Vorferð aðaldeilda KFUM og KFUK verður fimmtudaginn 14. apríl.
Brottför verður frá Holtavegi 28 kl. 17:30 með rútu.
Útskálakirkja verður heimsótt þar sem Sr. Sigurður Grétar Sigurðsson sóknarprestur flytur ávarp og sýnir kirkjuna.
Kvöldverður verður á Flösinni sem er glæsilegur veitingastaður við Garðskagavita með óviðjafnalegu útsýni, þar sem einnig er byggðasafn sem verður skoðað.
Eftir kvöldverð verður haldið til Hvalsneskirkju þar mun Reynir Sveinsson kynna staðhætti og Sr. Sigurður Grétar hafa hugvekju.
Að lokum verður boðið uppá hressingu í safnaðarheimili Sandgerðis.
Verð er kr. 3.900.- og er innifalið rútuferð, tvíréttaður kvöldveður og kaffihressing.
Allir, bæði konur og karlar hjartanlega velkomnir!
Skrá þarf þáttöku í ferðina.
Skráning fer fram í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK á Holtavegi í síma 588-8899 og einnig á http://skraning.kfum.is/