Um Halldór Elías

Halldór Elías hefur starfað fyrir KFUM og KFUK með hléum síðan 1991, þegar hann var fyrst starfsmaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Hann hefur leyst af sem æskulýðsfulltrúi, unnið að margvíslegum sérverkefnum, skrifað fræðsluefni og er ábyrgur fyrir handbók fyrir sumarbúðastarfsfólk sem kom fyrst út árið 2001 en hefur farið í gegnum tvær endurskoðanir síðan. Þá hefur Halldór annast námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk, haldið fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir fólk á öllum aldri. Halldór var framkvæmdastjóri Æskulýðsstarf kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum um tíma, framkvæmdastjóri safnaðarstarfs í Grensáskirkju, hefur skrifað kennsluefni fyrir Biskupsstofu, komið að starfsþjálfun djákna fyrir kirkjuna og staðið að námskeiðahaldi og endurmenntun presta og annars starfsfólks í kirkjunni. Síðustu ár hefur Halldór verið prestur í Church of the Redeemer United Methodist Church í Cleveland Heights, Ohio og starfar auk þess sem framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. Halldór lauk BA prófi í djáknafræðum frá HÍ 1997 og hefur síðan öðlast tvær framhaldsgráður í guðfræði með áherslu á safnaðarstarf, skipulag og stjórnun. Hann fékk djáknavígslu í september 1997 og prestsvígslu í United Church of Christ í nóvember 2021.

Basar KFUK

Höfundur: |2016-11-17T13:42:56+00:0015. nóvember 2016|

Basar KFUK 2016 verður haldinn laugardaginn 26. nóvember kl. 14:00-17:00 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg. Hinn árlegi og glæsilegi Basar KFUK verður haldinn laugardaginn 26. nóvember kl. 14-17 í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28. Til sölu [...]

Litla jólabarn – Aðventudagar í Vatnaskógi

Höfundur: |2016-11-11T17:22:59+00:0011. nóvember 2016|

Skógarmenn KFUM bjóða nú í fyrsta skipti uppá aðventudaga í Vatnaskógi. Markmiðið er að bjóða fjölskyldum uppá jólaleg rólegheit í fallegu umhverfi Vatnaskógar. Nánari upplýsingar verða á Litla jólabarn - Aðventudagar í Vatnaskógi á Facebook. Hugmynd af dagskrá Laugardagur 3. desember [...]

Markþjálfun í lífi og starfi – AD KFUK

Höfundur: |2016-11-11T17:11:06+00:0011. nóvember 2016|

Góður og fræðandi fundur verður þriðjudaginn 15.nóv. í AD KFUK. Konur eru hvattar til að koma og njóta kvöldsins. Yfirskrift:  Markþjálfun í lífi og starfi. - Inga Þóra Geirlaugsdóttir og María Sólveig Héðinsdóttir sjá um efnið. - Upphafsorð og bæn: [...]

Fara efst