Jólabasar KFUK 29.nóvember

4.533 gjafir bárust til Jól í skókassa

Það þurfti smá krafta til þess að loka gámnum.

Það þurfti smá krafta til þess að loka gámnum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jól í skókassa var haldið í ellefta sinn þetta haustið og voru undirtektar góðar um allt land. Formlegar móttökur voru á tólf stöðum úti á landi fyrir utan lokaskiladaginn í Reykjavík sem var 15. nóvember. Að vanda komu margir við á Holtavegi 28, aðalstöðvum KFUM og KFUM á Íslandi, þann dag. Dyrnar stóðu formlega opnar milli kl. 11 og 16 og fleiri hundruð manns komu og afhentu kassa til söfununarinnar. Samkomuhúsið iðaði af lífi, gleði og eftirvæntingu, börnum og fullorðnum. Stór hópur sjálfboðaliða vann á fullu við að koma kössunum í gegnum verksmiðju jólasveinsins áður en þeim var raðað á vörubretti sem fylltu svo 12 m langan gám. Nú fer gámurinn í langt ferðalag til vina okkar í KFUM og KFUK í Khirovograd í suðurhluta Úkraínu þar sem ástandið hefur síst batnað í síðustu misseri. Þar munu börn á munaðarleysingjaheimilum fá að njóta gjafanna sem og mörg börn með sérþarfir sem mörg hver búa hjá mæðrum sínum.

Lokaskiladagur Jól í skókassa er í dag, laugardaginn 15. nóvember

Frá lokaskiladegi 2013

Frá lokaskiladegi 2013

Í dag, laugardaginn 15. nóvember 2014, er lokaskiladagur Jól í skókassa. Hús KFUM og KFUK á Holtavegi 28, 104 Reykjavík (gegnt Langholtsskóla), verður opið frá kl. 11:00 til kl. 16:00.  Sérstök kynning á verkefninu fer fram, léttar veitingar verða í boði í kaffiteríunni og allir eru hjartanlega velkomnir.

Þegar störfum lauk í gærkvöldi (föstudagskvöldi) var búið að fara yfir 2.690 skókassa svo verkefnið fer vel af stað.

Lokaskiladagur á morgun 15. nóvember

Enn er hægt að gera kassa fyrir verkefnið jól í skókassa og gleðja barn í Úkraínu um jólin. Það verður tekið við kössum á morgun, laugardag, frá kl. 11 til 16 á Holtavegi 28. Við hvetjum alla til að taka þátt og þökkum þeim sem hafa tekið þátt!

Jól í skókassa söfnunin gengur vel

Það má með sanni segja að gleðin er mikil á Holtavegi 28 þessa dagana þar sem fólk flykkist að frá ýmsum stöðum til að skila kössum. Grunnskólar, leikskólar, fjölskyldur og jafnvel starfsmannahópar fyrirtækja hafa tekið sig saman og gert kassa.

Myndir segja meira en nokkur orð og hér má sjá brot af gleðinni bæði í söfnuninni og dreifingunni.

Söfnun 2014

Dreifing 2013

Dreifing 2012

Myndir frá starfi KFUM og KFUK

This slideshow requires JavaScript.

Fundur í Aðaldeild KFUM og KFUK: Heimsókn í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar

Sameiginlegur fundur Aðaldeilda KFUM og KFUK fimmtudaginn 13. nóvember verður í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Nýtt glæsilegt húsnæði skólans verður skoðað og starfsemin kynnt. Umsjón hefur Guðbjörg Aðalbergsdóttir skólameistari. Lokaorð hefur Ingi Bogi Bogason. Fundurinn er bæði fyrir karla og konur. ATH. mæting í skólann sem er strax við annað hringtorg í Mosfellsbæ, skammt frá bensínstöð Olís.

  • Leita á síðunni

  • Dagskrá

  • Æskulýðsvettvangurinn


   KFUM og KFUK á Íslandi er hluti af Æskulýðsvettvangnum.
  • Verkefni