Námskeið fyrir starfsfólk sumarbúða KFUM og KFUK í dag og á morgun
Þriðjudaginn 29. og miðvikudaginn 30. maí verður námskeið fyrir starfsfólk sumarbúða KFUM og KFUK haldið í KFUM og KFUK húsinu við Holtaveg 28 í Reykjavík. Námskeiðið hefst kl. 15:30 báða dagana og stendur fram á kvöld. Skyldumæting er á námskeiðið fyrir [...]
Kynning á Evrópumóti KFUM í Prag 2013
Fyrsti kynningarfundurinn vegna Evrópumóts KFUM í Prag 2013 verður haldinn þriðjudaginn 29. maí kl. 15:15-15:45 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg. Allir sem áhuga hafa á að taka þátt í mótinu sem einstaklingar eða fararstjórar hópa eru hjartanlega velkomnir [...]
Vinningshafar í getraun Skógarmanna KFUM
Skógarmenn KFUM sendu í apríl út kynningarbækling um starfið í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Bæklingurinn var sendur til 10 og 12 ára drengja á suðvesturhorni landsins. Í bæklingnum var stutt getraun um starfið þar sem í fyrstu verðlaun var dvöl í [...]
Skráning í sumarbúðir og leikjanámskeið
Nú eru aðeins þrjár vikur þar til fyrstu flokkarnir halda í sumarbúðir KFUM og KFUK þetta sumarið. Skráning er í fullum gangi enda ennþá hægt að bæta við glöðum og hressum krökkum í marga flokka. Skráning fer fram á skraning.kfum.is.
Birgir í stjórn KFUM í Evrópu
I dag var Birgir Urbancic Ásgeirsson kjörin í stjórn KFUM í Evrópu. Birgir er 25 ára gamall og hefur verið virkur í starfi KFUM og KFUK á Íslandi í mörg ár. […]