Vetrarstarf KFUM og KFUK hefst formlega í þessari viku. Starfið byggir á vikulegum fundum þar sem þátttakendur hittast, syngja saman, fara í leiki, takast á við fjölbreytt verkefni og velta fyrir sér stórum spurningum. Á hverjum fundi er boðið upp á hugleiðingu byggðri á Guðs orði.
Fræðsluefni þessa hausts veltir fyrir sér þjóðgildunum sem mótuðust á fundi 1200 Íslendinga í Laugardalshöll árið 2009 og hvernig þau rýma við kristna boðun.
Öll börn og unglingar á aldrinum 9-15 ára eru velkomin í starf KFUM og KFUK á Íslandi. Þátttaka í starfinu er ókeypis.
Nánari upplýsingar um hvar KFUM og KFUK er með starf má fá á http://www.kfum.is/aeskulydsstarf/.