Norrænu KFUM og KFUK félögin starfa saman á margvíslegan hátt enda eru aðstæður á Norðurlöndunum oft sambærilegar.
Norrænn formanna og framkæmdastjórafundur.
Samstarfsvettvangur formanna og framkæmdastjóra KFUM og KFUK félaga á Norðurlöndunum hefur verið virkur um árabil. Á fundum eru fluttar skýrslur félaganna, sameiginleg málefni rædd og stoðir norræns samstarfs styrktar.
Nordic Children and Youth Committee (NCYC) (áður Nordisk börn kommite (NBK))
Samráðsvettvangur norrænu KFUM og KFUK félaganna, fjallað er um norrænt æskulýðsstarf, helstu verkefni og ýmis málefni sem varða börn og unglinga. NCYC skipuleggur einnig Norræna mótið (Nordisk lejr – Nordic Camp).
Norræna mótið (Nordisk lejr – Nordic Camp)
Norræna mótið hefur verið haldið til skiptis á Norðurlöndunum. Norræna mótið var haldið í Vestmannaeyjum árið 2017, Svíþjóð árið 2014, í Danmörku árið 2011 og í Færeyjum í júlí 2009. Fyrsta mótið var haldið árið 1939, þannig að árið 2009 var haldið upp á 70 ára afmæli mótsins. Norrænu mótin eru fyrir 11-16 ára unglinga þar sem á hverju móti er nýtt þema og því er um röð einstakra viðburða að ræða. Þau eru byggð á þeirri hugmynd að kynnast öðrum sem tala annað tungumál og eru frá annari menningu en hafa rætur í sömu sögu. Unglingarnir læra mjög hratt og blandast vel saman. Oft hafa unglingar jafnvel tengst vináttuböndum þvert yfir öll landamæri. Meðal dagskrárliða á norrænum mótum má nefna: Íþróttir, gönguferðir, fræðslustundir, kvöldvökur, sundferðir, dagsferð, næturleik og margt fleira spennandi.