Aðalfundur Skógarmanna KFUM var haldinn 31. mars.
Fundurinn var vel sóttur en yfir 60 menn og konur tóku þátt í aðalfundarstörfum.
Mikill einhugur var á fundinum og mikill vilji að stuðla vel að starfinu í Vatnaskógi.
Í stjórn voru kjörnir þeir Sigurður Grétar Sigurðsson Sigurður Pétursson og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson. Varamenn voru kosnir þeir Magnús Viðar Skúlason og Salvar Geir Guðgeirsson.