Vorferð yngri deilda

Hleð Viðburðir

Starf yngri deilda KFUM og KFUK lýkur í vor með ferð í Vatnaskóg, þar sem gist verður yfir nótt. Brottför er föstudaginn 20. mars og heimkoma laugardaginn 21. mars.

Í vorferðinni gefst krökkunum tækifæri á að taka þátt í skemmtilegri dagskrá, fræðast um Guð og eignast nýja vini. Á staðnum verður farið í margs konar leiki, ævintýraleik, borðtennis, fótboltaspil, þythokkí og fleiri íþróttir. Þá verður kvöldvaka, helgistund, náttfatapartý og fleira.

Vorferð KFUM og KFUK er kjörið tækifæri fyrir krakkana að kynnast sumarbúðum KFUM og KFUK.

Upplýsingar

Byrjar:
20. mars
Endar:
21. mars
Viðburðaflokkur:
Merki Viðburður:
, , , , , , , , ,

Staðsetning

Vatnaskógur
Vatnaskogur Iceland Google Map
Sími:
433-8959
Vefsíða:
https://www.vatnaskogur.is