• 8.flokkur – Dagur 2 Sunnudagur 21. júlí 2019
  Flest börn voru sofandi í morgun (lau) þegar vakið var kl 8:30, þó nokkrir morgunhanar byrjaðir að lesa syrpur eða leggja kapal. Í morgunmatnum kl 9 var morgunkorn á boðstólunum, en venjan er að hafa það í boði annan hvern dag á móti heitu kakói og brauði með áleggi. Við byrjum alla morgna á því […]
 • 8.flokkur – Dagur 1 Laugardagur 20. júlí 2019
  68 hressir krakkar mættu uppí Vatnaskóg um hádegisbil í dag (fös). Soldið ójöfn kynjaskipting, en hér eru 12 stelpur og 56 strákar. Okkur sýnist þau vera að ná vel saman þrátt fyrir margar mismunadi týpur, góð blanda bara Það fyrsta sem við gerðum var að setjast inn í matsal, þar sem við munum borða allar […]
 • Lokadagur í 7. flokki Fimmtudagur 18. júlí 2019
  Í dag er lokadagur 7. flokks í Vatnaskógi. Dagskráin verður fjölbreytt og byrjaði með morgunstund, að loknum morgunverði og fánahyllingu. Eftir hádegisverð verður boðið upp á skemmtilega dagskrá með hópleikum auk þess sem drengirnir munu horfa á kvikmynd um upphaf starfsins í Vatnaskógi. Um kl. 15:00 verður boðið upp á kaffitíma, áður en drengirnir halda […]
 • Flóttinn úr Vatnaskógi Þriðjudagur 16. júlí 2019
  Í gærkvöldi á kvöldvöku brutum við dagskrána upp með ævintýraleiknum "Flóttinn úr Vatnaskógi", þar sem drengirnir safna vísbendingum og læðast fram hjá "gæslufólki" í tilraun sinni til að komast að hliðinu að staðnum. Önnur dagskrá var með hefðbundnara sniði, smíðaverkstæði og bátar, knattspyrna og pool svo fáeitt sé nefnt. Drengirnir voru orðnir mjög þreyttir í […]
 • Fjallganga og kvöldfjör Mánudagur 15. júlí 2019
  Í gær voru tvo stór dagskrártilboð í þessum ævintýraflokki. Strax að loknum hádegisverði héldu tæplega 30 drengir ásamt starfsfólki upp á Kamb, fjallið norðan við Eyrarvatn. Gangan hófst í fallegu og björtu veðri, en rétt um það leiti sem drengirnir náðu tindinum skall á blinda þoka. Drengirnir gæddu sér á súkkulaðibitakökum á tindinum, en náðu […]
 • Fyrsti dagurinn í 7. flokki Sunnudagur 14. júlí 2019
  Nú er fyrsta deginum í öðrum ævintýraflokki sumarsins lokið. Margt var til gaman gert, boðið var upp á leiki, knattspyrnu, frjálsar íþróttir og báta. Kvöldvakan var að venju fjörug, boðið upp á leikrit, framhaldssögu um Najac, 12 ára dreng frá Haiti og loks talaði Hreinn foringi um dæmisögu Jesú um góða hirðinn. Drengirnir voru allir […]
 • Lokadagur í Vatnaskógi Fimmtudagur 11. júlí 2019
  Framundan er lokadagur 6. flokks í Vatnaskógi. Dagskráin verður fjölbreytt og byrjar með Skógarmannaguðsþjónustu í Gamla skála, að loknum morgunverði og fánahyllingu. Síðan tekur við fjölbreytt leikjadagskrá. Eftir hádegisverð tekur við að pakka í töskur, boðið verður upp á hópleiki auk þess sem drengirnir munu horfa á kvikmynd um upphaf starfsins í Vatnaskógi. Um kl. […]
 • Veisludagur framundan Fimmtudagur 11. júlí 2019
  Í dag er veisludagur í Vatnaskógi. Á veisludegi í dag verður boðið upp á víðavangshlaup, sem er 4,2 km hlaup í kringum Eyrarvatn, þar sem keppendur þurfa m.a. að vaða tvo mjög mismunandi árósa, annars vegar mjög grýttan árfarveg og hins vegar sandburð, þá þarf að hlaupa fram hjá kríuvarpi og á leiðinni er mjög […]
 • Vatnafjör í Vatnaskógi Miðvikudagur 10. júlí 2019
  Í gær var enn einn dýrðardagurinn í Vatnaskógi á þessu sumri. Dagskráin var um mest með venjubundnum hætti, frjálsar íþróttir, knattspyrna, skákmót og útileikir voru meðal fjölmargra dagskrártilboða yfir daginn. Þá var jafnframt boðið upp á vatnafjör, þar sem drengjunum var leyft að vaða og synda, stökkva á vatnatrampólíni og fara í ævintýraferð á vatnstuðru […]
 • Allt fer vel af stað í 6. flokki Þriðjudagur 9. júlí 2019
  Fyrsti dagurinn hér í skóginum gekk eins og í sögu, boðið var upp á leiki, knattspyrnu, frjálsar íþróttir og báta. Drengirnir léku sér á kassabílum, einhverjir kíktu út í skóg og skoðuðu skógarkofa og kúluhúsið okkar. Þeir tóku duglega til matar síns, enda boðið upp á dýrindis steiktan fisk í hádeginu og heimabakað brauð og […]
 • Unglingaflokkur Miðvikudagur 10. júlí 2019
  Núna er unglingaflokkur sumarsins hálfnaður og nóg hefur verið um að vera.  Flokkurinn er í ár nokkuð fámennur, en það kemur ekki í veg fyrir skemmtilega dagskrá. Við höfum ýmislegt brallað. Á fyrsta degi var farið í splunkunýjan Amazing Race...
 • Veisludagur í Vindáshlíð Föstudagur 5. júlí 2019
  Í gær var rigningardagur. Við vorum því meira innivið en úti. Við sváfum til tíu vegna þess hve náttfatapartýið kvöldið áður stóð lengi. Í hádegismat var skyr og í útiverunni fórum við í hópleiki í íþróttahúsinu okkar. Í kaffitímanum var...
 • 4. flokkur Miðvikudagur 3. júlí 2019
  Það var eðalhópur stúlkna sem mættí í Hlíðina fyrir hádegi á mánudag. Þær voru augljóslega mjög spenntar fyrir vikunni því um leið og rútan hægði á sér til að beygja í Vindáshlíð brutust út mikil fagnaðarlæti. Eftir að allar höfðu...
 • 3. flokkur Laugardagur 29. júní 2019
  Fimmti dagur í þriðja flokk Vindáshlíðar Dagurinn byrjaði með morgunmat eins og vanalega. Stelpurnar voru hins vegar spenntari en vanalega því það var Veisludagur. Eftir morgunmat og biblíulestur var úrslitaleikur í brennó og allar stelpurnar fóru útí íþróttahús til þess...
 • Fréttatími Föstudagur 28. júní 2019
  Fjórði dagur í þriðja flokk Vindáshlíðar Í morgun voru stelpunar frekar þreyttar en þær voru vaktar um níu. Þær fóru í morgunmat og í dag fengu þær Coco Puffs útaf þær eru búnar að gista í 3 heilar nætur í...
 • Fréttir úr Vindáshlíð Fimmtudagur 27. júní 2019
  Þriðji dagur í þriðja flokk Vindáshlíðar. Dagurinn byrjaði aðeins seinna þar sem að stelpurnar fengu að sofa aðeins lengur því að það var náttfatapartý í gær. Þær borðuðu morgunmat og svo fóru þær útað fána á fánahyllingu. Eftir fánahyllingu fóru...
 • Þriðji flokkur Vindáshlíð. Þriðjudagur 25. júní 2019
  Milli níu og hálf tíu var lagt af stað í Vindáshlíð frá skrifstofu KFUM&K. Um 80 stelpur tóku rútuna upp eftir og biðu spenntar eftir að komast í herbergi.  Stuttu eftir komu í Vindáshlíð var hádegismatur og fengu stelpurnar grjónagraut. ...
 • Veisludagur í Vindáshlíð Fimmtudagur 20. júní 2019
  Jæja, loksins kemur annar fréttapakki úr Hlíðinni. Þessi vika hefur liðið afskaplega hratt, enda er nóg að gera hér á bæ. Stelpurnar skemmta sér vel og veðrið hefur verið alveg hreint ágætt. Meðal þess sem við höfum haft fyrir stafni...
 • 17. júní í Hlíðinni Þriðjudagur 18. júní 2019
  Í gær var eins og flestir muna þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga. Auðvitað héldum við daginn hátíðlegan. Eftir morgunmat héldum við í skrúðgöngu og sungum Öxar við ána. Skrúðgangan endaði upp við fánastöng þar sem við flögguðum íslenska fánanum og svo héldum...
 • Annar flokkur í Vindáshlíð Mánudagur 17. júní 2019
  Annar flokkur sumarsins hófst í gær og telur hann rúmlega 80 stúlkur. Þær hafa flestar komið áður í Vindáshlíð en nokkrar eru að koma í fyrsta sinn. Eftir að stúlkurnar höfðu komið sér fyrir í herbergjum var farið í leik...
 • 7. Flokkur – Dagur 6 Sunnudagur 21. júlí 2019
  Veisludagur! Það var nokkuð hefðbundinn morgun hjá okkur hérna í Ölveri, morgunmatur, tiltekt og morgunstund og brennó. Það var spilað til úrslita í brennókeppninni og því orðið ljóst að liðið Dökk-dökk-dökk-hvítur spilar við foringjana á heimfarardegi. Eftir hádegismat var komið...
 • 7. Flokkur – Dagur 5 Laugardagur 20. júlí 2019
  Furðulegur en kraftmikill dagur í Ölveri í dag. Stelpurnar voru komnar á fætur um kl. 9:30 í morgun og dagskrá morgunsins með fremur hefðbundnu Ölverssniði, morgunmatur, tiltekt, morgunstund og brennó. Eftir hádegismat var blásið til FURÐULEIKA! Stelpunum var þá skipt...
 • 7. Flokkur – Dagur 4 Föstudagur 19. júlí 2019
  Ölversmeyjarnar okkar fengur að sofa út í dag, því var engin formleg vakning heldur fengu stelpurnar að vakna sjálfar þegar lífið fór hægt og rólega að kvikna í húsinu. Þær sem sváfu lengst voru að vakna upp úr kl. 11:00....
 • 7. Flokkur – Dagur 3 Föstudagur 19. júlí 2019
  Hér voru allir vaknaðir um kl. 9:00 í gærmorgun og var morguninn með frekar hefðbundnu sniði, morgunmatur, tiltekt, morgunstund og brennó. Á morgunstundinni lærðu stelpurnar meðal annars stafrófið í íslensku táknmáli og geta þær núna flestar ef ekki allar stafað...
 • 7. Flokkur – Dagur 2 Miðvikudagur 17. júlí 2019
  Viðburðarríkur rigningardagur hjá okkur í Ölveri í dag. Stelpurnar voru vaktar með tónlist um kl. 9:15 í morgun þar sem það var morgunmatur kl. 9:30. Unglingunum okkar fannst pínu erfitt að vakna en voru þó fljótar að sækja brosið og...
 • 7. Flokkur – Dagur 1 Þriðjudagur 16. júlí 2019
  Í dag mættu 30 brosandi unglingsstelpur í Ölver, margar alvanar staðnum en þó nokkrar sem eru að koma í fyrsta skipti. Stelpurnar byrjuðu á því að koma sér fyrir, allar vinkonur saman í herbergi og hingað til eru allir alsælir...
 • Ölver 6. flokkur – Dagur 4 og 5 Föstudagur 12. júlí 2019
  Jæja, þá er veisludagur búinn og komið að brottfarardegi. Dagurinn í gær hófst eins og allir aðrir dagar í Ölveri, með morgunmat, fánahyllingu, morgunstund og brennókeppni. Á morgunstundinni fjölluðum við um það hvernig við eigum að elska náungann eins og...
 • Ölver 6. flokkur – Dagur 3 Fimmtudagur 11. júlí 2019
  Dagurinn í gær var frábær og öll okkar háleitu markmið stóðust. Á morgunstundinni lærðu stelpurnar söguna um týnda sauðinn og hvernig hann gleðst yfir hverri og einni okkar. Þær fengu að sjá skemmtilegt myndband til að festa söguna betur í...
 • Ölver 6. flokkur – Dagur 2 Miðvikudagur 10. júlí 2019
  Stelpurnar vöknuðu hressar og kátar í gærmorgun og tilbúnar í daginn. Sumar vöknuðu reyndar aðeins fyrr en við hefðum viljað en það er eðlilegt á fyrsta degi á nýjum stað og var svo sem ekki við öðru að búast. Dagskráin...
 • Ölver 6. flokkur – Dagur 1 Þriðjudagur 9. júlí 2019
  Í gær komu hingað upp í Ölver 30 dásamlegar stelpur! Við fundum strax í rútunni að þetta ætti eftir að vera góð vika. Í hópnum ríkir jákvæður og góður andi og virðing fyrir staðnum, starfsfólki og ekki síst hvorri annarri....
 • Leikjanámskeið IV – dagur 2 Miðvikudagur 17. júlí 2019
  16. júlí komu krakkarnir hressir og kátir upp í Kaldársel og fengu góðan morgunmat. Í morgunstundinni var sögð sagan um týnda soninn og hlustaðu krakkarnir vel á. Eftir morgunstundina var boðið upp á kókoskúlugerð, smíði og frjálsan tíma. Eftir hádegismatinn...
 • Leikjanámskeið IV – dagur 1 Þriðjudagur 16. júlí 2019
  Um 30 kátir krakkar lögðu af stað í Kaldársel, morguninn 15. júlí. Það var smá rútuvesen í byrjun, en það reddaðist allt saman mjög vel! Krakkarnir fengu góðan morgunmat. Eftir morgunmat var farið á biblíulestur þar sem sögð var sagan...
 • Leikjanámskeið III Föstudagur 12. júlí 2019
  Nú er komið að lokum þriðja leikjanámskeiðs sumarsins og gaman að segja frá því að allt hefur gengið ljómandi vel. Börnin hafa tekið þátt í allskonar ævintýrum, vaðið og dottið í ána, byggt virki og bú, skriðið í hellum og...
 • Grænfáninn í Kaldársel Fimmtudagur 11. júlí 2019
  Í sumar varð Kaldársel fyrst sumarbúða KFUM og KFUK á Íslandi til að taka þátt í Grænfánaverkefninu á vegum Landverndar og þar með tóku fyrstu félagasamtökin þátt í þessu flotta verkefni. Umhverfisnefnd hefur verið mynduð og sitja í henni fulltrúar...
 • Leikjanámskeið II Föstudagur 5. júlí 2019
  Nú er leikjanámskeið II að líða að lokum en það er óhætt að segja að mikil gleði ríki hér meðal baranna í Kaldárseli. Við höfum fengið ágætis veður í vikunni og nú er hlýtt og bjart en nokkur ský á...
 • Veisludagur og heimferð Dvalaflokkur II Föstudagur 28. júní 2019
  Nú fer flokknum fljótlega að ljúka. Vikan er búin að vera viðburðarík og skemmtileg, hópurinn inniheldur fjöruga krakka sem eru bæði dugleg að borða og leika sér. Í gær var veisludagur, hann hófst eins og alla daga á morgunmat og...
 • Dagur 3 Dvalaflokkur II Fimmtudagur 27. júní 2019
  Krakkarnir vöknuðu hress og kát um átta leitið í morgun. Dagurinn hófst með mogunverði sem fylgt var eftir með biblíulestri. Þar fengu þau að heyra söguna um sáðmanninn og sungu hress og skemmtileg Kaldárselslög. Eftir mörgunsöngin fórum við saman niður...
 • Dagur 2 í Dvalaflokk II Þriðjudagur 25. júní 2019
  Krakkarnir vöknuðu hress og kát um átta en fljótlega fór þreyta eftir ævintýri næturinnar að segja til sín svo ákveðið var að hafa rólegan morgun og var ekki morgunmatur fyrr en níu. Eftir morgunmat var biblíulestur þar sem sögð var...
 • Dagur 1 – Dvalaflokkur 2 Þriðjudagur 25. júní 2019
  Flokkurinn byrjaði vel þar sem fullur flokkur af hressum og kátum krökkum mættu í Kaldársel. Þegar mætt var á staðin var börnunum úthlutað herbergi og allir fóru strax í að koma sér fyrir og skoða staðinn. Í hádegismat var boðið...
 • Veisludagur í Kaldárseli Fimmtudagur 20. júní 2019
  Veisludagurinn er nú á enda. Hann hefur verið mjög góður og krakkarnir eru allir farnir sáttir að sofa eftir viðburðarríkan og skemmtilegan dag. Krakkarnir vöknuðu við fagran söng foringjanna og var svo morgunmatur og biblíulestur þar sem sagan um Sáðmanninn...
 • Skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK Þriðjudagur 5. mars 2019
  Skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK hefst í dag þriðjudaginn 5. mars kl. 13:00. Hægt er að skrá í sumarbúðir með því að fara inn á https://sumarfjor.is eða smella hér.
 • Sumarbúðablað KFUM og KFUK Fimmtudagur 22. febrúar 2018
  Sumarbúðablað KFUM og KFUK með upplýsingum um dvalarflokka sumarið 2018 er komið út. Skráning í sumarbúðir félagsins hefst fimmtudaginn 1. mars kl. 13:00 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg í Reykjavík og á vefnum á www.sumarfjor.is. Hægt er að sækja blaðið á pdf-formi á slóðinni http://www.kfum.is/wp-content/uploads/2018/02/Sumarbúðablað_small.pdf.
 • Spennandi sumarvinna hjá KFUM og KFUK Föstudagur 19. janúar 2018
  Á hverju ári ræður KFUM og KFUK á Íslandi mikinn fjölda sumarstarfsfólks til starfa í sumarbúðum og á leikjanámskeiðum félagsins. Um er að ræða spennandi, gefandi og umfram allt fjölbreytt störf í Kaldárseli, Ölveri, Vatnaskógi, Vindáshlíð og á Hólavatni, ásamt leikjanámskeiðum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ. Umsóknarfrestur er til 1. mars næstkomandi með rafrænum umsóknareyðublöðum sem […]
 • Nú fer að koma að því! – Kvöldvaka sumarbúðanna Mánudagur 14. ágúst 2017
  Kvöldvaka sumarbúðanna verður haldin í annað sinn þann 18. ágúst. Fjörið byrjar klukkan 19:00 á grasinu fyrir aftan Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Hoppukastalar, útileikir og andlitsmálning verða í boði að kostnaðarlausu. Sjoppan verður að sjálfsögðu opin og þar verða seldar pulsur, gos, candyfloss og fleira gotterí. Klukkan 20:00 hefst kvöldvakan sjálf, sem mun […]
 • Frumkvöðlaflokkur hafinn Fimmtudagur 8. júní 2017
  Í morgun kl. 9.00 lögðu af stað frá Akureyri 24 frumkvöðlar í þriggja daga flokk á Hólavatni. Um er að ræða 7-9 ára stráka og stelpur sem mörg eru að stíga sín fyrstu skref sem Hólvetningar. Þessi fyrsti flokkur sumarsins er frábrugðinn öðrum flokkum þar sem hann er styttri og endar með því að foreldrar […]
 • Sumarbúðablað KFUM og KFUK 2017 Þriðjudagur 21. febrúar 2017
  Sumarbúðablað KFUM og KFUK með upplýsingum um dvalarflokka sumarið 2017 er komið út. Skráning í sumarbúðir félagsins hefst fimmtudaginn 2. mars kl. 13:00 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg í Reykjavík, í húsi KFUM og KFUK í Sunnuhlíð á Akureyri og á vefnum á www.sumarfjor.is.
 • Sumarvinna hjá KFUM og KFUK 2017 Fimmtudagur 5. janúar 2017
  Á hverju ári ræður KFUM og KFUK á Íslandi mikinn fjölda sumarstarfsfólks til starfa í sumarbúðum og á leikjanámskeiðum félagsins. Um er að ræða spennandi, gefandi og umfram allt fjölbreytt störf í Kaldárseli, Ölveri, Vatnaskógi, Vindáshlíð og á Hólavatni, ásamt leikjanámskeiðum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ. Umsóknarfrestur er til 1. mars næstkomandi með rafrænum umsóknareyðublöðum sem hægt […]
 • Hólavatn: Veisludagur í 4. flokki Föstudagur 1. júlí 2016
  Í dag var veisludagur og var því mikið skemmtilegt brallað. Úr því að myndir segja meira en 1000 orð látum við myndum dagsins það eftir að lýsa stemmningu dagsins hér.  Flokknum lýkur á morgun (föstudagurinn – 1. júlí). Við komum í Sunnuhlíðina kl. 15.
 • Hólavatn 4. flokkur: Dagur að kveldi kominn. Miðvikudagur 29. júní 2016
  Þá er enn einn dýrðardagurinn hér á Hólavatni að kveldi kominn og ekki annað hægt að segja en að veðrið hafi leikið við okkur í dag. Drengirnir voru vaktir klukkan 8: 30 og voru flestir enn þá sofandi fyrir utan örfáa árrisula drengi, sem byrjuðu daginn snemma og lásu Andrésblöð og Syrpur upp í rúmi. […]
 • 4. flokkur: Fyrstu dagarnir á Hólavatni Miðvikudagur 29. júní 2016
  Á mánudaginn komu 35 hressir og fjörugir dregnir á Hólavatn fullir tilhlökkunar. Það var ljóst við brottför að þessum drengjum langaði á báta og vildu veiða, enda hafa foringjarnir leyst mjög margar flækjur :-). Þegar komið var á Hólavatn hófst flokkurinn á kynningu á reglum staðarins og bátareglum sem mikilvægt er að fylgja, að því […]