Nú er deildarstarf KFUM og KFUK komið í fullan gang á þessum vetri. Í hverri viku undirbúa tæplega 100 leiðtogar vandaða dagskrá fyrir börn og unglinga í rúmlega 30 deildum eða hópum víðs vegar um landið.

Eins og jafnan eru leiðtogarnir okkar á öllum aldri. Yngstu aðstoðarleiðtogarnir okkar eru 14 ára og elstu leiðtogarnir í starfinu orðnir vel rúmlega fimmtugir og með áratuga reynslu í vandaðri og skemmtilegri dagskrá fyrir börn og unglinga.

Hér má finna upplýsingar um deildarstarf félagsins eftir aldurshópum.