Á hverju vori eru haldin sérsniðin námskeið fyrir starfsfólk sumarbúða félagsins. Á námskeiðunum er farið yfir fjölmarga þætti sem starfsmenn í sumarbúðum þurfa að glíma við. Jafnt á sviði uppeldis- og kennslufræða, skyndihjálpar og brunavarna. Fjallað er um notkun leikja í starfi með börnum og unglingum, notkun öryggistækja, frásagnalist og kennt um trúarþroska barna og unglinga. Allir starfsmenn sumarbúðanna sækja námskeiðið Verndum þau.

KFUM og KFUK á Íslandi er stolt af þjálfun sinna starfsmanna og leggur mikinn metnað í að undirbúa þá eins vel og kostur er fyrir spennandi og gefandi starf í sumarbúðum félaganna. Öllum starfsmönnum sumarbúða KFUM og KFUK er skylt að sækja námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk á hverju ári.

Verndum þau – fjarnámskeið

Næsta Verndum þau námskeið verður fimmtudaginn 1. október kl. 17:00-19:30. Námskeiðið verður að þessu sinni haldið í gegnum fjarfundarbúnað. KFUM og KFUK gerir þá kröfu að þeir sem starfa á vettvangi fyrir félagið, jafnt sjálfboðaliðar og starfsfólk, sitji þetta námskeið [...]

Fræðslufundur leiðtoga

KFUM og KFUK Holtavegur Holtavegur 28, Reykjavík

Fræðslufundur fyrir leiðtoga í vetrarstarfi KFUM og KFUK. Nánari tímasetning verður send til leiðtoga.

Vinnufundur leiðtoga

KFUM og KFUK Holtavegur Holtavegur 28, Reykjavík

Vinnufundur fyrir leiðtoga í vetrarstarfi KFUM og KFUK. Nánari tímasetning verður send til leiðtoga.

Jólasamvera leiðtoga

KFUM og KFUK Holtavegur Holtavegur 28, Reykjavík

Árleg jólasamvera leiðtoga og sjálfboðaliða í vetrarstarfi KFUM og KFUK. Nánari tímasetning verður send þegar nær dregur.