Í kvöld, fimmtudaginn 7.apríl verður fundur hjá AD (Aðaldeild) KFUM í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28 kl. 20.

Yfirskrift og efni fundarins er afar áhugavert: „Fallnir stofnar – Ungir menn sem vonir voru bundnar við en létust innan við þrítugt: Friðrik Ólafsson, Helgi Árnason og Valgeir Skagfjörð." Þórarinn Björnsson, guðfræðingur flytur erindi og hefur umsjá með efni kvöldsins.

Ólafur Sverrisson flytur upphafsorð og stjórnar fundinum, og Gunnar Bjarnason húsasmíðameistari flytur hugvekju. Kaffi og kaffiveitingar verða á boðstólnum að dagskrá lokinni og gestir eru hvattir til að staldra við og eiga saman góða stund.

Allir karlmenn eru hjartanlega velkomnir.