Verndum þau námskeið

Verndum þauVerndum þau námskeið verður haldið 16. september kl. 17:30-20:30 í félagsheimili KFUM og KFUK, Holtavegi 28, 104 Reykjavík.
Skráning og upplýsingar eru í síma 588 – 8899 eða hjá petra@kfum.is
Við skráningu þarf að koma fram nafn, netfang og starfsvettvangur (aðildarfélag ÆV).

Skráningafrestur rennur út 15. september kl. 16.00. Náist ekki 12 manna skráning fellur námskeiðið niður. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu. 

Námskeið um notkun Litla kompás að hefjast

Litli kompasÍ tilefni af útgáfu bókarinnar Litli kompás, handbók um mannréttindamenntun fyrir börn á aldrinum 7 – 13 ára, stendur Æskulýðsvettvangurinn og Félag fagfólks í frítímaþjónustu með stuðningi frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu fyrir fimm námskeiðum í notkun á bókinni.

Kennari á námskeiðinu er Jóhann Þorsteinsson, M.Ed. í menntunarfræðum og sviðsstjóri æskulýðssviðs KFUM og KFUK á Íslandi.

Skráning í mæðgnaflokk Vindáshlíðar í fullum gangi

Helgina 19.-21. september verður mæðgnaflokkur í Vindáshlíð. Allar konur og stúlkur á aldrinum 6 til 99 ára eru meira en velkomnar!

Flokkurinn er skipulagður í anda Vindáshlíðarflokkanna sem eru á sumrin og því kjörið tækifæri fyrir mæðgur að fara saman og upplifa sumarbúðastemmninguna.  Verð er 11.900 kr. á mann með gistingu, dagskrá og fullu fæði. Farið verður á einkabílum í Vindáshlíð.

mæðgnaflokkur

Jól í skókassa söfnun er hafin

Jól í skókassa
Kæru vinir Jól í skókassa. Þrátt fyrir erfitt ástand í Úkraínu og ólgu í austurhluta landsins undanfarna mánuði eru aðstandendur Jól í skókassa í óða önn að skipuleggja söfnunina í haust eins og undanfarin tíu ár. Stjórn verkefnisins fylgist vel með málum í Úkraínu og er í reglulegu sambandi við tengiliði verkefnisins þar til að meta stöðuna. Þörfin fyrir skókassana er síst minni nú en undanfarin ár og á svæðinu þar sem við störfum, í miðhluta landsins, er einnig kominn töluverður flóttamannastraumur.

Heilsudagar karla í Vatnaskógi 12.-14. september 2014

Mynd0263Helgina 12. -14. september verða Heilsudagar karla haldnir í Vatnaskógi.
Heilsudagar eru ætlaðir körlum á aldrinum 17-99 ára.
Tilgangur þeirra er að styrkja líkama, sál og anda.
Líkaminn er styrktur með þátttöku í íþróttum, gönguferðum og vinnu í þágu Vatnaskógar.
Andinn og sálin eru styrkt með erindum, bænastundum, kvöldvöku og messu.
Verð á Heilsudaga karla er kr. 9.900. Hægt er að ganga frá skráningu hér eða í síma 588-8899.

Framkvæmdir að hefjast í Vindáshlíð

Íþróttahús 1

Stórar framkvæmdir munu hefjast í Vindáshlíð nk. þriðjudaginn 9. september. Skipt verður um þak á íþróttahúsinu og verður unnið alla vikuna í þessum framkvæmdum. Til að svona verk vinnist vel og kostnaði er haldið í lágmarki er mikilvægt að fá einstaklinga til að hjálpa okkur að taka þátt í framkvæmdum.

Stjórn Vindáshlíðar kallar eftir sterkum höndum til verka og hver klukkutími sem gefinn er til starfa er vel þeginn. Frjálst er að mæta í Vindáshlíð og einnig er hægt að hafa samband í þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899 ef það vantar far uppeftir.

Margar hendur vinna létt verk!