Æskulýðsráð KFUM og KFUK á Íslandi

Hlutverk æskulýðsráðs er að móta stefnu KFUM og KFUK í æskulýðsmálum í samráði við stjórn félagsins og æskulýðsfulltrúa. Í æskulýðsráði sitja:

 • Gísli Davíð Karlsson formaður
 • Arnór Heiðarsson
 • Ástríður Jónsdóttir
 • Daria Rudkova
 • Jóhann Þorsteinsson

Alþjóðaráð KFUM og KFUK á Íslandi

Innan KFUM og KFUK á Íslandi starfar alþjóðaráð sem leitast við að efla starf KFUM og KFUK á Íslandi á alþjóðavettvangi með þátttöku í námskeiðum, ráðstefnum og öðrum verkefnum sem bjóðast. Ráðið leitast við að auglýsa þau verkefni sem eru í boði og hefur eftirlit með styrkumsóknum fyrir einstök verkefni.
Alþjóðaráð stuðlar að því að þekking sem fæst á erlendum vettvangi sé miðlað innan félagsins og sér til þess að þátttakendur á ráðstefnum/námskeiðum á vegum félagsins fylli út matsblað þar sem þeir segja frá því hvers þeir hafa orðið vísari og hvernig það gæti komið félaginu til góða.

Ráðið leitast við að gera alþjóðlegt starf félagsins sýnilegt og auka þannig meðvitund fólks um að KFUM og KFUK er hluti af stærri heild á heimsvísu. Í alþjóðaráði starfsárið 2014 – 2015 sitja:

 • Tinna Rós Steinsdóttir – tinnarosst (hjá) gmail.com
 • Anna Elísa Gunnarsdóttir – annae89 (hjá) gmail.com
 • Birgir U. Ásgeirsson – birgir (hjá) kfum.is
 • Hildur Björg Gunnarsdóttir – hbg18 (hjá) hi.is
 • Jóhanna Sesselja Erludóttir – lellagella (hjá) gmail.com
 • Sólveig Reynisdóttir – solveig.reynisdottir1 (hjá) reykjavik.is

Ungmennaráð KFUM og KFUK á Íslandi

Ungmennaráð er skipað fulltrúum unglingadeilda KFUM og KFUK á Íslandi. Átta unglingadeildir hafa tilnefnt fulltrúa sína fyrir tímabilið frá landsmóti 2012 fram að landsmóti 2013. Hlutverk ráðsins er að skipuleggja og stýra Landsþingi unga fólksins en það er hluti af landsmóti unglingadeilda ár hvert og fer fram á sunnudagsmorgni. Þá mun ráðið tala máli unglinganna á landsfundi KFUM og KFUK á Íslandi en fundir eru að lágmarki tvisvar á ári, auk vefumræðu í lokuðum hóp á Facebook.  Í ungmennaráði sitja:

 • Alma Lísa Hafþórsdóttir, UD Landakirkju í Vestmannaeyjum
 • Axel Orri Sigurðsson, UD Akureyri
 • Davíð Clausen Pétursson, UD Hveragerði
 • Elísabet Árný Guðjónsdóttir, UD Lindakirkju
 • Hrannar Kristinsson, UD Grensáskirkju
 • Ísak Henningsson, UD Keflavík
 • Kolfinna Rut Haraldsdóttir, UD Lágafellssókn
 • Rebekka Jóhönnudóttir, UD Sandgerði