Auglýst eftir fólki í fjármálaráð KFUM og KFUK á Íslandi

Stjórn KFUM og KFUK á Íslandi leitar að fólki til að sitja í fjármálaráði félagsins. Fjármálaráð er hugsað sem stuðningshópur fyrir gjaldkera stjórnar og fjármálastjóra félagsins.

Leitað er eftir fólki sem hefur mikla þekkingu og reynslu af fjármálum. Ekki er skilyrði að um sé að ræða félagsfólk. Um er að ræða sjálfboðavinnu og gert er ráð fyrir að hópurinn hittist 2-3 á ári og vinni hugsanlega einhverja undirbúningsvinnu milli funda.

Í fótspor Séra Friðriks 27.ágúst

Kyrrðarganga upp Skólavörðustíg, miðvikudaginn 27. ágúst kl. 17:10.

 Þann 27. ágúst 1897 kom Séra Friðrik heim frá Danmörku. Við upphaf göngunnar verða lesnar minningar hans um gönguna frá skipi að heimili móður hans við Skólavörðustíg. Hann lýsir tilfinningum sínum og hugrenningum –kominn heim til Íslands, einbeittur að vinna sitt lífsverk.

 Kyrrðargangan næsta miðvikudag, 27. ágúst, hefst neðri enda Skólavörðustígs og verður gengið að Hallgrímskirkju. Þar verður helgistund sem sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson leiðir.

 Gangan er öllum opin.

Vinsamlegast,
Vinir Friðrikskapellu

Leiðtogar hittast eftir sumarfrí

kickoff14

Í gærkvöldi, 25. ágúst, kom saman hluti af leiðtogum í barna og unglingastarfi félagsins á Holtavegi. Það var frábært að hittast eftir gott sumarfrí til skrafs og ráðagerðar.

Vetrarstarf félagsins mun svo hefjast í næstu viku á tæplega 30 stöðum á landinu. Allar nánari upplýsingar um starfið verða settar hér á heimasíðu félagsins.
KFUM og KFUK er þakklátt öllum þeim sem tilbúnir eru að starfa í ríki Guðs og fyrir félagið að því að boða trúna á Jesú og miðla því til barnanna að þau séu dýrmæt sköpun Guðs.
Þessi vetur leggst vel í okkur með þessa frábæru leiðtoga innanborðs.

Feðgaflokkur í Vatnaskógi

7661363716_0dda739cc9_oÍ lok sumarstarfs bjóða Skógarmenn upp á Feðgaflokk í Vatnaskógi. Flokkurinn er fyrir feður og syni 7 ára og eldri.

Spennandi dagskrá verður í boði, íþróttir, bátar, gönguferðir og ýmsir leikir. Kvöldvökur að hætti Skógarmanna verða á sínum stað. Strákatími með foringjum í íþróttahúsi og spennandi fræðsla fyrir feður.

Ölvers kaffisala sunnudaginn 24.ágúst

Ölver

Hin árlega kaffisala sumarbúða KFUK í Ölveri verður á sunnudaginn 24. ágúst næstkomandi frá kl. 14.00-17:30.

Kaffisalan í Ölveri er annáluð fyrir glæsilegt kaffihlaðborð á sanngjörnu verði til styrktar starfinu í Ölveri. Öll leiktæki verða opin, þar á meðal stærsta hengirúm á Íslandi, candýflos og hoppkastali.

„Heitar stað ég engum ann“ – Dagskrá kvennaflokks Vindáshlíðar

Kvennaflokkur verður haldinn í Vindáshlíð helgina 29.-31. ágúst. Yfirskrift helgarinnar er „Heitar stað ég engum ann“. Allar konur á aldrinum 18-99 ára eru hjartanlega velkomnar. Skráning er í fullum gangi! Verð er 12.900 kr. með gistingu, dagskrá og fullu fæði. Bókanir í síma 588 8899 og hér á kfum.is.

  • Leita á síðunni

  • Dagskrá

  •    september  2014 »
   ÞMiFiLS
   1234567
   89101112
   • Karlaflokkur
   13
   • Karlaflokkur
   14
   • Karlaflokkur
   15
   • Upphafsdagur vetrarstarfs KFUM og KFUK
   161718192021
   22232425
   • NBK-fundur í Svíþjóð
   26
   • NBK-fundur í Svíþjóð
   • Samráðshelgi starfsstöðva
   27
   • NBK-fundur í Svíþjóð
   • Samráðshelgi starfsstöðva
   28
   • NBK-fundur í Svíþjóð
   • Samráðshelgi starfsstöðva
   2930 
  • Æskulýðsvettvangurinn


   KFUM og KFUK á Íslandi er hluti af Æskulýðsvettvangnum.
  • Verkefni