Aðalsíða2025-04-15T18:39:52+00:00
KFUM og KFUK 2025

Fallnir stofnar: AD KFUM – fundur í kvöld, 7. apríl á Holtavegi kl. 20

Í kvöld, fimmtudaginn 7.apríl verður fundur hjá AD (Aðaldeild) KFUM í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28 kl. 20. Yfirskrift og efni fundarins er afar áhugavert: "Fallnir stofnar - Ungir menn sem vonir voru bundnar við en létust innan við þrítugt: Friðrik Ólafsson, Helgi Árnason og Valgeir Skagfjörð." Þórarinn [...]

Breytingar í starfsmannahópnum

Nú um mánaðarmótin lét af störfum hjá KFUM og KFUK á Íslandi, Kristný Rós Gústafsdóttir, æskulýðsfulltrúi. Kristný kom til starfa um mitt síðasta ár en stefnir nú á að flytjast til baka á heimaslóðir í Ólafsvík. Við þökkum Kristnýju ánægjuleg kynni og góð störf í þágu félagsins og óskum henni [...]

Leiksýning Ten Sing miðvikudaginn 6. apríl kl.20 á Holtavegi!

Á morgun, miðvikudaginn 6. apríl, heldur fjöllistahópurinn Ten Sing leiksýningu í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 í Reykjavík kl.20. Ten Sing- hópurinn, sem samanstendur af hæfileikaríkum ungmennum á aldrinum 15-20 ára, er á vegum æskulýðssviðs KFUM og KFUK á Íslandi. Aðgangseyrir á sýninguna er kr. 300. Leiksýningin sjálf [...]

Aðalfundur Skógarmanna

Aðalfundur Skógarmanna KFUM var haldinn 31. mars. Fundurinn var vel sóttur en yfir 60 menn og konur tóku þátt í aðalfundarstörfum. Mikill einhugur var á fundinum og mikill vilji að stuðla vel að starfinu í Vatnaskógi. Í stjórn voru kjörnir þeir Sigurður Grétar Sigurðsson Sigurður Pétursson og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson. [...]

Hér getur þú skoðað Ársskýrslu 2024-2025

Siðareglur Æskulýðsvettvangsins

Mikilvægt er fyrir öll sem starfa með börnum og ungmennum að vera meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð. Siðareglur þessar gilda fyrir allt starfsfólk og sjálfboðaliða Æskulýðsvettvangins. Þær snúa annars vegar að samskiptum og hins vegar að rekstri og ábyrgð. Gerist aðili brotlegur við reglurnar er heimilt að vísa honum úr starfi, tímabundið eða að fullu.

  • Börn í sumarbúðum
  • Börn í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK
  • Unglingar í fjallgöngu
Fara efst