Á morgun, miðvikudaginn 6. apríl, heldur fjöllistahópurinn Ten Sing leiksýningu í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 í Reykjavík kl.20.
Ten Sing- hópurinn, sem samanstendur af hæfileikaríkum ungmennum á aldrinum 15-20 ára, er á vegum æskulýðssviðs KFUM og KFUK á Íslandi. Aðgangseyrir á sýninguna er kr. 300. Leiksýningin sjálf er frumsamin af unglingunum í Ten Sing, og einnig lögin sem verða flutt í sýningunni. Ungmennin hafa undirbúið sýninguna síðustu vikur og mánuði, og spennandi er að sjá afraksturinn.
Allir eru velkomnir, en sýningin er fyrst og fremst ætluð unglingum og fullorðnum.
Tilvalið er að koma og sjá hæfileikaríka Ten Sing- hópinn leika listir sína og eiga skemmtilega kvöldstund á Holtavegi á morgun, miðvikudag!