Áður en skráning hefst er mikilvægt að hafa allar upplýsingar við höndina s.s. kennitölu/r þátttakenda og forráðamanna, heimilisföng, símanúmer og kortanúmer. Kerfið gefur ákveðin tíma á hverri síðu og er því mikilvægt að allar upplýsingar sé réttar áður en skráning hefst.
- Veljið fjölda þátttakenda í viðburðinum. Mikilvægt er að vita að greiða verður fyrir alla þátttakendur í einu og því ekki hægt að skipta á mörg kort eða dreifa greiðslum.
- Fyllið út nafn, kennitölu, heimilisfang og símanúmer þátttakenda og forráðamanna. Forráðamenn geta verið einn eða tveir. Ekki er hægt að halda áfram nema minnst einn forráðamaður sé valinn.
- Ef skrá á fleiri en einn þátttakenda er farið í gegnum hvern þátttakenda eins.
- Því næst er upplýsingar um greiðanda settar inn, greiðandi ber ábyrgð á skráningunni og því mikilvægt að allar upplýsingar komi fram. Einnig er mikilvægt að kynna sér skilmála netskráningarinnar.
- Í næst síðasta skrefinu ertu komin(n) á öruggu greiðslusíðu Valitor. Hér setur þú inn kortanúmer, gildistíma og öryggisnúmer. Þessar upplýsingar koma hvergi fram hjá KFUM og KFUK á Íslandi og er því aðeins hjá Valitor.
- Þegar greiðsla gengur í gegn kemur upp síða innan Valitor þar sem boðið er upp á að prenta út síðu, mikilvægt er að þessi síða sé prentuð út þar sem þetta er kvittun fyrir kaupunum og hafa þau því gengið í geng.
- Að lokum birtast upplýsingablöð sem þú getur nálgast fyrir þær sumarbúðir sem þú hefur skráð í. Allar upplýsingar eru þó að finna á síðu fyrir viðkomandi sumarbúðir.