Myndar úr starfinu

24stundir

Það er alltaf gaman að sjá starfið lifandi í myndum. Hægt er að skoða nýjustu myndir úr Sköpunargleði deildinni, 24 stundum/leiðtogahelginni í Kaldárseli og margt fleira hér á myndasíðu KFUM og KFUK.

Herrakvöld KFUM 30. október

Herrakvöld KFUM verður fimmtudaginn 30. október og hefst dagskrá kl. 19:00. Viðburðurinn er haldin í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 28. Verð er 4.900 kr. – allur ágóði rennur til stuðnings nýjum svefns- og þjónustuskála í Vatnaskógi. Hægt er að skrá sig hér eða í Þjónustumiðstöðinni með því að hringja í s. 588-8899 eða senda póst á skrifstofa@kfum.is.

IMG_5418

AD KFUM fundur í kvöld: Hver á sér fegra föðurland?

Í kvöld kl. 20 er AD KFUM fundur á Holtavegi 28 þar sem yfirskriftin er „Hver á sér fegra föðurland?“ Á ferð um landið með dr. Leifi Þorsteinssyni og Sigríði Sólveig Friðgeirsdóttur. Með stjórn fer Þórarinn Björnsson. Allir karlmenn velkomnir!

Jól í skókassa bæklingurinn tilbúinn til dreifingar

JSKNú er hægt að nálgast bæklinginn: Jól í skókassa í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK á Holtavegi 28. Það má endilega koma og sækja eintök til að dreifa til annarra.

 

Leiðtoganámskeið 24 stundir

24 STUNDIR

Leiðtoganámskeiðið 24 stundir fer fram dagana 17.-18. október n.k. og verður að þessu sinni haldið í Kaldárseli. Námskeiðið er tvískipt og er annars vegar boðið upp á fræðslu fyrir ungleiðtoga 15-17 ára og nýliða í hópi leiðtoga, og hins vegar fræðslu fyrir leiðtoga og forstöðufólk 18 ára og eldra. Námskeiðið er mikilvægur þáttur í þjálfun leiðtoga og eru allir leiðtogar hvattir til að sækja námskeiðið en ekkert námskeiðsgjald er fyrir þá sem taka virkan þátt í deildarstarfi KFUM og KFUK. Nánari upplýsingar má fá hjá æskulýðsfulltrúum félagsins en skráning fer fram inn á http:sumarfjor.is.

AD KFUK ferð í Vindáshlíð 7. október

ViHlíðin mín fríða!

Stjórn Vindáshlíðar býður allar konur velkomnar á fyrsta AD KFUK fund vetrarins sem verður í Vindáshlíð þriðjudaginn 7. október. Rúta fer frá húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 28, kl. 18:00 og er áætluð heimkoma um kl. 23.

  • Leita á síðunni

  • Dagskrá

  •    október  2014 »
   ÞMiFiLS
    12345
   6789101112
   13141516171819
   20212223242526
   2728293031 
  • Æskulýðsvettvangurinn


   KFUM og KFUK á Íslandi er hluti af Æskulýðsvettvangnum.
  • Verkefni