• Unglingaflokkur – Fjórða frétt, EL Finale Sunnudagur 18. ágúst 2019
  Það er komið að lokum hér í Vatnaskógi þetta sumarið. Þetta er síðasti hefðbundni dvalarflokkurinn en framundan eru fermingarnámskeið og helgarflokkar. Í gær var veisludagur. Við héldum Pride daginn hátíðlegan með Vatnaskógur-Pride göngu frá íþróttavellinum og að gamla skála þar sem við flögguðum Pride fánanum og sprengdum confetti. Það var gaman að sjá krakkana stjórna […]
 • Unglingaflokkur – Þriðja frétt Fimmtudagur 15. ágúst 2019
  Í nótt var boðið upp á að gista úti undir berum himni. 70% af flokknum þáði það. Þau klæddu sig vel, tóku svefnpoka og kodda og lögðu af stað út í skógarkirkjuna í Vatnaskógi. Unglingarnir sem sváfu úti sofnuðu rétt eftir miðnætti og vöknuð milli fimm og sex um morguninn. Þá færðu þau sig yfir […]
 • Unglingaflokkur – Önnur frétt Miðvikudagur 14. ágúst 2019
  Unglingaflokkur heldur áfram hér í Vatnaskógi. Í dag skín sólin og norðaustanáttin er ekki eins sterk og síðustu daga. Við ætlum að reyna hafa vatnafjör og stuð eftir hádegi þrátt fyrir smá kulda. Við höfum þá reglu að ef þú ferð út í Eyrarvatn þá er skylda að fara í heitupottana beint eftir á. Við […]
 • Unglingaflokkur – Fyrsta frétt Þriðjudagur 13. ágúst 2019
  Í gær komu um 40 unglingar í Vatnaskóg, strákar og stelpur. Þau munu njóta þess að vera hér í Vatnaskógi í sjö daga. Þetta er lengsti flokkur sumarsins. Fyrsti dagurinn var með hefðbundnu sniði. Við fengum sænskar kjötbollur í hádegismatinn. Í kaffitímanum var yogúrtkaka, kryddbrauð og skyrdrykkur, og í kvöldmatinn var Tortilla með öllu tilheyrandi. […]
 • Lokadagur 10. flokks í Vatnaskógi Föstudagur 9. ágúst 2019
  Framundan er lokadagur 10. flokks í Vatnaskógi. Dagskráin verður fjölbreytt og byrjar með morgunstund í Gamla skála að loknum morgunverði og fánahyllingu, en á stundinni verður horft á stutta fræðslumynd um líf og starf Sr. Friðriks Friðrikssonar. Að myndinni lokinni munu drengirnir pakka í töskur. Þá tekur við frjáls dagskrá fram til hádegis, þar sem smíðaverkstæðið […]
 • Veisludagur 10. flokks í Vatnaskógi Fimmtudagur 8. ágúst 2019
  Framundan veisludagur í Vatnaskógi. Að morgni dags verður boðið upp á brekkuhlaup, sem er 1.6 km hlaup upp að hliðinu að staðnum. Eftir hádegi verður drengjunum boðið upp á fjölbreytta dagskrá með frjálsum íþróttum, hægt verður að spila körfubolta í íþróttahúsinu, smíðaverkstæðið verður opið, málmleitartækin verða til staðar og margt fleira. Síðar í dag verður […]
 • Í upphafi annars dags í 10. flokki Miðvikudagur 7. ágúst 2019
  Fyrsti dagurinn hér í skóginum gekk eins og í sögu, boðið var upp á leiki, knattspyrnu, kúluvarp og báta. Fjölmargir drengir nýttu tækifærið og stukku út í vatnið og nutu góða veðursins niður við bryggju fyrri hluta dagsins. Óformleg könnun á kvöldvöku leiddi jafnframt í ljós að allir drengirnir höfðu farið út í bát í […]
 • 10. flokkur sumarsins hefst í dag Þriðjudagur 6. ágúst 2019
  Tíundi flokkur í Vatnaskógi hefst síðar í dag, 6. ágúst. Á svæðinu þessa vikuna verða tæplega 50 drengir og rúmlega 15 starfsmenn og sjálfboðaliðar. Fyrir foreldra og forráðamenn sem eru ennþá að skipuleggja ferðina og pakka með aðstoð drengjanna, þá eru allar helstu upplýsingar á slóðinni https://vatnaskogur.is/vatnaskogur-upplysingar-fyrir-foreldra-og-forradamenn/. Starfsfólk sem annast dagskrá og umönnun drengjanna eru […]
 • Lokadagur 9. flokks í Vatnaskógi Þriðjudagur 30. júlí 2019
  Framundan er lokadagur 9. flokks í Vatnaskógi. Dagskráin verður fjölbreytt og byrjar með kvikmyndasýningu í Gamla skála að loknum morgunverði og fánahyllingu. Að myndinni lokinni munu drengirnir pakka í töskur. Þá tekur við frjáls dagskrá fram til hádegis, bátar og íþróttahúsið verða opið. Í hádegisverð verða hinar sívinsælu Vatnaskógarpizzur. Eftir hádegismat boðið síðan boðið upp á […]
 • Veisludagur í Vatnaskógi Mánudagur 29. júlí 2019
  Í dag er veisludagur í Vatnaskógi. Á veisludegi í dag verður boðið upp á brekkuhlauð, sem er 1.6 km hlaup upp að hliðinu að staðnum. Nú í morgunsárið er einnig boðið upp á úrslitaleikinn í Kristalbikarnum í Vatnaskógi. Eftir hádegi verður drengjunum boðið að vaða og stökkva í vatnið enda er spáð allt að 23 […]
 • Fréttir úr 10. flokki Föstudagur 16. ágúst 2019
  Fréttir síðustu tveggja daga Á miðvikudaginn var öll morgundagskrá eins og venjulega, morgunmatur – fánahylling – biblíulestur – frjálstími/brennó/íþróttir. Í hádegismat var skyr og brauð. Um tvö leytið var haldið í ævintýragöngu um skóginn okkar. Þar hittu stelpurnar nokkrar ævintýrapersónur...
 • 10. flokkur Miðvikudagur 14. ágúst 2019
  Frétt sem fór ekki inn í gær – afsakið það. Í gær (mánudag) komu hingað 82 stúlkur. Flestar hafa komið áður en nokkrar eru að koma hingað í fyrsta sinn. Eftir að stúlkurnar höfðu komið sér fyrir í herbergjum var...
 • 9. flokkur – Veisludagur og brottfarardagur Laugardagur 10. ágúst 2019
  Í gær, föstudag, var veisludagur í Vindáshlíð. Í morgunmat máttu stelpurnar fá cocoa puffs í tilefni þess að þær voru orðnar Hlíðarmeyjar en þegar maður hefur gist þrjár nætur í Vindáshlíð má maður formlega bera það nafn. Eftir morgunmat, fánahyllingu...
 • 9. flokkur – Dagur 3 Föstudagur 9. ágúst 2019
  Yndislegur dagur í gær og við vöknuðum aftur við glampandi sól. Eftir morgunmat var morgunstund með forstöðukonu en svo héldu áfram íþrótta- og brennókeppnir. Í gær var keppt í plankakeppni inni á setustofu og svo síðdegis var skókast úti á...
 • 9. flokkur – Dagur 2 Fimmtudagur 8. ágúst 2019
  Við áttum góðan dag í gær í Vindáshlíð. Sólin skein á okkur allan daginn og á milli dagskráliða sátum við margar úti í sólinni að gera fléttur í hvora aðra, spila og leika okkur á svæðinu. Brennókeppnin hélt áfram og...
 • 9. flokkur – Dagur 1 Miðvikudagur 7. ágúst 2019
  85 stelpur komu með rútum í fallegu veðri uppí Vindáshlíð í gærmorgun. Foringjarnir tóku hlýlega á móti þeim, fóru yfir reglur, kynntu fyrir þeim staðinn og svo var hópnum skipt upp í 11 herbergi. Eftir hádegismat var ratleikur, þar sem...
 • DAGUR 3 – STELPUR Í STUÐI Fimmtudagur 1. ágúst 2019
  Veisludagur hófst með smá útsofi og voru stelpurnar sáttar með það. Á morgunstundinni heyrðu stelpurnar sögu um góða hirðirinn og eftir morgunstundina var boðið upp á ýmislegt skemmtilegt, svo sem að mála grímur og skreyta möffins. Allar stúlkurnar fóru í...
 • DAGUR 2 – STELPUR Í STUÐI Miðvikudagur 31. júlí 2019
  Dagur tvö hófst með ljúfengum morgunverði. Eftir það fóru þær á morgunstund þar sem þær heyrðu sögu um týnda soninn og sungu hressa söngva. Eftir það voru gerðar kókoskúlur og farið í brennó í íþróttahúsinu. Í hádegismatnum fengu þær dýrindis...
 • DAGUR 1 – STELPUR Í STUÐI Þriðjudagur 30. júlí 2019
  Þrettán hressar stelpur lögðu af stað í flokkinn Stelpur í stuði. Þegar komið var upp í Vindáshlíð komu þær sér fyrir í herbergin sín og kynntust svæðinu og starfsfólki staðarins. Eftir hádegismatinn fóru stelpurnar í ratleik þar sem farið var...
 • 7. flokkur – Veisludagur og brottfarardagur Laugardagur 27. júlí 2019
  Við vöknuðum við glampandi sól í gær og stelpurnar voru spenntar fyrir síðasta heila deginum í Vindáshlíð, veisludegi. Eftir morgunmat og morgunstund fóru allar stelpurnar niður í íþróttahús þar sem úrslitaleikir í brennó fóru fram. Reynihlíð og Víðihlíð kepptu um...
 • Pjakkaflokkur -veisludagur Sunnudagur 18. ágúst 2019
  Skemmtilegur og viðb urðarríkur dagur að kveldi komin. Drengirnir fengu að sofa örlítið lengur í dag en fyrstu nóttina og borðuðu morgun mat kl. 9.15. Eftir mat var fáninn dreginn að húni undir fánasöng. Því næst var morgunstund þar sem...
 • Pjakkaflokkur dagur 2 Föstudagur 16. ágúst 2019
  Það ríkir mikil gleði í Ölveri hjá drengjunum sem mættir eru í Pjakkaflokk. Þeir taka hraustlega til matar síns en í morgunverð völdu margir að fá sér Hafragraut sem Hrafnhildur forstöðukona hafði eldað, meðan aðrir fengu sér súrmjólk, kornflögur eða...
 • 10. Flokkur – Dagur 3 Föstudagur 9. ágúst 2019
  Furðuleikar og sykurpúðar! Fjörið byrjaði kl. 9:00 en morguninn var með hefðbundnu sniði líkt og í gær: morgunmatur, fánahylling, tiltekt, morgunstund og svo þriðja umferð í brennókeppninni. Eftir hádegismat var blásið til FURÐULEIKA en þar var stelpunum skipt upp eftir...
 • 10. Flokkur – Dagur 2 Fimmtudagur 8. ágúst 2019
  Sólríkur og fallegur dagur hjá okkur í Ölveri. Stelpurnar vöknuðu kátar og hressar í morgun en þær voru vaktar með ljúfri en hressri tónlist um kl. 9:00 í morgun. Þær voru þó nokkuð fljótar að koma sér í gang fyrir...
 • 10. Flokkur – Dagur 1 Þriðjudagur 6. ágúst 2019
  Í dag mættu 45 virkilega hressar og kátar stelpur hingað til okkar í Ölver. Rútuferðin gekk vel og stelpurnar voru fljótar að koma sér fyrir og heldur betur tilbúnar að takast á við komandi ævintýri. Hópurinn byrjaði á því að...
 • Krílaflokkur Ölveri. Heimfarardagur 1. ágúst Fimmtudagur 1. ágúst 2019
  Góðar fréttir héðan úr Ölver, við erum á heimleið (komum kl. 16) en sorglegu fréttirnar eru þær að nú er flokkurinn að verða búinn. Dagurinn byrjaði á morgunmat, fánahyllingu, leikfimi. Síðan var farið inn í herbergin og sett ofan í...
 • Krílaflokkur Ölvers. Dagur 3. Fimmtudagur 1. ágúst 2019
  31. júlí 2019 Flottur og viðburðarríkur dagur að baki í dag. Við borðuðum morgunmat, hylltum fánann og sungum úti, þvínæst í Zumba við eitt lag á stéttinni við Ölversskálann. Að því loknu var tiltekt í herbergjum og síðan biblíulestur og...
 • Krílaflokkur. Dagur 2. Miðvikudagur 31. júlí 2019
  30. júlí 2019. Þetta eru nú meiri dásemdar dýrðarinnar stelpur sem eru í Krílaflokknum í ár. Og það sem ég er heppin með starfsfólk, frábæran kokk sem eldar listavel og frábæran bakara sem gerir bakstur góðan. Foringjarnir eru allir með...
 • Krílaflokkur / Komudagur Þriðjudagur 30. júlí 2019
  29. júlí 2019. Skemmtilegar stelpur mættu með mér og foringjum flokksins í rútuna í morgun að Holtavegi og ferðin uppeftir var glaðvær, í boði var að syngja alla leiðina eða vera skemmtilegar og þessu fóru þær sannarlega eftir, en sátu...
 • Fókusflokkur, heimfarardagur Sunnudagur 28. júlí 2019
  Dagurinn í dag er heimfarardagur en hann byrjaði með hefðbundnu sniði, morgunverði, fánahyllingu og síðan var pakkað niður í töskurnar. Á biblíulestrinum rifjuðum við upp hvað við höfum lært í vikunni og ræddum um hvað þær tækju með sér heim...
 • Leikjanámskeið VI – dagur 3 Föstudagur 16. ágúst 2019
  Dagurinn var aldeilis viðburðaríkur! Eftir morgunmatinn var haldið af stað á morgunstund þar sem var sögð sagan um miskunsama samverjann og var svo boðið upp á ýmislegt skemmtilegt eins og smíði, föndur og leiki í íþróttasalnum. Eftir hádegismat ætlaði Sveinn...
 • Leikjanámskeið VI – dagur 2 Miðvikudagur 14. ágúst 2019
  Dagurinn byrjaði eins og flestir dagar með morgunmat og morgunstund þar sem sagan um Davíð og Golíat var sögð. Eftir morgunstundina föndruðu krakkarnir merkimiða sem þau settu á snagana sína. Krakkarnir fengu ávexti og var svo frjáls tími þar sem...
 • Leikjanámskeið VI – dagur 1 Mánudagur 12. ágúst 2019
  Um 40 hressir og kátir krakkar lögðu af stað í Kaldársel mánudaginn 12. ágúst. Þegar komið var upp í Kaldársel beið þeirra morgunmatur og var svo haldið af stað á morgunstund þar sem krakkarnir sungu fullt af lögum og heyrðu...
 • Leikjanámskeið V – dagur 3 Föstudagur 9. ágúst 2019
  Morguninn byrjaði að venju með morgunmat og morgunstund. Krakkarnir sungu nokkur lög og svo var sögð dagan um miskunsama samverjann. Eftir morgunstundina var frjáls tími þar sem boðið var upp á það að smíða, leiki, fara ut og undirbúa hæfileikasýningu...
 • Leikjanámskeið V – dagur 2 Fimmtudagur 8. ágúst 2019
  Morguninn byrjaði með morgunmat og morgunstund þar sem sögð var sagan um góða hirðinn. Eftir morgunstundina var frjáls tími þar sem boðið var upp á það að smíða, föndra, fara út og fara í leiki úti á grasvelli. Eftir hádegismatinn...
 • Leikjanámskeið V – dagur 1 Miðvikudagur 7. ágúst 2019
  40 hressir krakkar lögðu af stað í Kaldársel í morgun þar sem þau skemmtu sér mjög vel í allan dag. Við komu fengu börnin morgunmat og fóru svo á morgunstund þar sem sungin voru lög og heyrðu krakkarnir sögu af...
 • Leikjanámskeið IV – dagar 3 og 4 Miðvikudagur 7. ágúst 2019
  Dagur 3 Dagurinn byrjaði á morgunmat eins og vanalega og fengu krakkarnir svo að heyra sögu um týnda sauðinn. Eftir morgunstundina var meðal annars boðið upp á smíði, mála og íþróttahús. Eftir hádegismatinn kom óvæntur gestur, prófessor Kaldársel, sem hafði...
 • Leikjanámskeið IV – dagur 2 Miðvikudagur 17. júlí 2019
  16. júlí komu krakkarnir hressir og kátir upp í Kaldársel og fengu góðan morgunmat. Í morgunstundinni var sögð sagan um týnda soninn og hlustaðu krakkarnir vel á. Eftir morgunstundina var boðið upp á kókoskúlugerð, smíði og frjálsan tíma. Eftir hádegismatinn...
 • Leikjanámskeið IV – dagur 1 Þriðjudagur 16. júlí 2019
  Um 30 kátir krakkar lögðu af stað í Kaldársel, morguninn 15. júlí. Það var smá rútuvesen í byrjun, en það reddaðist allt saman mjög vel! Krakkarnir fengu góðan morgunmat. Eftir morgunmat var farið á biblíulestur þar sem sögð var sagan...
 • Leikjanámskeið III Föstudagur 12. júlí 2019
  Nú er komið að lokum þriðja leikjanámskeiðs sumarsins og gaman að segja frá því að allt hefur gengið ljómandi vel. Börnin hafa tekið þátt í allskonar ævintýrum, vaðið og dottið í ána, byggt virki og bú, skriðið í hellum og...
 • Skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK Þriðjudagur 5. mars 2019
  Skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK hefst í dag þriðjudaginn 5. mars kl. 13:00. Hægt er að skrá í sumarbúðir með því að fara inn á https://sumarfjor.is eða smella hér.
 • Sumarbúðablað KFUM og KFUK Fimmtudagur 22. febrúar 2018
  Sumarbúðablað KFUM og KFUK með upplýsingum um dvalarflokka sumarið 2018 er komið út. Skráning í sumarbúðir félagsins hefst fimmtudaginn 1. mars kl. 13:00 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg í Reykjavík og á vefnum á www.sumarfjor.is. Hægt er að sækja blaðið á pdf-formi á slóðinni http://www.kfum.is/wp-content/uploads/2018/02/Sumarbúðablað_small.pdf.
 • Spennandi sumarvinna hjá KFUM og KFUK Föstudagur 19. janúar 2018
  Á hverju ári ræður KFUM og KFUK á Íslandi mikinn fjölda sumarstarfsfólks til starfa í sumarbúðum og á leikjanámskeiðum félagsins. Um er að ræða spennandi, gefandi og umfram allt fjölbreytt störf í Kaldárseli, Ölveri, Vatnaskógi, Vindáshlíð og á Hólavatni, ásamt leikjanámskeiðum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ. Umsóknarfrestur er til 1. mars næstkomandi með rafrænum umsóknareyðublöðum sem […]
 • Nú fer að koma að því! – Kvöldvaka sumarbúðanna Mánudagur 14. ágúst 2017
  Kvöldvaka sumarbúðanna verður haldin í annað sinn þann 18. ágúst. Fjörið byrjar klukkan 19:00 á grasinu fyrir aftan Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Hoppukastalar, útileikir og andlitsmálning verða í boði að kostnaðarlausu. Sjoppan verður að sjálfsögðu opin og þar verða seldar pulsur, gos, candyfloss og fleira gotterí. Klukkan 20:00 hefst kvöldvakan sjálf, sem mun […]
 • Frumkvöðlaflokkur hafinn Fimmtudagur 8. júní 2017
  Í morgun kl. 9.00 lögðu af stað frá Akureyri 24 frumkvöðlar í þriggja daga flokk á Hólavatni. Um er að ræða 7-9 ára stráka og stelpur sem mörg eru að stíga sín fyrstu skref sem Hólvetningar. Þessi fyrsti flokkur sumarsins er frábrugðinn öðrum flokkum þar sem hann er styttri og endar með því að foreldrar […]
 • Sumarbúðablað KFUM og KFUK 2017 Þriðjudagur 21. febrúar 2017
  Sumarbúðablað KFUM og KFUK með upplýsingum um dvalarflokka sumarið 2017 er komið út. Skráning í sumarbúðir félagsins hefst fimmtudaginn 2. mars kl. 13:00 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg í Reykjavík, í húsi KFUM og KFUK í Sunnuhlíð á Akureyri og á vefnum á www.sumarfjor.is.
 • Sumarvinna hjá KFUM og KFUK 2017 Fimmtudagur 5. janúar 2017
  Á hverju ári ræður KFUM og KFUK á Íslandi mikinn fjölda sumarstarfsfólks til starfa í sumarbúðum og á leikjanámskeiðum félagsins. Um er að ræða spennandi, gefandi og umfram allt fjölbreytt störf í Kaldárseli, Ölveri, Vatnaskógi, Vindáshlíð og á Hólavatni, ásamt leikjanámskeiðum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ. Umsóknarfrestur er til 1. mars næstkomandi með rafrænum umsóknareyðublöðum sem hægt […]
 • Hólavatn: Veisludagur í 4. flokki Föstudagur 1. júlí 2016
  Í dag var veisludagur og var því mikið skemmtilegt brallað. Úr því að myndir segja meira en 1000 orð látum við myndum dagsins það eftir að lýsa stemmningu dagsins hér.  Flokknum lýkur á morgun (föstudagurinn – 1. júlí). Við komum í Sunnuhlíðina kl. 15.
 • Hólavatn 4. flokkur: Dagur að kveldi kominn. Miðvikudagur 29. júní 2016
  Þá er enn einn dýrðardagurinn hér á Hólavatni að kveldi kominn og ekki annað hægt að segja en að veðrið hafi leikið við okkur í dag. Drengirnir voru vaktir klukkan 8: 30 og voru flestir enn þá sofandi fyrir utan örfáa árrisula drengi, sem byrjuðu daginn snemma og lásu Andrésblöð og Syrpur upp í rúmi. […]
 • 4. flokkur: Fyrstu dagarnir á Hólavatni Miðvikudagur 29. júní 2016
  Á mánudaginn komu 35 hressir og fjörugir dregnir á Hólavatn fullir tilhlökkunar. Það var ljóst við brottför að þessum drengjum langaði á báta og vildu veiða, enda hafa foringjarnir leyst mjög margar flækjur :-). Þegar komið var á Hólavatn hófst flokkurinn á kynningu á reglum staðarins og bátareglum sem mikilvægt er að fylgja, að því […]