Vatnaskógur - panorama

Skógarmenn KFUM sendu í apríl út kynningarbækling um starfið í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Bæklingurinn var sendur til 10 og 12 ára drengja á suðvesturhorni landsins. Í bæklingnum var stutt getraun um starfið þar sem í fyrstu verðlaun var dvöl í Vatnaskógi sumarið 2012, í önnur verðlaun var dvöl fyrir tvo í feðga- eða feðginaflokk 2012 og loks var þriðji vinningur boðsmiði fyrir alla fjölskylduna á Sæludaga 2012.

Nú er búið að draga út vinningshafa, sem eru eftirfarandi:

  1. vinningur – Dvöl í Vatnaskógi sumarið 2012 fór til Jökuls Jóhanns Ársælssonar.
  2. vinningur – Dvöld fyrir tvo í feðga- eða feðginaflokki 2012 fór til Sólons Nóa Sindrasonar.
  3. vinningur – Boðsmiði fyrir fjölskylduna á Sæludaga 2012 fór til Haralds Steinars Skúlasonar.

Við óskum þeim hjartanlega til hamingju.