Í þessari viku fer deildarstarf KFUM og KFUK á fullt eftir jólafrí. Fyrstu deildarfundir vorannarinnar hefjast í dag, mánudaginn 9. janúar, og svo tekur hver deildin við af annarri eftir því ssem líður á vikuna. Alls verða ríflega 40 deildir á 20 stöðum á landinu í vetur. Upplýsingar um deildarstarf KFUM og KFUK má sjá hér.

Starfið er í höndum frábærra leiðtoga sem hafa undirbúið spennandi dagskrá fyrir krakkana í vetur. Meðal þess sem verður á dagskrá í vetur er Landsmót KFUM og KFUK sem haldið verður í Vatnaskógi fyrir unglingadeildirnar, brennómót yngri deilda KFUM og KFUK og vorferðalag yngri deildanna en þá fá krakkarnir að gista eina nótt í sumarbúðum KFUM og KFUK.

Dagskrár deildanna má finna hér. Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá æskulýðsfulltrúum KFUM og KFUK í síma 588-8899.