Árið 1950 fór hópur KFUM drengja í mikla ævintýraferð til Danmerkur og Svíþjóðar. Var farið út með Gullfossi skipi Eimskipafélagsins og var þetta jómfrúarferð skipsins. Ferðin var afar eftirminnileg og var hennar minnst á fundi Aðaldeildar KFUM 12. febrúar. Einn af leiðtogunum hópsins Páll Friðriksson hafði upphafsorð, Magnús Erlendsson og Theódór Marinósson rifjuðu upp þessa góðu ferð bæði í máli og myndum og sr. Frank M Halldórsson endaði fundinn með hugleiðingu. Nokkrar myndir frá fundinum eru hérna.