Jól í skókassa bæklingurinn tilbúinn til dreifingar

JSKNú er hægt að nálgast bæklinginn: Jól í skókassa í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK á Holtavegi 28. Það má endilega koma og sækja eintök til að dreifa til annarra.

 

Leiðtoganámskeið 24 stundir

24 STUNDIR

Leiðtoganámskeiðið 24 stundir fer fram dagana 17.-18. október n.k. og verður að þessu sinni haldið í Kaldárseli. Námskeiðið er tvískipt og er annars vegar boðið upp á fræðslu fyrir ungleiðtoga 15-17 ára og nýliða í hópi leiðtoga, og hins vegar fræðslu fyrir leiðtoga og forstöðufólk 18 ára og eldra. Námskeiðið er mikilvægur þáttur í þjálfun leiðtoga og eru allir leiðtogar hvattir til að sækja námskeiðið en ekkert námskeiðsgjald er fyrir þá sem taka virkan þátt í deildarstarfi KFUM og KFUK. Nánari upplýsingar má fá hjá æskulýðsfulltrúum félagsins en skráning fer fram inn á http:sumarfjor.is.

AD KFUK ferð í Vindáshlíð 7. október

ViHlíðin mín fríða!

Stjórn Vindáshlíðar býður allar konur velkomnar á fyrsta AD KFUK fund vetrarins sem verður í Vindáshlíð þriðjudaginn 7. október. Rúta fer frá húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 28, kl. 18:00 og er áætluð heimkoma um kl. 23.

AD KFUM ferð í Vatnaskóg 2. október

VaAD KFUM fundirnir hefjast fimmtudaginn 2. október með því að fara í ferð í Vatnaskóg. Farið er frá Holtavegi kl. 18:30. Staðarskoðun og kvöldverður verða í boði. Um efni sér Tómas Torfason nýr framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi. Með hugvekju er Henning Emil Magnússon. Verð er kr. 4.000. og skrá þarf í ferðina fyrirfram hérEinnig er hægt að hringja í s. 588 8899 eða senda póst á skrifstofa@kfum.is.

Allir karlar velkomnir!

Fréttabréf KFUM og KFUK 2. tlb 2014 komið út

 

Annað tölublað KFUM og KFUK á Íslandi er nú komið út og fer í póst til félagsmanna og tengdra aðila á næstu dögum ásamt öðru efni. Fyrir ykkur sem viljið nálgast rafræna útgáfu af blaðinu geta gert það hér.

 

Sköpunargleði hefst á morgun

Á morgun, föstudag, er fyrsta samvera í Sköpunargleði!

Listafl

Það er starf fyrir alla á aldrinum 9-12 ára sem hafa gaman af alls konar list, föndri og að hitta aðra. Starfið verður næstu 8 föstudaga og hefst kl. 14:30 til 15:45 og er haldið í félagshúsi okkar á Holtavegi 28. Þátttökugjald er 3.000 kr.
Áhersla er á listsköpun en einnig fer fram kristileg fræðsla í hvert skipti eins og í öðru æskulýðsstarfi KFUM og KFUK.
Skráning er á petra@kfum.is eða hér.