
Vorferð AD KFUK og KFUM
Þriðjudagur 30. apríl 2019
Að þessu sinni verður vorferð AD KFUK og KFUM þriðjudaginn 30. apríl kl. 19.
Við ætlum að heimsækja Hjálpræðisherinn í Álfabakka 12, í Mjóddinni í Reykjavík og eru þátttakendur beðnir að koma þangað.
Foringjahjónin Hjördís Kristinsdóttir og Ingvi K. Skjaldarson ásamt sjálfboðaliðum taka á móti okkur. Boðið verður upp á léttan kvöldverð fyrir 2.200 kr. á mann. Síðan segja þau frá ótrúlega fjölbreyttu starfi Hjálpræðishersins og hafa hugleiðingu út frá Guðs orði. Þegar dagskránni lýkur gefst tækifæri á að skoða nýjan herkastala sem er í smíðum við Suðurlandsbraut 72. Þeir sem vilja styrkja starf hersins fá tækifæri til þess á staðnum.
Óskað er eftir því að fólk skrái sig vegna matarins í þjónustumiðstöð KFUM og KFUK, sími: 588-8899 eða með tölvupósti á netfangið: elin@kfum.is fyrir föstudaginn 26. apríl.
Ef einhverjir vilja mæta eftir matinn er það í boði um kl. 20.
Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er gott. AD nefnd KFUK hvetur félagsfólk til að koma og heimsækja vini okkar í Hernum og njóta kvöldsins.
Allir eru velkomnir í ferðina.