:30-18:30 á þriðjudögum en léttar veitingar verða í boði frá kl. 17:00. Sameiginlegir fundir með AD KFUM eru nokkrir fyrir jól og verða þeir að öðru jöfnu kl. 20:00 á fimmtudögum. Vonandi sjá margar félagskonur sér fært að eiga uppbyggilegan eftirmiðdag saman í vetur við kertaljós í kaffiteríunni.

AD KFUK á Facebook

https://www.facebook.com/groups/395987157141690/

Dagskrá

Þri 23

AD KFUK: Biblíulestur

23. október @ 17:30 - 18:30
Þri 30

AD KFUK: Á göngu með Guði

30. október @ 17:30 - 18:30
nóv 08

AD KFUK og AD KFUM: Rauði krossinn

8. nóvember @ 20:00 - 21:30
nóv 10

Jól í skókassa – Lokaskiladagur

10. nóvember @ 11:00 - 16:00
nóv 13

AD KFUK: Sagan og bakvið handverkið

13. nóvember @ 17:30 - 18:30
nóv 20

AD KFUK: Kyrrðarbæn

20. nóvember @ 17:30 - 18:30
nóv 27

AD KFUK: Biblíulestur

27. nóvember @ 17:30 - 18:30
des 01

Basar KFUK

1. desember @ 14:00 - 17:00
des 06

AD KFUK og AD KFUM: Aðventufundur

6. desember @ 20:00 - 21:30