• Aðventuflokkar í Vatnaskógi Mánudagur 18. október 2021
  Skógarmenn KFUM bjóða nú uppá Aðventuflokk í Vatnaskógi dagana 3. - 5. desember. Flokkurinn er fyrir drengi 10 til 12 ára. Spennandi dagskrá verður í boði, íþróttir, gönguferðir og ýmsir leikir, auk þess mun dagskráin taka mið að komu jólanna. Nú verður tækifæri að upplifa Vatnaskóg og þann einstæða töframátt sem þar er - í […]
 • Línuhappdrætti Skógarmanna 2021 vinningshafar Mánudagur 6. september 2021
    Dregið var í Línuhappdrætti Skógarmanna 2021 þann 4. september síðastliðin. Allar línur, 500 stk. seldust og vilja Skógarmenn þakka kærlega fyrir frábæran stuðning. Framundan er stórt mikilvægt verkefni að fjármagna byggingu nýs Matskála í Vatnaskógi. Hægt er að vitja ósóttra vinninga á skrifstofu KFUM og KFUK Holtavegi 28 á opnunartíma skrifstofunnar. Opið er  9:00 […]
 • Karlaflokkur í Vatnaskógi 3. – 5. sept. 2021 Þriðjudagur 31. ágúst 2021
  Helgina 3. - 5. sept. verður karlaflokkur í Vatnaskógi, ætlaður karlmönnum á aldrinum 17-99 ára. Tilgangur helgarinnar er að styrkja líkama, sál og anda. Líkaminn er styrktur með þátttöku í íþróttum, gönguferðum og vinnu fyrir Vatnaskóg. Andinn og sálin eru styrkt með erindum, biblíufræðslu, bænastundum, kvöldvöku og guðsþjónustu. Verð á Heilsudaga karla er kr. 14.900. […]
 • Veisludagur í Aukaflokki 2021 Laugardagur 21. ágúst 2021
  Þá er veisludagur runninn upp, síðasti heili dagurinn í Vatnaskógi. Á döfinni er mikil skemmtun út allan daginn og langt fram eftir kvöldi, en áður en lengra er haldið skal tekið fram að þetta mun verða seinni fréttin sem verður skrifuð, þannig endilega lesið hana til enda þar sem koma munu fram upplýsingar um brottfarardaginn. […]
 • Aukaflokkur Vatnaskógar 2021 Föstudagur 20. ágúst 2021
  Í gær fimmtudag mættu um 60 drengir í Vatnaskóg í svo kallaðan Aukaflokk og munu þeir dvelja hér fram á sunnudag þann 22.ágúst. Þegar að drengirnir komu byrjuðu þeir á því að velja sér borð í matskálanum til þess að sitja við, borð 1 til 5. Við hvert borð er borðforingi sem annast drengina og […]
 • Vindáshlíð Jólaflokkur I – Seinni hluti helgarinnar Sunnudagur 21. nóvember 2021
  Það var sko heldur betur gaman hjá okkur á veislukvöldi hér í Jólaflokki í Vindáshlíð en það byrjaði með því að bæði stelpur og foringjar undirbjuggu atriði til að vera með á kvöldvökunni um kvöldið. Síðan var boðið upp í að hafa Vinagang en vinagangur er eitthvað sem að við gerum alltaf á veisludag hér […]
 • Vindáshlíð Jólaflokkur I – Fyrri hluti helgarinnar Laugardagur 20. nóvember 2021
  Tilklökkunin var í hámarki þegar að 65 stúlkur mættu á Holtaveg 28, höfuðstövar KFUM og KFUK á íslands, og stigu upp í rútu til þess að fara í fyrsta Jólaflokk Vindáshlíðar þetta árið. Þær mættu upp í fallega skreyttu og yndislegu hlíðina rétt fyrir klukkan 18:00 í gærkvöldi. Þar var byrjað á því að fara […]
 • Jólaflokkar í Vindáshlíð Mánudagur 20. september 2021
  Skráningar í jólaflokka Vindáshlíðar hefjast þriðjudaginn 21. september kl 13:00. Í ár verða þrír jólaflokkar í boði. Jólastelpuflokkur l : 19. - 21. nóvember (fyrir 9-11 ára)  Verð er 26.800 kr. án rútu eða 30.000 kr. með rútu. Jólastelpuflokkur ll :  3. - 5. desember (fyrir 12-14 ára)  Verð er 26.800 kr. án rútu eða […]
 • lokadagur – aukaflokkur 2021 Fimmtudagur 19. ágúst 2021
  Jæja síðasti dagurinn Eftir morgunmatinn fóru stelpurnar í lokastund í kirkjunni með forstöðukonu í smá spjall. Eftir kirkjustundina fóru allar stelpurnar út í íþróttahús þar sem foringjaleikurinn í brennó fór fram. Foringjar á móti sigurvegurum, og af sjálfsögðu fóru foringjar með sigurinn, enda erfitt að slá okkur út. Það er engin miskun gefin sko 🙂 […]
 • 3 dagur – aukaflokkur 2021 Fimmtudagur 19. ágúst 2021
  jæja, gærkvöldið endaði á svakalegu náttfatapartý sem er skemmtileg hefð í Vindó.Við dönsum uppá borðum, syngjum og höfum gaman og stelpurnar fá svo ís. En veisludagurinn okkar, ÁVAXTAKARFAN. Stelpurnar voru vaktar með Litalaginu og þær mættu svo í morgunmat þar sem ávextirnir byrjuðu að sýna atriði. Bananarnir að æfa lífvörðinn, Immi með vesen í körfubolta […]
 • Kaffisölu Ölvers aflýst! Sunnudagur 22. ágúst 2021
    Í dag 22.ágúst hefði kaffisalan okkar átt að fara fram. Vanalega erum við full tilhlökkunar á þessum degi, tilbúin að taka á móti fólki og fagna vel heppnuðu sumri. En nú lifum við heldur betur á öðruvísi tímum og verðum þar með að hugsa öðruvísi og í lausnum. Við biðjum ykkur einlæglega að leggja […]
 • Listaflokkur ágúst – Dagur 5&6 Sunnudagur 15. ágúst 2021
  Dagur 5 og 6   Í gær var veisludagur, síðasti heili dagurinn okkar! Morguninn var hefðbundinn að venju og eftir hádegismat var hæfileikasýning. Stelpurnar sýndu frá hæfileikum sínum sem voru af margskonar toga. Það var sungið, dansað, teiknað og sýnd töfrabrögð svo eitthvað sé nefnt! Foringjarnir brugðu sér í búninga sem kynnar og dómarar. Eftir […]
 • Listaflokkur ágúst – Dagur 4 Föstudagur 13. ágúst 2021
  Dagurinn í dag er búinn að vera frábær! Morguninn var hefðbundinn að venju. Eftir hádegismat var farið í gönguferð niður að læk sem er skammt frá Ölveri. Stelpurnar undu sér vel við lækinn, þær vöðuðu og létu sólina sleikja sig. Við pössuðum að sjálfsögðu að allar væru með nóg af sólarvörn! Þegar heim var komið […]
 • Listaflokkur ágúst – Dagur 3 Fimmtudagur 12. ágúst 2021
  Í dag vöknuðum við klukkan níu og fengum okkur morgunmat. Morguninn var hefðbundinn: Fánahylling, tiltekt, morgunstund, brennó og föndur. Á morgunstundinni auglýstum við leynivinaleik. Allar stelpurnar drógu miða úr hatti og fengu nafn með einhverri stelpu í flokknum. Þær bjuggu síðan til umslög sem þær hengdu á hurðirnar á herbergjunum sínum. Markmiðið með leynivinaleiknum er […]
 • Listaflokkur ágúst – Dagur 2 Miðvikudagur 11. ágúst 2021
  Í morgun vöknuðum við klukkan 8:30 og fengum okkur morgunmat. Á morgnana er dagskráin yfirleitt sú sama. Við fórum út í fánahyllingu þar sem við sungum fánasöng á meðan foringi setti upp fánann. Svo fengu stelpurnar tíma til að taka til í herbergjunum sínum áður en morgunstund byrjaði. Á morgunstund sungum við og lærðum aðeins […]
 • Endurbætur í Kaldárseli – söfnun á Karolina Fund Föstudagur 1. október 2021
  Í 95 ár hafa börn komið í sumarbúðir í Kaldárseli. Þar hafa þau fengið dýrmæt tækifæri til að rækta líkama, sál og anda. Brýn þörf var á endurbótum á skálanum okkar. Framkvæmdin fólst í að endurnýja glugga og hurðir, bæta einangrun, og hitakerfi. Samhliða voru útbúin fjögur ný sex til sjö manna herbergi fyrir dvalargesti […]
 • Dvalaflokkur 9.-13. ágúst Þriðjudagur 10. ágúst 2021
  Í gær (mánudag) lögðu 34 hress börn af stað í Kaldársel. Við byrjuðum á að koma okkur fyrir, kynnast hvert öðru og staðnum. Mikil vinátta ríkir hér og hafa bæði myndast ný vinatengsl sem og gömul eflst. Eftir hádegi gengum við í Álfakirkjuna og aðeins lengra þar sem eru rústir af gömlu býli. Þar sem […]
 • 4. Dvalaflokkur 5.-9. júlí Miðvikudagur 7. júlí 2021
  Hópurinn mætti spenntur upp í Kalársel á mánudaginn. Þar var þeim hjálpað að koma sér fyrir áður en fjörið hófst. Mikil gleði ríkir í Kaldárseli og margir krakkar hér sem hafa komið ár eftir ár og munu vonandi aldrei hætta að kíkja í Selið. Við höfum verið heppin með veðrið, þó svo það hefur lítið […]
 • Leikjanámskeið 2 Föstudagur 2. júlí 2021
  Dagur 1 Glaðir og hressir krakkar mættu upp í Kaldársel og dagurinn byrjaður á hollum og góðum morgunmat, enn fljótlega eftir morgunmat fór brunavarnakerfið í gang og var farið í að rýma húsið og leitað af eld enn sem betur fer var ekki kviknað í, heldur var um bilun að ræða í kerfinu og litum […]
 • 2. Dvalaflokkur 21.-25. júní Miðvikudagur 23. júní 2021
  Mikil spenna var í hópnum þegar hann mætti upp í Kaldársel á mánudaginn. Vel gekk að koma öllum fyrir og hófst strax dagskrá. Margt hefur verið í boði en föstu dagskráliðirnir okkar eru morgunstundir, göngur og kvöldvaka. Hópurinn hefur ekki látið veðrið stoppa sig og er búinn að heimsækja Kaldárselhellana, en þar var gott að […]
 • Meistaraflokkur 2021 Fimmtudagur 29. júlí 2021
  Góðan dag! Á Hólavatni eru komnir saman 26 meistarar. Það hefur verið líf og fjör í hópnum! Mánudagur Krakkarnir komu á Hólavatn um 10 leitið og komu sér fyrir í herbergjum, síðan var snæddur hádeigisverður. Eftir hádegismat var farið í Lautina í samhristing. Dagurinn var uppfullur af leikjum og skemmtun. Sveita stelpurnar heimsóttu börnin á […]
 • 7. flokkur, dagar 3 og 4 Föstudagur 23. júlí 2021
  Á morgun, föstudag lýkur sjöunda flokk sumarsins á Hólavatni en þátttakendur hafa notið veðursins og skemmtilegrar dagskrár í vikunni. Í dag var sannkallaður veisludagur hér hjá okkur á Hólavatni. Eftir hádegi skoruðum við foringjarnir á krakkana í fótboltaleik. Leikurinn var mjög spennandi og fór leikurinn 4-3 fyrir krökkunum, vel gert. Við borðuðum hamborgara í kvöldmatinn […]
 • 7. flokkur, dagar 1 og 2 Miðvikudagur 21. júlí 2021
  Það er líf og fjör hérna í 7.flokki Hólavatns. Þegar þessi frétt er skrifuð þá er 3 dagur flokksins runnin upp. Veðrið hingað til hefur verið frábært, einum of gott eiginlega. Allir segja að það sé „alltaf sól á Hóló“ og hingað til hefur það staðist. Lognið er mis mikið á hreyfingu en yfirleitt er […]
 • 6. flokkur, dagar 4 og 5 Föstudagur 16. júlí 2021
  Í gær var veisludagur! En við köllum síðasta heila daginn í hverjum flokki veisludag. Eftir að börnin fóru á fætur fengu þau morgunverð og síðan að taka til í herbergjum, út í fánahyllingu og svo á morgunstund. Að henni lokinni fór hópurinn í síðasta sinn í Hóló-olympics en það hefur verið æsispennandi keppni alla vikuna. […]
 • 6. flokkur, dagur 3 Fimmtudagur 15. júlí 2021
  Góða kvöldið! Hér á Hólavatni var svakalegur rugl dagur eins og kom fram í fyrri frétt. Eftir að börnin fóru í Hóló-olympics þá komu þau inn í kvöldmat (sem var í hádeginu). Börnin fögnuðu vel þegar að þau sáu að það væru pizzur í matinn. Þá var farið á kvöldvöku (kl. 13:30!) 🙂 Eftir kvöldvökuna […]