Í meira en 100 ár eða frá árinu 1902 hefur KFUM og KFUK haldið vikulega fundi yfir vetrartímann fyrir fullorðna félagsmenn 18 ára og eldri í svokallaðri aðaldeild, skammstafað AD. Fundirnir voru lengst af kynjaskiptir, en hafa á síðari árum verið sameiginlegir fyrir öll kyn.

Fundir í aðaldeild eru hefðbundnir og fylgja fundaformi sem hefur haldist að miklu leyti frá upphafi en fundarefni er nútímalegt og fjölbreytt. Almennur söngur og hugleiðing eru fastir liðir á hverjum fundi.

Fundirnir eru öllum opnir óháð félagsaðild.

AD KFUM á Facebook

Dagskrá