Aðalsíða2025-04-15T18:39:52+00:00
KFUM og KFUK 2025

Jólatónleikar karlakórsins 12. desember

Karlakór KFUM heldur jólatónleika sína 12. desember í húsi KFUM og K við Holtaveg og hefjast þeir kl. 20. Miðar eru að þessu sinni seldir á heimasíðu KFUM; sjá:https://sumarfjor.is/Slot.aspx?id=1331 Vinsamlegast hafið með prentaða kvittun á tónleikana. Einnig eru miðar seldir á skrifstofu félaganna og við innganginn fyrir tónleikana.

ÞAÐ ER LOKSINS KOMIÐ AÐ ÞVÍ að leggja ofnakerfi í Vindáshlíð

Það eru söguleg tímamót að gerast þessa mánuði í Vindáshlíð. ÞAÐ ER LOKSINS KOMIÐ AÐ ÞVÍ að leggja ofnakerfi í Vindáshlíð. Nýlega lagði Kjósahreppur hitavatnslögn upp að Vindáshlíð en eins og ykkur er flestum kunnugt um hefur Vindáshlíð hingað til verið kynt með rafmagni. Framkvæmdirnar eru nú þegar hafnar og [...]

Jól í skókassa, loka skiladagur laugardaginn 10. nóvember.

Þessa vikuna hefur aldeilis verið mikið að gera á Holtaveginum. Skókassar fyrir verkefnið jól í skókassa hafa verið að streyma inn. Við minnum á að loka skiladagurinn er  laugardaginn 10. nóvember.  Þá verður tekið við kössum á Holtaveginum á milli 11:00-16:00. Einnig er hægt að koma með kassa í dag [...]

Hér getur þú skoðað Ársskýrslu 2024-2025

Siðareglur Æskulýðsvettvangsins

Mikilvægt er fyrir öll sem starfa með börnum og ungmennum að vera meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð. Siðareglur þessar gilda fyrir allt starfsfólk og sjálfboðaliða Æskulýðsvettvangins. Þær snúa annars vegar að samskiptum og hins vegar að rekstri og ábyrgð. Gerist aðili brotlegur við reglurnar er heimilt að vísa honum úr starfi, tímabundið eða að fullu.

  • Börn í sumarbúðum
  • Börn í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK
  • Unglingar í fjallgöngu
Fara efst