Vatnaskógur (Elli talar)

Þriðjudaginn 29. og miðvikudaginn 30. maí verður námskeið fyrir starfsfólk sumarbúða KFUM og KFUK haldið í KFUM og KFUK húsinu við Holtaveg 28 í Reykjavík. Námskeiðið hefst kl. 15:30 báða dagana og stendur fram á kvöld. Skyldumæting er á námskeiðið fyrir starfsfólk allra fimm sumarbúða KFUM og KFUK og eins fyrir þau sem munu annast leikjanámskeið félagsins. 

Á námskeiðinu verður fjallað um brunavarnir og skyndihjálp, Edda Björgvinsdóttir mun tala um húmor á vinnustað, Bára Sigurjónsdóttir lögfræðingur mun kynna nýjar siðareglur sem verið er að innleiða í starfi KFUM og KFUK, Jóhann Þorsteinsson kennari og sviðsstjóri æskulýðssviðs KFUM og KFUK mun kynna og fjalla um kristilega fræðslu í sumarbúðastarfi, Bóas Valdórsson sérfræðingur á BUGL fjallar um samskipti við börn með frávik og Halldór Elías Guðmundsson djákni og æskulýðsfulltrúi KFUM og KFUK mun fjalla um samskipti starfsfólks í sumarbúðastarfi hvort við annað og við þátttakendur í starfinu.

Á námskeiðinu verður mikil áhersla lögð á virka þátttöku og verkefnavinnu, þar sem tekist er á við raunveruleg verkefni og lausnamiðaða greiningu vandamála.

Rétt er að minna á að þeir leiðtogar sem ekki hafa tekið námskeiðið Verndum þau á síðustu þremur árum þurfa að hafa tekið námskeiðið áður en starfið hefst í sumarbúðunum. Næsta námskeið verður mánudaginn 4. júní. Nánari upplýsingar um námskeiðið má fá hjá Hjördísi Rósi æskulýðsfulltrúa KFUM og KFUK, hjordis (á) kfum.is.

Áður en sumarbúðanámskeiðið hefst, kl. 15:15 á þriðjudeginum 29. maí verður stutt kynning á Evrópumót KFUM í Prag 2013.