Nú eru flokkaskrár sumarbúðanna komnar inná www.sumarfjor.is  fyrir sumarið 2018. Sumarbúðir KFUM og KFUK á Íslandi eru fimm; Hólavatn, Kaldársel, Vatnaskógur, Vindáshlíð og Ölver, sem allar eru staðsettar í yndislegu umhverfi. Mikill metnaður er lagður í að ráða gott starfsfólk sem sækir víðtæk námskeið áður en starfið hefst. Í sumarbúðunum er margt í boði og mikið fjör. Það eru spennandi og fjölbreyttir leikir daglega, útivist í fallegri náttúru, íþróttir, listsköpun, kvöldvökur með leikjum, leikritum og söng og fleira. Heimatilbúinn matur er á borðum og matmálstímar allt að fimm sinnum á dag.  Kvölds og morgna heyra krakkarnir biblíusögur, læra söngva og bænir og fyrir svefninn er gjarnan lesin framhaldssaga. Flokkaskrár fyrir leikjanámskeiðin vinsælu í Reykjanesbæ og Kópavogi birtast von bráðar.

Það opnar fyrir skráningar fimmtudaginn 1. mars kl. 13:00. Hægt er skrá að Holtavegi 28, félagsheimili KFUM og KFUK, á www.sumarfjor.is, í síma 588 8899 eða með því að senda tölvupóst á skrifstofa@kfum.is. Skráningar sem berast með tölvupósti eru afgreiddar í lok dags.