Sjálfboðaliðar á Sæludögum 2014

Undirbúnings- og skipulagsnefnd Sæludaga í Vatnaskógi 2104 óskar eftir sjálfboðaliðum til að starfa á hátíðinni, í hinum ýmsu verkefnum.

Dagskrá Sæludaga 2014

Skógarmenn KFUM ásamt KFUM og KFUK á Íslandi standa fyrir vímulausri fjölskylduhátíð um verslunarmannahelgina undir heitinu Sæludagar í Vatnaskógi.

Dagskrá hátíðarinnar er í anda sumarbúðastarfs KFUM og KFUK og á að höfða til flestra aldurshópa.

7739362654_fa25575bb7_o

 

Heimsþing KFUM í Colorado 29. júní – 6. júlí

IMG_0619

Í gær fóru af stað frá Íslandi á Heimsþing KFUM í Colorado, Jóhann Þorsteinsson, sviðsstjóri æskulýðssviðs og Daníel Bergmann, æskulýðsleiðtogi og „Change Agent“ fulltrúi KFUM og KFUK á Íslandi. Ferðin tók nokkurn tíma en um klukkan fimm í nótt var komið á áfangastað. Hér er að fara hefjast spennandi og áhugaverð dagskrá þar sem meðal annars verður unnið í 70 tuttugu manna hópum að stefnumörkun fyrir Heimssamband KFUM til næstu ára.

Nýr framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi

Tómas TorfasonKæra félagsfólk,

Tómas Torfason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins og tekur formlega við af Gyðu Karlsdóttur þann 11. ágúst nk. Tómas er félagsfólki af góðu kunnugur. Hann þekkir innviði starfsins vel og var formaður félagsins í tíu ár. Við bjóðum Tómas innilega velkominn til starfa og óskum honum velfarnaðar í starfinu.

Fyrir hönd stjórnar KFUM og KFUK á Íslandi,
Auður Pálsdóttir, formaður

Ráðstefna í Strasbourg

World Forum for Democracy (WFD) 2014

Alþjóðaráð KFUM og KFUK hvetur leiðtoga og áhugasamt félagsfólk að sækja um þátttöku á 3. ráðstefnu Evrópuráðsins um ungmennalýðræði. Á ráðstefnunni verður lögð sérstök áhersla á raunverulegt lýðræði og felur þátttakan í sér ýmis skemmtileg verkefni.

Nafn viðburðar: From Participation to Influcence: Can Youth Revitalise Democracy? WFD 2014
Skipuleggjandi: Evrópuráðið (Council of Europe)
Dagsetning: 31. október til 6. nóvember 2014
Staðsetning: Strasbourg, Frakklandi
Kostnaður sem fellur á þátttakanda: 5.000 kr.
Aldurstakmörk: 18-30 ára

Ath! Umsóknarfrestur rennur út sunnudaginn 22. júní, kl. 22:00.

Jón Gnarr heimsótti Vatnaskóg

Jón GnarrJón Gnarr heimsótti Vatnaskóg dagana 14. til 15. júní en hann lét af embætti sem borgarstjóri þann 16. júní þannig að hann varði síðustu dögunum sínum sem borgarstjóri í Vatnaskógi. Skoðaði Jón aðstöðuna, spjallaði við drengina á hátíðarkvöldvöku og vakti mikilla lukku þar sem hann hvatti meðal annars drengina til að setja sér markmið og fylgja þeim.

  • Leita á síðunni

  • Dagskrá

  •    júlí  2014 »
   ÞMiFiLS
    123456
   78910111213
   14151617181920
   212223
   • Norrænt KFUM og KFUK unglingamót í Svíþjóð
   24
   • Norrænt KFUM og KFUK unglingamót í Svíþjóð
   25
   • Norrænt KFUM og KFUK unglingamót í Svíþjóð
   26
   • Norrænt KFUM og KFUK unglingamót í Svíþjóð
   27
   28293031 
  • Æskulýðsvettvangurinn


   KFUM og KFUK á Íslandi er hluti af Æskulýðsvettvangnum.
  • Verkefni