Um Guðni Már Harðarson

Guðni Már Harðarson er prestur í Lindakirkju í Kópavogi. Hann hefur áratugalanga reynslu í sumarbúðastarfi með börnum og unglingum. Guðni hefur tekið þátt í starfi KFUM og KFUK frá barnsaldri og hefur jafnframt komið að æskulýðsmálum í þjóðkirkjunni með farsælum hætti. Guðni er með guðfræðipróf frá Háskóla Íslands og hefur lokið meistaranámi frá Luther guðfræðiskólanum í Minneapolis.
Fara efst