Áskorun 2 í fjarfjöri kemur frá KFUM og KFUK á Akureyri. En hún Eydís æskulýðsfulltrúi á Akureyri skorar á okkur að standa á höndum meðan við teljum upp á 15.

Ef þú vilt stig fyrir deildina þína þá er nauðsynlegt að setja myndband af handstöðunni þinni á Instagram merkt #fjarfjor02 ásamt nafni starfsins sem þú tekur þátt í. Einnig má senda myndbandið í tölvupósti á fjarfjor@kfum.is.

Orð dagsins

Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar. Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt.

Matteusarguðspjall 11:28-30

[instagram-feed hashtag=“#fjarfjor02″]