Með því að greiða fyrir viðburð hjá KFUM og KFUK á Íslandi, þá samþykkir þú einnig skilmála okkar.

  1. Vinsamlega athugaðu kvittunina þína, hvort réttar upplýsingar komi þar fram. Ekki er alltaf hægt að laga mistök eftirá.
  2. Ekki er endilega hægt að skipta á milli viðburða eftir á. Við afskráningu er 7000 krónur í 5-7 daga flokka og 2000 krónur í helgarflokka óafturkræft. Fullt gjald er aldrei endurgreitt nema viðburður falli niður.
  3. Ef sá sem greiðir fyrir viðburð gerir það í þeim tilgangi að hagnast sjálfur á því fjárhagslega, áskilur KFUM og KFUK á Íslandi sér rétt til þess að ógilda kaupin.
  4. KFUM og KFUK á Íslandi ber ekki ábyrgð á fötum eða búnaði sem þátttakendur taka með sér á viðburði. Allir þátttakendur eru slysatryggðir.
  5. Meðferð áfengis, tóbaks og vímuefna er bönnuð á öllum viðburðum hjá KFUM og KFUK á Íslandi og ógildir miða.
  6. Á viðburðum KFUM og KFUK á Íslandi eru teknar ljósmyndir sem notaðar eru til birtinga á heimasíðu félagsins. Félagið áskilur sér rétt til að nota myndir teknar í sumarstarfi til kynningar á starfinu en mun ekki selja eða gefa öðrum aðilum leyfi að nota myndir af þátttakendum í starfinu.
  7. Hafi þátttakandi ofnæmi, óþol eða veikindi/sjúkdóma skal senda skriflegt bréf til þjónustumiðstöð KFUM og KFUK á Íslandi minnst 7 dögum fyrir viðburð.
  8. Foreldrar hafa kynnt sér útbúnaðarlista og börnin hafi lágmarksbúnað meðferðis í viðburðinn sem viðkomandi er skráður í.
  9. KFUM og KFUK áskila sér rétt til að vísa þátttakanda úr viðburði, ef hann sýnir af sér hegðun sem skemmir fyrir öðrum, setur dagskrá úr skorðum eða ógnar öðrum þátttakendum eða starfsfólki.  Ekki er hægt að fá þáttökugjald endurgreitt sé þátttakanda vísað úr viðburði á grundvelli þessa ákvæðis.

Mikilvægt er að prenta út kvittun sem boðið er uppá í netskráningarkerfi. Kvittunin er staðfesting fyrir viðburð á vegum KFUM og KFUK á Íslandi. Allar upplýsingar er hægt að fá hjá þjónustumiðstöð í síma 588-8899, einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið skraning(hjá)kfum.is