Í meira en 100 ár eða frá árinu 1902 hefur KFUM og KFUK haldið vikulega fundi yfir vetrartímann fyrir fullorðna félagsmenn 18 ára og eldri í svokallaðri aðaldeild eða AD. Fundirnir eru kynjaskiptir og nefnast AD KFUK fyrir konur og AD KFUM fyrir karla.
Fundir í aðaldeild eru hefðbundnir og fylgja fundaformi sem hefur haldist að miklu leyti frá upphafi en fundarefni er nútímalegt og fjölbreytt. Almennur söngur og hugleiðing eru fastir liðir á hverjum fundi.
Aðaldeild KFUM heldur vikulega fundi í húsi KFUM og KFUK, Holtavegi 28 í Reykjavík. Fundirnir eru á fimmtudagskvöldum kl. 20:00 nema annað sé tekið fram. Allir karlar eru velkomnir. Eftir fundina er boðið upp á kaffiveitingar gegn vægu gjaldi.
Nokkrum sinnum á ári eru sameiginlegir fundir AD KFUM og KFUK.
AD KFUM á Facebook
https://www.facebook.com/1898891860335157/