Sumarbúðir KFUM og KFUK í Kaldárseli bjóða upp á fimm daga dvöl í sumarbúðunum fyrir 10-12 ára stúlkur með athyglisbrest, ofvirkni (ADHD) og skyldar raskanir. Flokkurinn nefnist Stelpur í stuði. Skráningarform fyrir flokkinn er hér fyrir neðan.

MARKMIÐ

Markmiðið með Stelpum í stuði er að bjóða stúlkurnar velkomnar í sumarbúðir í Kaldárseli þar sem þörfum þeirra verður mætt á skilningsríkan og uppbyggilegan hátt. Öll dagskrá og fræðsla er miðuð útfrá sérþörfum stúlknanna og með það í huga að þær geti notið lífsins og dvalarinnar í sumarbúðunum. Eins og í öllum flokkum okkar í Kaldárseli vinnum við mikið með leik í náttúrunni, persónulega sjálfstyrkingu og félagsleg samskipti. Reynsla okkar sýnir að stelpurnar í þessum hóp eiga oft erfitt með að eignast vini og því höfum við lagt ríka áherslu á að styrkja þær félagslega og hjálpa þeim að skilja hvernig vinátta virkar. Öll þessi markmið nálgumst við útfrá þeim grunni að Jesús elskar okkur eitt og hvert eins og við erum. Við erum fullkomin í hans augum og eigum að bera virðingu fyrir okkur sjálfum, þeim sem í kringum okkur eru og náttúrunni sem Guð skapaði. Þetta er kjarninn í öllu okkar starfi og leik.

AÐSTAÐAN Í KALDÁRSELI

Kaldársel er frábær staður fyrir hressar og skemmtilegar stelpur. Ævintýralegt umhverfið býður upp á óteljandi möguleika til útivistar auk þess sem gaman er að leika inni í íþróttasalnum, spila borðspil, föndra, vinna að listsköpun og margt fleira. Dagsskipulag Kaldársels er afar heppilegt fyrir stúlkur með ADHD vegna þess að ramminn er skýr, þær vita nákvæmlega hvað er að gerast hverju sinni og hvað gerist næst. Dagskráin er skýr og sýnileg alla vikuna. Hvert herbergi hefur tvo kvenkyns foringja sem koma á hverju kvöldi inn til stúlknanna og fara yfir daginn, biðja kvöldbænirnar með þeim og koma þeim í ró. Matartímar eru reglulegir og samanstanda af hollum og ljúffengum máltíðum. Á dagskránni eru fjölmörg tilboð um viðfangsefni sem mæta ólíkum áhugasviðum. Mun fleiri starfsmenn eru í þessum flokk en í hefðbundnum flokkum auk fagteymis sem kemur að öllum þáttum dvalarinnar og því auðveldara að mæta hverri og einni stúlku á hennar forsendum.

UMSÓKNIR

Fyrirkomulag á skráningu í Stelpur í stuði í Kaldárseli (og Gauraflokk í Vatnaskógi) er þannig:

 1. Sótt er um dvöl á heimasíðu KFUM og KFUK. Farið verður yfir umsóknir í þeirri röð sem þær berast og með hliðsjón af markhópi flokksins Stelpur í Stuði. Öllum umsóknum verður svarað.
 2. Forsvarsmenn flokksins yfirfara umsóknir og síðan er haft samband við foreldra þar sem þeim er tilkynnt hvort barnið þeirra kemst í flokkinn eða ekki.
 3. Barnið skráð í flokkinn.

Gert er ráð fyrir að taka á móti 20 stúlkum í flokkinn.

NÁNARI UPPLÝSINGAR

Frekari upplýsingar um starfið í Kaldárseli i má fá í síma 588 8899.
Frekari upplýsingar um ,,Stelpur í stuði“ og starfið í Kaldárseli má fá í síma 588 8899.

SÓTT UM DVÖL

Okkur hefur borist ábending um að umsóknarkerfið virki e.t.v. ekki í Chromevafranum frá Google.

Fylla þarf út eyðublaðið hér fyrir neðan þegar sótt er um pláss í dvalarflokkinn Stelpur í stuði á sérstöku umsóknarformi. Ástæða þess er sú að fara verður yfir umsóknir með tilliti til þess hvort hægt sé að mæta þörfum viðkomandi stúlku nægjanlega vel. Ef stúlka uppfyllir viðmið um aldur og greiningu má gera ráð fyrir að hún fái pláss svo lengi sem hámarksþátttakendafjölda hefur ekki verið náð.

 •   Já
    Nei
 •   Já
    Nei
 •   Já
    Nei


 •   Mikil
    Hæfileg
    Lítil
    Óregluleg
    Mjög óregluleg
 •   Já
    Nei
 •   Já
    Nei
 •   Já
    Nei

 •   Já
    Nei
 •   Já
    Nei
 •   Já
    Nei