Frábær skráning var í sumarstarf KFUM og KFUK en 1. skráningardagur var í dag laugardaginn 20. mars. Þrátt fyrir að netskráning hafi sprungið vegna mikils álags þá voru um þúsund börn og unglingar skráð í dag. Á sama tíma í frábæru veðri var vorhátíð KFUM og KFUK bæði á Holtavegi 28 í Reykjavík og í Sunnuhlíð á Akureyri. Mikil stemming var, margt í boði, leiktæki, kaffihús og margt fleira.
Því miður verður netskráning ekki í boði fyrr en eftir helgi.
Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK verður opin á mánudaginn frá kl. 9:00 til 17:00.
Einnig er hægt að send tölvupóst á skraning@kfum.is