• Skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK 2021 Mánudagur 1. mars 2021
  Skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK hefst 2. mars kl 13. Upplýsingar um dagskrá sumarsins á https://www.sumarfjor.is.
 • Jólakveðja úr Vatnaskógi Þriðjudagur 22. desember 2020
  https://player.vimeo.com/video/492687396   Kærar þakkir fyrir samveruna í Vatnaskógi. Guð gefi þér og þínum gleðileg jól og blessi þig á komandi ári.
 • Jólakveðja frá Skógarmönnum Þriðjudagur 22. desember 2020
  https://player.vimeo.com/video/492687153   Skógarmenn KFUM þakka þér fyrir samstarf og stuðning við starfið í Vatnaskógi á árinu sem er að líða. Guð gefi þér og þínum gleðileg jól og blessi þig á komandi ári.  
 • Karlaflokkur í Vatnaskógi Föstudagur 28. ágúst 2020
  Dagana 4. - 6. sept. verður karlaflokkur í Vatnaskógi, flokkurinn er ætlaður karlmönnum á aldrinum 18-99 ára er markmiðið að styrkja líkama, sál og anda. Líkaminn er styrktur með þátttöku í íþróttum, gönguferðum og vinnu fyrir Vatnaskóg. Andinn og sálin eru styrkt með erindum, biblíufræðslu, bænastundum, kvöldvöku og guðsþjónustu. Verð er kr. 13.800 Hægt er að […]
 • Línuhappdrætti Skógarmanna 2020 Fimmtudagur 27. ágúst 2020
  Eins og undanfarin ár hafa Skógarmenn KFUM boðið uppá línuhappdrætti til styrktar Skálasjóð Skógarmanna KFUM. - Verum með í að reisa nýjan Matskála í Vatnaskógi - Línan kostar kr. 2.000.- Sala á línum hófst á þann 5. júlí  en dregið verður laugardaginn 5. sept. á veislukvöldi í Karlaflokki. Hámark 500 línur verða seldar en aðeins […]
 • Feðgaflokkur III í Vatnaskógi 2. til 4. október Þriðjudagur 25. ágúst 2020
  Skógarmenn KFUM bjóða uppá Feðgaflokk III í Vatnaskógi 2.- 4.  október. Vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu þá komast færri í feðgaflokka nú en áður en þess í stað eru fleiri flokkar í boði. Feðgaflokkur III verður því í boði dagana 2. til 4. október. Á dagskrá verða íþróttir, gönguferðir, kvöldvökur, fræðslustundir og margt fleira. Verð og […]
 • Síðasti flokkur sumarsins að renna sitt skeið. Fimmtudagur 20. ágúst 2020
  Dagarnir líða hratt, og í gær var veisludagur hér hjá okkur í Vatnaskógi. Á veisludegi er alltaf nóg að gera og voru hápunktar dagsins tveir: Annars vegar er það leikur sem heitir orrusta þar sem hópnum er skipt í tvo lið og fengu óteljandi létta pappírsbolta til að hitta einhver í hinu liðu og skjóta […]
 • 11.flokkur – Dagur 5, Brottfarardagur Föstudagur 14. ágúst 2020
  Það er að koma að lokum hér hjá okkur í 11.flokki. Þetta er búið að vera frábær flokkur, skemmtilegir drengir. Eftir hádegismat förum við að pakka. Því næst förum við í hópleiki og svo er lokasamvera í Gamla skála. Kaffitími er klukkan 15:00 og brottför frá Vatnaskógi klukkan 16:00. Áætluð koma í bæinn er klukkan […]
 • 11.flokkur – Dagur 4, Veisludagur Fimmtudagur 13. ágúst 2020
  Í dag er veisludagur hér hjá okkur í Vatnaskógi. Á veisludegi er alltaf nóg að gera og eru hápunktar dagsins yfirleitt tveir. Annars vegar er það fótboltaleikurinn milli drengja og foringja og svo hins vegar veislukvöldvakan en á henni sjáum við þrjú leikrit, heyrum lokin á framhaldssögunni, afhendum drengjunum bikara fyrir afrek þeirra, sjáum sjónvarp […]
 • 11.flokkur – Dagur 3 Miðvikudagur 12. ágúst 2020
  Þriðji dagur flokksins er gengin í garð og óhætt að segja að það er pökkuð dagskrá framundan. Bátar, smíðaverkstæði, hástökk, knattspyrna, íþróttahús, spil í birkisal, listakeppni og margt fleira. Drengirnir eru duglegir að finna sér eitthvað að gera í frjálsatímanum og það er gott, flottur hópur. Á kvöldvökunni í kvöld verður leikrit, framhaldssaga, söngur og […]
 • Skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK 2021 Mánudagur 1. mars 2021
  Skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK hefst 2. mars kl 13. Upplýsingar um dagskrá sumarsins á https://www.sumarfjor.is.
 • Jólaflokkur II byrjar vel Laugardagur 12. desember 2020
  Laust undir kvöld renndi rúta með 29 æsispenntum stúlkum í hlað í Vindáshlíð. Hópurinn hefur þegar náð vel saman og mikil skemmtun hefur verið fólgin í því a þessu fyrsta kvöldi að finna uppá sameiginlegum vinum þvert á hverfi eða jafnvel Sveitafèlög. Herbergin tóku þátt í sínu fyrsta hópefli í kvöld þegar þau skreyttu piparkökuhús […]
 • Jólagleðin í hámarki Sunnudagur 29. nóvember 2020
  Þvílík helgi! Við sendum þreyttar og sælar stelpur aftur til síns heima í dag eftir tvo sólarhringa í jólalandi Vindáshlíðar, þar sem veðrið sýndi sínar bestu hliðar og jólin voru haldin með pompi og prakt. Aðfangadagur jólaflokksins fór framúr björtustu vonum, þar á meðal þökk sé fullkomnu jolaveðri þar sem allt var að drukkna í […]
 • Jólin koma í Vindáshlíð Laugardagur 28. nóvember 2020
  Fyrsti dagur fyrsta Jólaflokks Vindáshlíðar gekk vonum framar. Það má með sanni segja að jólin séu yfir öllu hér í snævi þakktri Vindáshlíð, þar sem jólalögin óma eftir göngunum og 47 stúlkur á aldrinum 9-11 ára eru að njóta hverrar mínútu! Hèr er öllum Covid-reglum fylgt til hins ítrasta þó búið sé að semja um […]
 • Jólaflokkar fyrir stúlkur í Vindáshlíð Mánudagur 5. október 2020
  Í ár verður boðið upp á tvo jólaflokka í Vindáshlíð sem munu svo sannarlega koma stelpunum í hátíðarskap! Fyrsti flokkurinn (10-12 ára) verður haldin helgina 27.-29. nóvember, og seinni flokkurinn (12-14 ára) verður haldin helgina 11.-13. desember. Það verður mikil jólastemning í hlíðinni með skreytingum, bakstri, hugleiðingum, og stútfullri dagskrá í anda jólanna! Verð í […]
 • 10.Flokkur, Dagur 4 Föstudagur 14. ágúst 2020
  Í dag var annar þemadagur og í þetta skipti var það útileguþema. Foringjar vöktu stelpurnar klæddar í ullarpeysur eða útifötum og voru með lífið er yndislegt í hátalara. Morgunmatur gekk eins og venjulega enn vegna þess að veðrið var ekki alveg í liði með okkur ákváðum við að hafa fánahyllinguna inni. Biblíulestur kláraðist og fóru […]
 • 10.Flokkur, Dagur 3 Fimmtudagur 13. ágúst 2020
  Í dag var Harry Potter dagur og voru stelpurnar vaktar og fengu öll herbergin bréf frá Hogwarts. Þegar þær gengu inn í matsal til að fara í morgunmat tók á móti þeim skreyttur salur. Næst fóru þær í fánahyllingu, biblíulestur og Íþróttakeppnir ( húshlaup og buxnakeppni ). Í hádegismat tóku karakterar úr Harry Potter myndunum […]
 • 10.Flokkur, Dagur 2 Miðvikudagur 12. ágúst 2020
  Í dag var mamma mía þemadagur þannig að stelpurnar voru vaktar með gangandi hótelgestum og Super Truper í hátalarakerfi, alltaf fjör í hlíðinni. Næst tók við morgunmatur þar sem foringjar byrjuðu skemmtidagskrá dagsins með því að vera með svokallaða tella novella þætti, fánahylling og biblíulestur. Fyrir hádegismat var svo haldið áfram með íþróttakeppnir (jafnvægiskeppni, broskeppni […]
 • 10.Flokkur 2020 Dagur 1 Þriðjudagur 11. ágúst 2020
  Í dag komu 80 hressar stelpur í hlíðina til okkar. Eftir að stelpurnar fengu að vita herbergin sín og koma sér fyrir var hádegismatur í matinn var kjúlli og franskar. Eftir hádegi var dálítill frjáls tími þar sem stelpurnar tóku sig saman og fóru í einn stórann löggu og bófa leik um húsið. Næst á […]
 • Fréttir úr Vindáshlíð Föstudagur 7. ágúst 2020
  Í gær sváfum við aðeins lengur en venjulega útaf náttfatapartýinu sem var kvöldið áður, við vöknuðum því hálf 10. Þegar stelpurnar höfðu burstað tennur og klætt sig fóru þær í morgunmat og þaðan upp að fána. Svo var biblíulestur þar sem við ræddum um bænina og bænasvör. Það er gaman hvað þær eru duglegar að […]
 • Skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK 2021 Mánudagur 1. mars 2021
  Skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK hefst 2. mars kl 13. Upplýsingar um dagskrá sumarsins á https://www.sumarfjor.is.
 • Skráning hefst 2.mars 2021! Sunnudagur 14. febrúar 2021
    Við erum mjög spennt fyrir komandi sumri. Fjölbreyttir flokkar verða eftir sem áður í boði fyrir stelpur á aldrinum 7-15 ára auk leikjanámskeiðs fyrir öll kyn í lok sumars. Frábært og reynslumikið starfsfólk verður á staðnum, fjölbreytt og spennandi dagskrá í dásamlegu umhverfi í faðmi fjalla 😉
 • Leikjanámskeið 16.-20.ágúst 2021 Sunnudagur 14. febrúar 2021
    Ölver ætlar að bjóða upp á leikjanámskeið öðru sinni fyrir börn á aldrinum 6-9 ára sem eru búsett á Akranesi, Borganesi og nánasta umhverfi. Þetta verða sannkölluð ævintýranámskeið í dásamlegu umhverfi og fallegri náttúru. Rútuferðir verða frá Akraneskirkju kl. 09:00 en foreldrum er einnig frjálst að keyra börnin sín upp eftir og sækja. Á […]
 • 10.flokkur – dagur 4 og 5 Laugardagur 8. ágúst 2020
  Á furðufatadeginum í gær var keppt í Ölversleikunum eftir hádegismat. Meðal keppnisgreina var húllaþraut, cheerios-talningar, jötunfata, ljóðakeppni, sippkeppni, boðhlaup, kjötbollukast og þriggjastaðahlaup. Eftir kaffitímann var hæfileikakeppni og nammispurningakeppni (þar sem endaði með að allar stelpurnar fengu smá nammi). Eftir kvöldmatinn var vegleg kvöldvaka þar sem tvö herbergi sáu um að sýna leikrit og vera með […]
 • 10.flokkur – Dagur 2-3 Föstudagur 7. ágúst 2020
  Mikið hefur drifið á daga okkar hér í Ölveri. Á miðvikudaginn var keppt í Top model þar sem herbergin fengu ákveðna hluti til að vinna með og nota fyrir módelið sitt. Síðan fengu módelin að ganga sýningarpallinn og sýna flottu búningana sem herbergjunum tókst að gera. Á miðvikudaginn var einnig farið í ævintýraleik þar sem […]
 • Fyrsti dagurinn í 10.flokk í Ölveri Miðvikudagur 5. ágúst 2020
  Í gær mættu 46 yndislegar stelpur í Ölver. Þeim var skipt niður í herbergi við komuna og fengu allar vinkonur að vera saman í herbergi eins og venjan er. Eftir að allar höfðu komið sér fyrir var pasta í hádegismat. Að hádegismat loknum fóru stúlkurnar út í gönguferð og fengu að kynnast svæðinu, ásamt því […]
 • 9. flokkur – Dagur 3-4 Fimmtudagur 30. júlí 2020
  Veisludagurinn var heldur betur skemmtilegur. Stelpurnar fengu að sofa pínu lengur en daginn áður til að jafna sig eftir náttfatapartýið og svo hófst bara hefðbundin morgundagskrá, þ.e. morgunmatur, fánahylling, tiltekt, morgunstund og brennókeppni. Á morgunstundinni fengu stelpurnar að heyra söguna um týnda sauðinn og hvernig enginn er mikilvægari en annar í augum Guðs. Eftir hádegismat […]
 • 9. flokkur – Dagur 2 Miðvikudagur 29. júlí 2020
  Gærdagurinn var alveg frábær! Eftir að stelpurnar höfðu allar tekið til í herbergjunum sínum og gert hreint og fínt fyrir stjörnugjöf var haldin morgunstund. Á morgunstundinni lærðu þær um það hvernig allir eiga skilið sömu virðingu og að framkoma okkar eigi að einkennast af kærleika sama hver á í hlut. Þetta kemur vel fram í […]
 • 9. flokkur – Dagur 1 Þriðjudagur 28. júlí 2020
  Í gær komu hingað í Ölver 48 hressar stelpur til að dvelja hér í nokkra daga. Ölver tók á móti þeim í sínu besta formi með sól og blíðu í stíl við stelpurnar sem virtust allar í sólskinsskapi og til í ævintýrin framundan. Við byrjuðum á að skipta þeim öllum niður í herbergin sex. Allar […]
 • 8. Flokkur – Dagur 6 Sunnudagur 26. júlí 2020
  Stelpurnar vöknuðu um kl. 9:30 morgun. Morguninn var til að byrja með frekar hefðbundinn, við byrjuðum á morgunmat, fánahyllingu og tiltekt en þegar kom að morgunstund fóru hlutirnir að ruglast eitthvað aðeins. Í fyrsta lagi var morgunstundin haldinn í matsalnum en ekki í samverusalnum á efri hæðinni, í öðru lagi var forstöðukonan alein með hópinn, […]
 • Skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK 2021 Mánudagur 1. mars 2021
  Skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK hefst 2. mars kl 13. Upplýsingar um dagskrá sumarsins á https://www.sumarfjor.is.
 • 5. flokkur – Leikjanámskeið Fimmtudagur 9. júlí 2020
  Um 40 hressir og kátir krakkar lögðu af stað í Kaldársel mánudaginn 6 júlí. Þegar komið var upp í Kaldársel beið þeirra morgunmatur og við tók morgunstund þar sem krakkarnir sungu fullt af lögum og heyrðu svo söguna um týnda soninn. Krakkarnir fengur skoðunarferð um Kaldársel og farið var í ýmsa leiki. Eftir leikina var […]
 • Dagur 3 í afmælisflokki Miðvikudagur 24. júní 2020
  Hér hefur verið líf og fjör í morgun. Eftir að hafa horft á hvernig mannfólkið fór með jörðina í framtíðarmyndinni um litla ruslavélmennið Wall-E fóru allir beint að sofa, enda fólk orðið þreytt. Í morgun sváfum við örlítið lengur en venjulega og allir vöknuðu hressir og kátir og fóru í algeran rugl dag. Byrjuðum á […]
 • Afmælisflokkur dagur 1 og dagur 2 Miðvikudagur 24. júní 2020
  Í gærmorgun kom rúta full af frábærum krökkum hingað í Kaldársel. Hér eru orkumiklir einstaklingar á ferð í bland við rólyndari týpur en öll eiga þau það sameiginlegt að vera einstaklega glöð, hjálpsöm og góð hvert við annað. Það gengur ekki endilega vel að fá þögn þegar vantar að koma upplýsingum til skila því hér […]
 • 2. flokkur 2020 – Fimmtudagur Föstudagur 19. júní 2020
  Í morgun fengu krakkarnir að sofa aðeins lengur en vanalega. Eftir morgunmat var morgunstund þar sem við lærðum að Guði finnst við vera frábær alveg eins og við erum, í huga hans erum við nákvæmlega eins og við eigum að vera. Eftir söguna nefndu allir einn hlut sem gerir þau frábær. Eftir morgunstund fóru allir […]
 • 2. flokkur 2020 – Miðvikudagur (17. júní) Fimmtudagur 18. júní 2020
  Hæ, hó, jibbí jeij! Það er kominn 17. júní! Í morgun þurfti að vekja flesta krakkana, sem sváfu vel eftir langan dag í gær. Í morgunmat beið þeirra hátíðarmorgunmatur í tilefni af 17. júní, weetos hafði bæst við morgunverðarúrvalið, öllum til mikillar gleði. Það var líka í boði að fá sér hefðbundið morgunkorn eða hafragraut […]
 • 2. flokkur 2020 – Þriðjudagur Miðvikudagur 17. júní 2020
  Í morgun voru krakkarnir spenntir að byrja daginn og það voru allir vaknaðir snemma. Í morgunmat var boðið upp á morgunkorn og hafragraut, en grauturinn er vinsæll hjá krökkunum og hann kláraðist upp til agna. Eftir morgunmat var farið á morgunstund þar sem við sungum saman og hlustuðum á fræðslu um sr. Friðrik Friðriksson, sem […]
 • 2. flokkur 2020 – Mánudagur Þriðjudagur 16. júní 2020
  Tæplega 40 hressir krakkar komu í Kaldársel í gær. Hópurinn er skemmtilega samsettur af krökkum sem hafa komið áður í Kaldársel og nýjum krökkum, og kynjaskiptingin er u.þ.b. jöfn. Fyrst fengu þau smá skoðunarferð um húsið og útisvæðið, en hér er til dæmis hægt að vaða í ánni, leika með búdót í búum og virkjum […]
 • Óbreytt sumarstarf KFUM og KFUK í sumar Föstudagur 24. apríl 2020
  Í samræmi við auglýsingu heilbrigðisráðherra 21. apríl síðastliðin, þá stefnir KFUM og KFUK á Íslandi að því að hafa óbreytt sumarstarf fyrir börn í sumarbúðum og á leikjanámskeiðum sumarið 2020. Unnið er að því að skerpa allt verklag í sumarbúðum félagsins þegar kemur að þrifum og sóttvörnum. Jafnframt verður farið sérstaklega yfir vinnuferla starfsfólks til […]
 • Skráning í sumarbúðir hefst 3. mars Laugardagur 22. febrúar 2020
  Skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK hefst 3. mars kl 13. Upplýsingar um dagskrá sumarsins á https://www.sumarfjor.is.
 • Skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK 2021 Mánudagur 1. mars 2021
  Skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK hefst 2. mars kl 13. Upplýsingar um dagskrá sumarsins á https://www.sumarfjor.is.
 • Meistaraflokkur – Hólavatn – Dagur 2 Miðvikudagur 29. júlí 2020
  Fyrsti morguninn gekk afar vel hér í meistaraflokki. Krakkarnir voru vaktir kl. 09:00, morgunmatur 09:30 og morgunstund í kjölfarið. Fram eftir degi var dagsskráin í þægilegri kantinum. Byrjað var á Varúlf niðri í Holy Water eftir hádegismat og eftir hádegi nutu krakkarnir þess að fara á báta, spjalla, vera úti og vera saman. Þetta breyttist […]
 • Meistaraflokkur – Hólavatn – Dagur 1 Þriðjudagur 28. júlí 2020
  Í gær komu 16 virkilega hressir og áhugasamir unglingar í blíðskaparveðri hingað á Hólavatn. Þeim var skipt niður í þrjú herbergi: Strákarnir voru í Hólsgerði en stelpurnar í Hólum og Hólakoti. Hópurinn er mjög fjölbreyttur, flest þeirra hafa komið áður og mörg oftar en einu sinni en einnig eru nokkrir sem eru að koma í […]
 • 7. flokkur – Hólavatn – Dagur 4 og 5 Laugardagur 25. júlí 2020
  Síðasti heili dagur flokksins, svokallaður veisludagur, hófst með ristuðu og brauði í kakó sem er hefð hér á Hólavatni. Eftir matinn og morgunstund fengu stúlkurnar tíma til að undirbúa atriði fyrir hæfileikasýningu sem síðan var haldin eftir hádegismat. Stúlkurnar létu ljós sitt skína og það var virkilega gaman að sjá hvað þær sýndu mikið hugrekki […]
 • 7. flokkur – Hólavatn – Dagur 3 Laugardagur 25. júlí 2020
  Á miðvikudeginum voru stúlkurnar vaktar kl. 9:00 og eftir hefðbundinn morgun með morgunmat, fánahyllingu, morgunstund og frjálsum tíma var hádegismatur. Að þessu sinni var boðið upp á mjólkurgraut sem var afar vinsæll. Eftir matinn skoruðu foringjarnir á allan hópinn í fótbolta. Keppnin var mjög spennandi og foringjar unnu að lokum í vítaspyrnukeppni. Sólin tók svo […]
 • 7. flokkur – Hólavatn – Dagur 2 Miðvikudagur 22. júlí 2020
  Stúlkurnar voru vaktar kl. 8:30 á sólríkum þriðjudagsmorgni. Margar voru ennþá sofandi en einhverjar höfðu vaknað fyrr og héldu sig þá inn í herbergjum og pössuðu að vekja ekki hinar. Þá var haldið í morgunmat og á morgunstund þar sem þær horfðu á stutt myndband um Sr. Friðrik Friðriksson sem stofnaði KFUM og KFUK. Bátarnir […]
 • 7. flokkur – Hólavatn – Dagur 1 Þriðjudagur 21. júlí 2020
  Á mánudagsmorgni stigu 18 spenntar stúlkur út úr rútunni hér á Hólavatni tilbúnar í að upplifa ævintýri í sumarbúðum. Eftir að búið var að fara í gegnum helstu reglur á staðnum var þeim skipt niður á herbergi og að sjálfsögðu passað að vinkonur væru saman. Þær fengu svo tíma til að kynnast, skoða staðinn og […]
 • 6. flokkur, dagur 4 Föstudagur 17. júlí 2020
  Veisludagur! Í dag var veisludagur en það er þegar við á Hólavatni höldum síðasta heila dag flokksins hátíðlegan. Við fengum hátíðar morgunmat, gerðum okkur til fyrir daginn, fórum á fánahyllingu og á morgunstund. Eftir morgunmat spilað Quidditch fram að hádegismat. Í ljós kom að herberið Tjarnir vann keppnina eftir nauman sigur á Hólum. Eftir að […]
 • 6. flokkur, dagur 3 Miðvikudagur 15. júlí 2020
  Þriðji dagur hófst í morgun við lög úr Litlu hafmeyjunni. Það voru hressar stelpur sem fóru á fætur spenntar fyrir nýjum degi á Hólavatni. Stelpurnar fóru í morgunmat og svo var smá tími til að ganga frá í herbergjum. Eftir það var fánahylling og morgunstund. Eftir morgunstundina var önnur umferð leikin í Quidditch fram að […]
 • 6. flokkur, dagur 2 Þriðjudagur 14. júlí 2020
  Í morgun vöknuðu stelpurnar við lög úr Lion King, hressar eftir góðan nætursvefn. Þær gerðu sig til fyrir daginn og fóru í morgunmat. Síðan var tiltekt í herbergjum (enda mörg herbergi spennt fyrir stjörnukeppninni), farið á fánahyllingu og svo á morgunstund. Eftir morgunstundina byrjaði fyrsta umferð í Quidditch, þar sem stelpurnar léku á milli herbergja. […]