Það eru söguleg tímamót að gerast þessa mánuði í Vindáshlíð. ÞAÐ ER LOKSINS KOMIÐ AÐ ÞVÍ að leggja ofnakerfi í Vindáshlíð.
Nýlega lagði Kjósahreppur hitavatnslögn upp að Vindáshlíð en eins og ykkur er flestum kunnugt um hefur Vindáshlíð hingað til verið kynt með rafmagni.
Framkvæmdirnar eru nú þegar hafnar og undirbúningsvinna stjórnarinnar er meðal annars að skipuleggja fjáröflun til að kosta þetta stóra verk.
Við þurfum bæði mikið fjármagn og einnig þurfum við margar fúsar hendur til ýmissa verka. Það verða skipulagðir vinnudagar í byrjun nýs árs og munum við láta ykkur vita með dagsetningar þegar nær dregur.
Við tökum glaðar á móti smáum sem stórum gjöfum fyrir þetta þarfa verkefni og látum reikningsnúmerið fylgja hér með:

KFUM og KFUK í Vindáshlíð Kennitala: 590379-0429 Reikningur: 0513-26-790010  IBAN Númer: IS 550515-26-163800 Swift Code: GLITISRE

Einnig munum við vera með söfnun á www.karolinafund.com sem mun fara í loftið  fljótlega og munum við biðja ykkur um að dreifa þeim upplýsingum á alla ykkar vini, fjölskyldu, samstarfs félaga og alla þá sem ykkur dettur í hug innanlands sem utan sem þið teljið að hefðu áhuga á að styrkja þetta þarfa verk.
Við í stjórn Vindáshlíðar erum stoltar og glaðar að taka þátt í þessum sögulegu tímamótum og vonum að þú/þið verðið það líka.

Með kærleikskveðju, f.h. stjórnar Vindáshlíðar Ragnheiður, Signý, Áslaug, Gerður Rós, Linda, Hildur og Pálína