Á hverju ári ræður KFUM og KFUK á Íslandi mikinn fjölda sumarstarfsfólks til starfa í sumarbúðum og á leikjanámskeiðum félagsins. Um er að ræða spennandi, gefandi og umfram allt fjölbreytt störf í Kaldárseli, Ölveri, Vatnaskógi, Vindáshlíð og á Hólavatni, ásamt leikjanámskeiðum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ.

Umsóknarfrestur rennur út 15. febrúar 2023.

Ekki er víst að umsóknir sem eru sendar inn eftir 15. febrúar verði lesnar.

Öllum er frjálst að sækja um. Þeir sem sækja um þurfa að skrifa undir að þeir samþykki að það megi óska eftir fullu sakavottorði þeirra hjá sakaskrá ríkisins. Það er skilyrði fyrir ráðningu að umsækjandi samþykki það.

Þegar valið stendur á milli tveggja jafnhæfra einstaklinga, nýtur sá forgangs sem sótt hefur leiðtogaþjálfun KFUM og KFUK og tekið virkan þátt sem leiðtogi í vetrarstarfi KFUM og KFUK.

Þeir umsækjendur sem fá vinnu samþykkja að sækja námskeið fyrir starfsfólk sumarbúða. Námskeiðin eru nauðsynleg forsenda þess að starfa í sumarbúðum KFUM og KFUK. Fyrir þá sem hafa áður starfað í sumarbúðum KFUM og KFUK er mikilvægt að sækja slík námskeið árlega.

Nánari upplýsingar má fá hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK, Holtavegi 28, Reykjavík í síma 588-8899.

Persónuvernd: Umsóknir fyrir sumarstarf hjá KFUM og KFUK eru skráðar í gagnabanka á þessari vefsíðu sem vefumsjónaraðilar síðunnar hafa aðgang að. Stjórn viðkomandi starfsstöðvar mun geta nálgast gögnin í gagnabankanum og hlaðið þeim niður til prentunar. Öllum umsóknargögnum í gagnabankanum verður eytt þegar ráðningum er lokið.

Hugsjónastarf

Starf KFUM og KFUK er kristilegt hugsjóna-, mannræktar- og æskulýðsstarf.  Þátttaka í starfi KFUM og KFUK og sumarbúðum félagsins er að stærstum hluta launalaust sjálfboðastarf.  Með því að starfa í sumarbúðum, er viðkomandi að taka þátt í félagsstarfi og leggja hugsjónastarfi lið með framlagi sínu.  Því er mikilvægt að starfsmaður eigi samleið með þeirri hugsjón.

Félagið umbunar starfsmönnum í skipulögðum dvalarflokkum sumarbúðanna, með launagreiðslum, sem reiknast pr. unninn dag og birt er í launatöflu í þessum samningi. Aðilum er þó ljóst að sú umbun kann að vera lægri en samið hefur verið um í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði, einkum ef tekið er tillit til vinnutíma. Hér er heldur ekki um að ræða hefðbundið samband vinnuveitanda og launaþega heldur félagsstarf, þar sem hluti af starfsskyldum felst í launalausu sjálfboðaliðastarfi í kristilegu hugsjóna-, mannræktar- og æskulýðsstarfi.

Kristilegt starf

Sumarstarf KFUM og KFUK er byggt á kristilegum grunni, starfið fer fram í anda Jesú Krists og þar er svokölluð gullna regla höfð að leiðarljósi:

„Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.”  (Matt. 7:12)

Starfsfólk sumarbúðanna þarf að vera tilbúið til að vinna í anda hennar og samkvæmt 2. gr laga KFUM og KFUK á Íslandi sem segir:

Hugsjón alls félagsstarfsins er að vekja trú á Krist og kalla til þjónustu í ríki hans, efla trúarlíf og siðferðiskennd og hlynna að andlegri, líkamlegri og félagslegri velferð einstaklingsins