Fréttir

Kvennaflokkur í Ölver 8.-10. september

Höfundur: |2017-08-21T15:17:01+00:0021. ágúst 2017|

Kvennaflokkur í Ölveri verður haldinn í fyrsta skiptið helgina 8.-10. september. Góð næring fyrir líkama, sál og anda. Gönguferðir, uppbyggileg fræðsla, slökun og kyrrð. Allar konur á aldrinum 18-118 ára hjartanlega velkomnar. Verð er kr. 14.800. Skráning fer fram hér eða í [...]

Feðgaflokkur í Vatnaskógi 25. til 27. ágúst

Höfundur: |2017-08-22T19:56:08+00:0021. ágúst 2017|

Nú í lok sumarstarfs bjóða Skógarmenn upp á Feðgaflokk í Vatnaskógi.Flokkurinn er fyrir feður og syni 6 ára og eldri. Spennandi dagskrá verður í boði, íþróttir, bátar, gönguferðir og ýmsir leikir.Kvöldvökur að hætti Skógarmanna verða á sínum stað.Strákatími með foringjum [...]

Kaffisala Hólavatns.

Höfundur: |2017-08-15T10:46:32+00:0015. ágúst 2017|

Árleg kaffisala Hólavatns verður haldin sunnudaginn 20. ágúst kl. 14.30-17.00. Kaffihlaðborð á góðu verði og einnig verður opið á bátana og hægt að njóta þess sem staðurinn hefur upp á að bjóða. Verð fyrir fullorðna er 1.500 kr., börn 6-12 [...]

Kaffisala Ölvers

Höfundur: |2017-08-15T09:56:34+00:0015. ágúst 2017|

Hin árlega kaffisala Ölvers fer fram sunnudaginn 20. ágúst frá kl. 14 - 17. Á kaffisölunni gefst tækifæri á að heimsækja yndislegt umhverfi og húsakost Ölvers, gæða sér á ljúffengum veitingum og  styrkja um leið starfsemina þar. Aðgangseyrir er 2000 [...]

Nú fer að koma að því! – Kvöldvaka sumarbúðanna

Höfundur: |2017-08-14T15:24:18+00:0014. ágúst 2017|

Kvöldvaka sumarbúðanna verður haldin í annað sinn þann 18. ágúst. Fjörið byrjar klukkan 19:00 á grasinu fyrir aftan Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Hoppukastalar, útileikir og andlitsmálning verða í boði að kostnaðarlausu. Sjoppan verður að sjálfsögðu opin og þar [...]

Kaffisala í Vindáshlíð

Höfundur: |2017-08-12T14:04:14+00:0011. ágúst 2017|

Hin árlega kaffisala Vindáshlíðar verður haldin í Vindáshlíð í Kjós sunnudaginn 13. ágúst nk. kl 14-16. Kaffisalan hefst á messu kl. 14 í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð.

Fara efst