• 5. flokkur – dagur 2 og 3 Fimmtudagur 2. júlí 2020
  Þá er vel liðið á fimmta flokk og drengirnir orðnir löglegir Skógarmenn, en samkvæmt lögum Skógarmanna KFUM verður hver sá sem dvelur tvær nætur samfleytt í dvalarflokki í Vatnaskógi Skógarmaður. Veðrið hefur leikið við okkur þessa vikuna. Á þriðjudaginn var skýjað, en hlýtt og gott veður og gátum við boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega […]
 • Fyrsti dagur í 5. flokki Þriðjudagur 30. júní 2020
  Í gær komu um 100 drengir í 5. dvalarflokk sumarsins í Vatnaskógi, drengirnir í hópnum munu dvelja í Skóginum fram til 3. júlí. Foringjar sem annast dagskrá og umönnun drengjanna eru Jóel Kristjánsson, Benjamín Jafet, Davíð Guðmundsson, Pétur Bjarni, Friðrik Páll, Hjalti Jóel, Þráinn Andreuson, Guðmundur Pálsson, Grétar Halldór, og Baldur Ólafsson. Forstöðumenn flokksins þeir  […]
 • Viltu vera sjálfboðaliði á Sæludögum 2020? Fimmtudagur 25. júní 2020
 • 4.flokkur – Ævintýraflokkur – Dagur 4 Fimmtudagur 25. júní 2020
  Það er stór dagur framundan í Vatnaskógi í dag. Eftir hádegi kemur skemmtigarðurinn í Vatnaskóg með Bubblebolta og Lazer Tag. Bubbleboltinn verður út á stóra fótboltavelli og Lazer Tag verður inn í skógi. Mjög spennandi. Eftir Kaffitímann munum við allir fara í gönguferð sem endar í sundi á Hlöðum í Hvalfirði. Það stefnir í hefbundna […]
 • 4.flokkur – Ævintýraflokkur – Dagur 3 Fimmtudagur 25. júní 2020
  Þriðji dagur flokksins er gengin í garð. Það er pökkuð dagskrá framundan. Eftir hádegismat förum við í hermannaleikinn. Hermannaleikurinn virkar þannig að við skiptum hópnum í tvennt, 49 vs 49, og kallast liðin Oddverjar og Haukdælir. Oddverjar labba út í Oddakot og bíða þar eftir Haukdælum. Leikurinn gengur út á það að ná klemmum af […]
 • 4.flokkur – Ævintýraflokkur – Dagur 2 Þriðjudagur 23. júní 2020
  Drengirnir voru vaktir klukkan 9 í morgun með ljúfum tónum. Í dag bjóðum við upp á hefðbundna dagskrá að mestu leiti eins og t.d. báta, fótbolta, smíðaverkstæði, íþróttahús, frjálsaríþróttir og spil í Birkisal. Eftir hádegi buðum við upp á fjallgöngu upp á Kambinn. Kamburinn er fjallið sem er beint á móti Vatnaskógi. Það voru 20 […]
 • 4.flokkur – Ævintýraflokkur – Dagur 1 Mánudagur 22. júní 2020
  4.flokkur - Ævintýraflokkur – Dagur 1 Í dag komu um 100 drengir í Vatnaskóg. Það ringdi á okkur til að byrja með en þegar að það leið á daginn fór að stytta upp og hittna. Eftir kvöldmat buðum við upp á Vatnafjör þar sem það var þurt og heitt og einnig út af því að […]
 • 3.flokkur – Dagur 6 – Heimferðardagur Sunnudagur 21. júní 2020
  Þá er að koma að lokum hér hjá okkur í 3.flokki. Þetta er búið að vera frábær flokkur, skemmtilegir drengir og svo hefur veðrið einnig verið frábært. Eftir hádegismat förum við að pakka. Því næst förum við í hópleiki og svo er lokasamvera í Gamla skála. Kaffitími er klukkan 15:00 og brottför frá Vatnaskógi klukkan […]
 • 3.flokkur – Dagur 5 – Veisludagur Laugardagur 20. júní 2020
  3.flokkur – Dagur 5 – Veisludagur Þá er veisludagur runninn upp. Það rignir aðeins á okkur en það er einnig töluverður hiti, sem er gott. Núna eftir morgunstund verður boðið upp á brekkuhalup. Það er hefð fyrir því að hafa brekkuhlaup á Veisludegi. Í dag gerum við vel við okkur í mat, drykk og dagskrá. […]
 • 3.flokkur – Dagur 4 Föstudagur 19. júní 2020
  3.flokkur – Dagur 4 Það er frábær dagur í dag. Hefðbundin dagskrá og drengirnir eru að standa sig mjög vel. Það eru tvö afmælisbörn í dag + einn starfsmaður, þeim verður gerð góð skil á eftir með söng og kökum og myndum. Ekki fleira í bili, fullt af myndum komnar inn. Endilega lítið á. Veður: […]
 • Vindáshlíð – 4.flokkur – Dagur 3 Fimmtudagur 2. júlí 2020
  Í dag var Harry Potter dagur, foringjar í búningum og tilheyrandi skraut á veggjum. Morgunmaturinn var að sjálfsögðu með Harry Potter ívafi og stelpurnar spenntar fyrir deginum. Á Biblíulestri lærðu þær um Biblíuna og hvernig á að fletta upp í henni. Að Biblíulestri loknum var frjáls tími þar sem boðið var upp á hinar sívinsælu […]
 • Vindáshlíð – 4. flokkur – Dagur 2 Miðvikudagur 1. júlí 2020
  Stelpurnar voru vaktar kl 9 við lag úr Mamma mia og þær boðnar velkomnar til Grikklands. Í morgunmatnum var tilkynnt að þær væru komnar á Hótel Vindáshlíð í Grikklandi, settur var á svið smá drama-leikþáttur og tilheyrandi dansatriði við lag úr Mamma Mia sýnt (slík atriði voru svo tekin við tækifæri út daginn). Eftir morgunmat […]
 • Vindáshlíð – 4. flokkur – Dagur 1 Miðvikudagur 1. júlí 2020
  Við komuna í Vindáshlíð fóru stúlkurnar beint inn í matsal þar sem forstöðukonan fór með þeim yfir helstu umgengis og öryggisreglur staðarins ásamt fleiru nytsamlegu. Stúlkunum var síðan skipt niður í herbergi, byggt á því með hverjum þær óskuðu eftir að deila herbergi. Eftir hádegisverð var farið í Amazing Race leik sem gengur út á að […]
 • Vindáshlíð – komum aðeins fyrir 16 Laugardagur 27. júní 2020
  hæhæ... rúturnar eru að verða klárar að leggja af stað svo við verðum mōgulega eitthvað fyrir fjōgur á Holtaveginum 🙂 Látið orðið berast.... sjáumst hress... kv.3.flokkur
 • Vindashlíð 3.flokkur – veislu- og brottfaradagur Laugardagur 27. júní 2020
  Komið ôll sæl og blessuð það var svo gaman og mikið að gerast í gær að það var enginn tími að setja inn fréttir... við fórum eftir úrslit í brennó í kjôttubolluhádegismat og síðan var ôllum skipt niður í hópa fyrir kirkjuferð. Sônghóp, skreytingahóp, leikritahóp og undirbúnings- og bænahóp. Eftir þá byrjuðu vinagangar þar sem […]
 • Vindashlíð – 3.flokkur-veisludagur Föstudagur 26. júní 2020
  hæhæ og halló gott fólk til að forðast allan misskilning þá er ég ekki að hvetja fólk til þess að sækja bôrnin sín, því vegna covid er ekki æskilegt að fá fólk hingað að óþôrfu, var bara að biðja þá sem þurfa að sækja upp í Hlíð að hringja og segja okkur tímann svo barnið […]
 • Vindáshlíð – 3.flokkur – dagur 4 Fimmtudagur 25. júní 2020
  Hæhæ, eiginlega um leið og ég sendi póstinn í gær um rigningarvikuna okkar þá birtist sólin í smá tíma og var sá tími nýttur vel úti í leikjum, hoppa í hoppukastala og sulla í læknum. Það var dásamlegt að hafa sólina hjá okkur í smá tíma. En það er frekar þungt aftur yfir í dag. […]
 • Vindáshlíð – 3.flokkur – dagur 3 Miðvikudagur 24. júní 2020
  Hæhæ þetta virðist ætla að verða rigningarvikan mikla því við sjáum lítið í sólina og sjaldan þurrt hjá okkur.  En engin tapar samt gleðinni. Í gær var áframhald á spennandi brennókeppni milli herbergja og íþróttakeppnir. Fjögur herbergi voru með atriði á fjörugri og skemmtilegri kvöldvöku í gær og verða næstu fjögur í kvöld. Í útiveru […]
 • Vindáshlíð – 3.flokkur -dagur 1 og 2 Þriðjudagur 23. júní 2020
  Sæl kæru foreldrar og forráðamenn Hingað mættu rúmlega 80 stelpur í gær, glaðar, spenntar og tilbúnar í að upplifa frábæra viku í Vindáshlíð með enn frábærari foringjum. Fyrst var auðvitað skipt í herbergi og farið yfir allar reglur. Stelpurnar fengu að sjá og hitta bænakonurnar sínar sem vakti mikla gleði. Í hádegismat var kjúlli en […]
 • 2. flokkur – Dagur 4 Föstudagur 19. júní 2020
  Í gær var Disney dagur og foringjarnir tóku á sig ný hlutverk úr heimi Disney. Það mátti sjá bregða fyrir Bangsimon, froskinum í “Prinsessan og froskurinn”, Mínu mús, Lísu í Undralandi og fleiri félögum. Í hádegismatnum mættu meira að segja Ryan og Sharpay úr “High school musical” og tóku lagið. Nokkrir hefðbundnir dagskráliðir s.s. fánahyling, […]
 • Ölver – 5. flokkur 2. júlí Fimmtudagur 2. júlí 2020
  Þá höldum við áfram þar sem frá var horfið í gær. Sólin lék við okkur í gær og eftir hádegismat gengum við niður að læk þar sem stelpurnar fengu að busla og leika sér. Eftir kaffitímann, sem að þessu sinni var borðaður úti, skelltu stelpurnar sér í heita pottinn og hoppuðu á hoppudýnunni sem blásin […]
 • Ævintýraflokkur Miðvikudagur 1. júlí 2020
  Ölver 5. flokkur 1. júlí Jæja, hvar á að byrja? Hingað í Ölver eru komnar 46 frábærar stelpur. Það kom fljótt í ljós að margar þeirra eru þaulvanar Ölversstelpur sem stefna á að starfa í Ölveri þegar þær hafa aldur til. En svo eru líka nýjar Ölversstelpur sem smellpassa í hópinn og líta út fyrir […]
 • Leikjaflokkur-dagur 4 og heimfarardagur Þriðjudagur 30. júní 2020
  Að vanda vöknuðu stúlkurnar sprækar og glaðar kl.08:30 og við tók hefðbundn morgundagskrá. Í hádegismatnum var boðið upp á fiskibollur og hvítlauksbrauð.  Þegar allar höfðu borðað nægju sína hlupu þær út í góða veðrið og gerðu sig klárar fyrir Ölversleikana.  En í þeim er keppt í hinum ýmsu skemmtilegu greinum s.s ljóðagerð, breiðasta brosinu, furðuverugerð, […]
 • Leikjaflokkur, dagur 2&3 Sunnudagur 28. júní 2020
  Það voru sprækar stúlkur sem voru vaktar (sumar reyndar vaknaðar) kl.08:30 í morgun.  Í morgunmat var á boðstólnum hafragrautur, ceerios, kornflex og súrmjól eins og alla morgna. Þegar allar höfðu borðað nóg var fánahylling og svo fengu þær tíma til að taka til og gera fínt í herbergjunum sínum.  Í Biblíulestri dagsins fengu þær að […]
 • Leikjaflokkur-komudagur Föstudagur 26. júní 2020
  Hingað komu í gær  frábær hópur stúlkna, spenntar og tilbúnar í skemmtilega daga hér í Ölveri.  Strax eftir komuna buðum við starfsfólkið þær velkomnar og farið var yfir mikilvæg atriði sem þarf að muna og fara eftir í Ölveri.  Ákváðum við að þessa daga ætlum við að hafa orðin “vinsemd og virðing” með okkur þessa […]
 • Fimmti dagur í listaflokki – Ölver Þriðjudagur 23. júní 2020
  ATH. Bolirnir sem stelpurnar taka með heim þarf að þvo alveg sér í fyrsta skipti sem þeir eru þvegnir, þeir gætu litað annan þvott! Eftir fyrsta skipti er í lagi að þvo með öðrum þvotti. Í dag var síðasti heili dagurinn okkar í Ölveri. Við vöknuðum klukkan 09:00 og borðuðum morgunmat. Eftir biblíulesturinn var ekki […]
 • Fjórði dagur í Listaflokki – Ölver Mánudagur 22. júní 2020
  Í dag var sannkallaður föndurdagur! Stelpurnar fengu að sofa örlítið lengur í dag vegna náttfatapartý gærkvöldsins. Þær vöknuðu klukkan 09:00 og var morguninn hefðbundinn. Við vöknuðum allar við litla gesti í gluggunum, lúsmýið var mætt, og eru allflestir hér á bæ með einhver bit, þó ekkert alvarlegt. Í hádegismat var kjúklingaréttur með hrísgrjónum og osti […]
 • Þriðji dagur í Listaflokki – Ölver Sunnudagur 21. júní 2020
  Þá er þriðji dagurinn runninn upp! Stelpurnar vöknuðu klukkan 08:30 og fengu sér morgunmat. Það sama var í morgunmat og í gær. Morguninn var hefbundinn; fánahylling, taka til í herbergjum, biblíulestur og brennó. Í hádegismatinn var yndislega gott lasagna sem Heiðrún ráðskona gerði og stelpurnar borðuðu mikið. Við vissum í hvað stefndi með veðrið og […]
 • Annar dagur í Listaflokki – Ölver Laugardagur 20. júní 2020
  Dagurinn í dag byrjaði klukkan 08:30 en þá vöktu foringjarnir stelpurnar. Klukkan 09:00 var morgunmatur, cheerios, cornflakes og hafragrautur. Þær borðuðu vel og fóru svo út í fánahyllingu, en þá syngjum við fánasöng og drögum upp fallega fánann okkar. Svo fengu stelpurnar smá tíma í að taka til í herbergjunum sínum. Þær fóru svo á […]
 • Fyrsti dagur í Listaflokki – Ölver Föstudagur 19. júní 2020
  Já það er sko búið að vera nóg að gera fyrsta daginn hjá þessum frábæra hópi sem kom  upp í Ölver í dag! Við byrjuðum á því að bjóða stelpurnar velkomnar og fórum yfir nokkrar mikilvægar reglur. Við röðuðum svo í herbergi og auðvitað fengu allar vinkonur að vera saman. Herbergin eru sex talsins. Þær […]
 • Dagur 3 í afmælisflokki Miðvikudagur 24. júní 2020
  Hér hefur verið líf og fjör í morgun. Eftir að hafa horft á hvernig mannfólkið fór með jörðina í framtíðarmyndinni um litla ruslavélmennið Wall-E fóru allir beint að sofa, enda fólk orðið þreytt. Í morgun sváfum við örlítið lengur en venjulega og allir vöknuðu hressir og kátir og fóru í algeran rugl dag. Byrjuðum á […]
 • Afmælisflokkur dagur 1 og dagur 2 Miðvikudagur 24. júní 2020
  Í gærmorgun kom rúta full af frábærum krökkum hingað í Kaldársel. Hér eru orkumiklir einstaklingar á ferð í bland við rólyndari týpur en öll eiga þau það sameiginlegt að vera einstaklega glöð, hjálpsöm og góð hvert við annað. Það gengur ekki endilega vel að fá þögn þegar vantar að koma upplýsingum til skila því hér […]
 • 2. flokkur 2020 – Fimmtudagur Föstudagur 19. júní 2020
  Í morgun fengu krakkarnir að sofa aðeins lengur en vanalega. Eftir morgunmat var morgunstund þar sem við lærðum að Guði finnst við vera frábær alveg eins og við erum, í huga hans erum við nákvæmlega eins og við eigum að vera. Eftir söguna nefndu allir einn hlut sem gerir þau frábær. Eftir morgunstund fóru allir […]
 • 2. flokkur 2020 – Miðvikudagur (17. júní) Fimmtudagur 18. júní 2020
  Hæ, hó, jibbí jeij! Það er kominn 17. júní! Í morgun þurfti að vekja flesta krakkana, sem sváfu vel eftir langan dag í gær. Í morgunmat beið þeirra hátíðarmorgunmatur í tilefni af 17. júní, weetos hafði bæst við morgunverðarúrvalið, öllum til mikillar gleði. Það var líka í boði að fá sér hefðbundið morgunkorn eða hafragraut […]
 • 2. flokkur 2020 – Þriðjudagur Miðvikudagur 17. júní 2020
  Í morgun voru krakkarnir spenntir að byrja daginn og það voru allir vaknaðir snemma. Í morgunmat var boðið upp á morgunkorn og hafragraut, en grauturinn er vinsæll hjá krökkunum og hann kláraðist upp til agna. Eftir morgunmat var farið á morgunstund þar sem við sungum saman og hlustuðum á fræðslu um sr. Friðrik Friðriksson, sem […]
 • 2. flokkur 2020 – Mánudagur Þriðjudagur 16. júní 2020
  Tæplega 40 hressir krakkar komu í Kaldársel í gær. Hópurinn er skemmtilega samsettur af krökkum sem hafa komið áður í Kaldársel og nýjum krökkum, og kynjaskiptingin er u.þ.b. jöfn. Fyrst fengu þau smá skoðunarferð um húsið og útisvæðið, en hér er til dæmis hægt að vaða í ánni, leika með búdót í búum og virkjum […]
 • Óbreytt sumarstarf KFUM og KFUK í sumar Föstudagur 24. apríl 2020
  Í samræmi við auglýsingu heilbrigðisráðherra 21. apríl síðastliðin, þá stefnir KFUM og KFUK á Íslandi að því að hafa óbreytt sumarstarf fyrir börn í sumarbúðum og á leikjanámskeiðum sumarið 2020. Unnið er að því að skerpa allt verklag í sumarbúðum félagsins þegar kemur að þrifum og sóttvörnum. Jafnframt verður farið sérstaklega yfir vinnuferla starfsfólks til […]
 • Skráning í sumarbúðir hefst 3. mars Laugardagur 22. febrúar 2020
  Skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK hefst 3. mars kl 13. Upplýsingar um dagskrá sumarsins á https://www.sumarfjor.is.
 • Sumarbúðablað KFUM og KFUK Fimmtudagur 20. febrúar 2020
  Sumarbúðablað KFUM og KFUK með upplýsingum um dvalarflokka sumarið 2020 er komið út. Skráning í sumarbúðir félagsins hefst fimmtudaginn 3. mars kl. 13:00 á vefnum www.sumarfjor.is. Hægt er að skoða blaðið fyrir vefvafra frá issuu.com með að smella hér.  Hægt er að hlaða blaðið niður á PDF-formi með því að smella hér.
 • Kaldársel flaggar Grænfánanum Þriðjudagur 22. október 2019
  Í sumar tóku sumarbúðinar í Kaldársel þátt í þróunarverkefni í samstarfi við Skóla á grænni grein en með því erum við fyrstu félagasamtökin til að taka þátt í grænfánaverkefninu. Yfir sumaruð var tekið fyrir þemað neysla og úrgagnur þar sem markmiðin voru að hreinsa rusl af svæðinu í kringum Kaldársel, minnka matarsóun og flokka allt […]
 • 4. flokkur, dagur 2 Þriðjudagur 30. júní 2020
  Í morgun vöknuðu strákarnir hressir en hér voru margir sem vöknuðu snemma. Þeir gerðu sig tilbúna fyrir daginn og fóru í morgunmat. Þeir tóku til í herbergjum, fóru í fánahyllingu og svo á morgunstund. Eftir morgunstundina var útivera, bátasmíði og fótboltavöllur í boði fram að hádegismat. Eftir hádegismat var smá frjáls tími áður en hópurinn […]
 • 4. flokkur, dagur 1 Mánudagur 29. júní 2020
  Í dag komu 34 einstaklega hressir drengir á Hólavatn. Þegar drengirnir komu á staðinn var farið yfir helstu reglur ásamt því að raða niður í herbergin. Að sjálfsögðu var passað uppá að vinir fengju að vera saman í herbergjum. Gaman er að segja frá því að hér á Hólavatni heita herbergin eftir sveitabæjunum í kring. […]
 • 3. flokkur – Hólavatn – Dagur 4 og 5 Föstudagur 26. júní 2020
  Síðasti heili dagur 3. flokks rann upp í gær, svokallaður veisludagur, en ákveðið var að vekja stelpurnar aðeins seinna, eða kl. 9:00. Í morgumat á veisludegi er sú hefð að bjóða upp á ristað brauð og heitt kakó og vakti það mikla lukku. Morgunstundin var svo haldin í sólinni bakvið hús og kepptu stelpurnar í […]
 • 3. flokkur – Hólavatn – Dagur 3 Fimmtudagur 25. júní 2020
  Góðan dag! Í gær, á þriðja degi flokksins voru stelpurnar vaktar kl. 8:30 að venju, stór hluti hópsins var enn sofandi og greinilega komin þreyta eftir annasama daga hér á Hólavatni. Eftir morgunmat, fánahyllingu og morgunstund voru bátarnir opnir og vinabönd í boði og þrátt fyrir smá rigningu voru stelpurnar afar duglegar að leika sér […]
 • 3. flokkur – Hólavatn – Dagur 2 Miðvikudagur 24. júní 2020
  Dagurinn í gær byrjaði kl. 08:30 en þá voru stelpurnar vaktar. Flestar voru þó vaknaðar fyrr og höfðu það notalegt inn í herbergi að lesa eða spjalla lágt saman. Í morgunmat var boðið upp á hafragraut, kornflex og cherios og síðan fengu stelpurnar tíma til að laga til í herbergjunum sínum. Hér á Hólavatni er […]
 • 3. flokkur – Hólavatn – Dagur 1 Þriðjudagur 23. júní 2020
  Í gær komu 35 hressar stúlkur hingað á Hólavatn. Eftir að búið var að skipta í herbergi og passa að allar vinkonur væru saman var haldið út í skoðunarferð um svæðið og svo var frjálst tími fram að hádegismat. Í matinn var candýfloss-skyr og brauð í boði okkar einstöku ráðskonu, Báru Dísar, og rann þetta […]
 • Óbreytt sumarstarf KFUM og KFUK í sumar Föstudagur 24. apríl 2020
  Í samræmi við auglýsingu heilbrigðisráðherra 21. apríl síðastliðin, þá stefnir KFUM og KFUK á Íslandi að því að hafa óbreytt sumarstarf fyrir börn í sumarbúðum og á leikjanámskeiðum sumarið 2020. Unnið er að því að skerpa allt verklag í sumarbúðum félagsins þegar kemur að þrifum og sóttvörnum. Jafnframt verður farið sérstaklega yfir vinnuferla starfsfólks til […]
 • Skráning í sumarbúðir hefst 3. mars Laugardagur 22. febrúar 2020
  Skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK hefst 3. mars kl 13. Upplýsingar um dagskrá sumarsins á https://www.sumarfjor.is.
 • Sumarbúðablað KFUM og KFUK Fimmtudagur 20. febrúar 2020
  Sumarbúðablað KFUM og KFUK með upplýsingum um dvalarflokka sumarið 2020 er komið út. Skráning í sumarbúðir félagsins hefst fimmtudaginn 3. mars kl. 13:00 á vefnum www.sumarfjor.is. Hægt er að skoða blaðið fyrir vefvafra frá issuu.com með að smella hér.  Hægt er að hlaða blaðið niður á PDF-formi með því að smella hér.
 • Skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK Þriðjudagur 5. mars 2019
  Skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK hefst í dag þriðjudaginn 5. mars kl. 13:00. Hægt er að skrá í sumarbúðir með því að fara inn á https://sumarfjor.is eða smella hér.