Heimild til upplýsingaöflunar úr sakaskrá ríkisins (sjá viðhengi)
Samkvæmt Æskulýðslögum nr. 70/2007 er óheimilt að ráða til starfa einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm vegna ofbeldisbrota og ávana- og fíkniefnabrota, á síðastliðnum fimm árum, til starfa með börnum og ungmennum. Þá er einnig óheimilt að ráða til starfa einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm vegna kynferðisbrota (ótímabundið) til starfa með börnum og ungmennum.
KFUM og KFUK gerir þá kröfu til sinna sjálfboðaliða og starfsfólks sem vinna með börnum og ungmennum að þeir skili inn samþykkt fyrir því að afla megi upplýsinga úr sakaskrá ríkisins um slík brot.
Heimild fyrir sakaskrá – eyðublað_2023