Birgir Urbancic Ásgeirsson

I dag var Birgir Urbancic Ásgeirsson kjörin í stjórn KFUM í Evrópu. Birgir er 25 ára gamall og hefur verið virkur í starfi KFUM og KFUK á Íslandi í mörg ár. Hann var í sumarbúðum félagsins sem barn og hefur auk annarra verkefna verið starfsmaður í sumarbúðum, skipulagt námskeið og ráðstefnur, setið í alþjóðaráði félagsins og tekið þátt í að byggja upp æskulýðsstarf félagsins í Hveragerðiskirkju.

Það er mjög gleðilegt að Birgir skuli hafa verið valinn til nýrra ábyrgðarstarfa og val hans til forystustarfa í Evrópu ber leiðtogaþjálfun okkar á Íslandi gott vitni.